Að ári liðnu - Efndir í umhverfismálum? Tinna Hallgrímsdóttir skrifar 3. september 2022 12:01 Nú er ár liðið síðan Ungir umhverfissinnar kynntu Sólina, einkunnagjöf fyrir umhverfis- og loftslagsmál í stefnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Með kvarðanum var vonin sú að flokkarnir ykju metnað sinn í umhverfismálum og að öll, ung sem aldin, tækju upplýsta ákvörðun er komið væri í kjörklefann. Niðurstöðurnar voru birtar hér og spönnuðu einkunnirnar nánast allan skalann af þeim 100 stigum sem í boði voru fyrir 78 stefnumál sem UU fannst nauðsynlegt að flokkarnir hefðu í stefnum sínum. Öllum er þó ljóst að það sem ratar í stefnu flokks fyrir kosningar er ekki endilega það sem fer í framkvæmd á kjörtímabilinu. Því munu Ungir umhverfissinnar fylgja Sólinni eftir með Tunglinu; mati á því hvernig flokkunum hefur tekist að framfylgja þeim stefnumálum sem sett voru fram í kvarðanum. Tunglið mun því hvetja flokkana til að standa við gefin orð, og vonandi gera enn betur. Með Tunglinu vilja Ungir umhverfissinnar tryggja að kjörnir fulltrúar geti horft til baka í lok kjörtímabils og sagt með fullvissu að þeir hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að stuðla að farsæld okkar, komandi kynslóða og þeirra lífvera sem deila með okkur Jörðinni. Næstu ár eru nefnilega lykilár í baráttu okkar við hamfarahlýnun og hrun líffræðilegs fjölbreytileika og þau skref sem eru tekin núna munu hafa afdrifaríkar afleiðingar langt inn í framtíðina. Góðu fréttirnar eru að fjölmörg málefni úr kvarða Sólarinnar hafa á bak við sig meirihluta þings, sé gert ráð fyrir að kjörnir fulltrúar séu samkvæmir stefnu síns flokks. Samvinna um umhverfismálin liggur því í augum uppi, en eðli málsins samkvæmt eru umhverfismálin hvorki staðsett til hægri, vinstri né á miðjunni á hinum pólitíska ás. Nú fer Alþingi að koma saman eftir sumarfrí og er því tímabært fyrir flokkana að dusta rykið af stefnum sínum og hrinda í framkvæmd þeim umhverfisaðgerðum sem við þurfum svo sannarlega á að halda. Við fylgjumst spennt með, enda er framtíð okkar í þeirra höndum. Höfundur er forseti Ungra umhverfissina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tinna Hallgrímsdóttir Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Sjá meira
Nú er ár liðið síðan Ungir umhverfissinnar kynntu Sólina, einkunnagjöf fyrir umhverfis- og loftslagsmál í stefnum stjórnmálaflokkanna í aðdraganda Alþingiskosninga 2021. Með kvarðanum var vonin sú að flokkarnir ykju metnað sinn í umhverfismálum og að öll, ung sem aldin, tækju upplýsta ákvörðun er komið væri í kjörklefann. Niðurstöðurnar voru birtar hér og spönnuðu einkunnirnar nánast allan skalann af þeim 100 stigum sem í boði voru fyrir 78 stefnumál sem UU fannst nauðsynlegt að flokkarnir hefðu í stefnum sínum. Öllum er þó ljóst að það sem ratar í stefnu flokks fyrir kosningar er ekki endilega það sem fer í framkvæmd á kjörtímabilinu. Því munu Ungir umhverfissinnar fylgja Sólinni eftir með Tunglinu; mati á því hvernig flokkunum hefur tekist að framfylgja þeim stefnumálum sem sett voru fram í kvarðanum. Tunglið mun því hvetja flokkana til að standa við gefin orð, og vonandi gera enn betur. Með Tunglinu vilja Ungir umhverfissinnar tryggja að kjörnir fulltrúar geti horft til baka í lok kjörtímabils og sagt með fullvissu að þeir hafi gert allt sem í sínu valdi stóð til að stuðla að farsæld okkar, komandi kynslóða og þeirra lífvera sem deila með okkur Jörðinni. Næstu ár eru nefnilega lykilár í baráttu okkar við hamfarahlýnun og hrun líffræðilegs fjölbreytileika og þau skref sem eru tekin núna munu hafa afdrifaríkar afleiðingar langt inn í framtíðina. Góðu fréttirnar eru að fjölmörg málefni úr kvarða Sólarinnar hafa á bak við sig meirihluta þings, sé gert ráð fyrir að kjörnir fulltrúar séu samkvæmir stefnu síns flokks. Samvinna um umhverfismálin liggur því í augum uppi, en eðli málsins samkvæmt eru umhverfismálin hvorki staðsett til hægri, vinstri né á miðjunni á hinum pólitíska ás. Nú fer Alþingi að koma saman eftir sumarfrí og er því tímabært fyrir flokkana að dusta rykið af stefnum sínum og hrinda í framkvæmd þeim umhverfisaðgerðum sem við þurfum svo sannarlega á að halda. Við fylgjumst spennt með, enda er framtíð okkar í þeirra höndum. Höfundur er forseti Ungra umhverfissina.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun