Fjöldi tilkynninga um launaþjófnað á Suðurlandi: „Þetta blasir við okkur sem grafalvarleg staða“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 3. september 2022 14:50 Í sumar hefur 31 félagsmaður Verkalýðsfélags Suðurlands leitað til félagsins vegna gruns um launaþjófnað. Vísir/Arnar Á fjórða tug mála eru á borði Verkalýðsfélags Suðurlands þar sem grunur er um launaþjófnað en fjárhæðirnar sem um ræðir eru allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í milljónir. Eftirlitsfulltrúi félagsins segir grafalvarlega stöðu blasa við og kallar eftir því að stjórnvöld komi með alvöru viðurlög. Að því er kemur fram í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Suðurlands hefur 31 félagsmaður óskað eftir aðstoð vegna gruns um launaþjófnað í sumar. Í grófustu tilfellunum nemi meintur þjófnaður allt að 900 þúsund króna, auk þess sem dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið vinna allt að 400 stundir á mánuði. „Við höfum ekki þurft að fara fyrir dóm með neitt af þessu en ég get sagt að af þessu 31 máli þá eru 19 enn í vinnslu. Það hefur svona gengið þokkalega en hvergi nærri því nógu vel,“ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Um sé að ræða gríðarlegan fjölda þegar litið er til stærðar félagsins en mest megnis séu þetta starfsfólk úr ferðaþjónustu. „Þetta blasir við okkur sem grafalvarleg staða og kannski svolítið sorglegt fyrir ferðaþjónustuna, sem er ítrekað talað um sem er talað um sem gjaldeyrisskapandi gullegg okkar Íslendinga, en þetta er ekkert gullegg fyrir þá sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir Ástþór. Engin viðurlög við launaþjófnaði Mikil umræða hefur skapast um launaþjófnað undanfarið, ekki síst eftir að eigendur Flame og Bambus voru sakaðir um að svíkja þrjá starfsmenn um vaktaálag, yfirvinnu og orlof. Eigendurnir segja ásakanirnar rangar en Fagfélögin hafa krafið eigendurna um 13 milljónir króna í ógreidd laun. Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ greindi þá frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að málum sem tengjast launaþjófnaði fari fjölgandi. Þörf væri þörf á frekari úrræðum og viðurlögum. „Launaþjófnaður er ekkert annað en þjófnaður og eðli málsins samkvæmt þá ætti það náttúrulega bara að vera brot á hegningarlögum eins og hver annar þjófnaður,“ segir Ástþór en mál tengd launaþjófnaði séu hins vegar þess eðlis að það sé erfiðara að fara með þau í þann farveg. Hann segir því nauðsynlegt að stjórnvöld og viðkomandi aðilar komi með alvöru viðurlög. „Það eru þannig lagað engin viðurlög sem að atvinnurekendur fá á sig fyrir að brjóta á réttindum fólks,“ segir hann og bindur sömuleiðis vonir við kjaraviðræður í haust. „Ég vona bara að allir komi til kjarasamninga, að samninganefndir verði hörð á þessu,“ segir hann enn fremur. Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. 2. september 2022 17:36 Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Að því er kemur fram í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Suðurlands hefur 31 félagsmaður óskað eftir aðstoð vegna gruns um launaþjófnað í sumar. Í grófustu tilfellunum nemi meintur þjófnaður allt að 900 þúsund króna, auk þess sem dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið vinna allt að 400 stundir á mánuði. „Við höfum ekki þurft að fara fyrir dóm með neitt af þessu en ég get sagt að af þessu 31 máli þá eru 19 enn í vinnslu. Það hefur svona gengið þokkalega en hvergi nærri því nógu vel,“ segir Ástþór Jón Ragnheiðarson, eftirlitsfulltrúi hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Um sé að ræða gríðarlegan fjölda þegar litið er til stærðar félagsins en mest megnis séu þetta starfsfólk úr ferðaþjónustu. „Þetta blasir við okkur sem grafalvarleg staða og kannski svolítið sorglegt fyrir ferðaþjónustuna, sem er ítrekað talað um sem er talað um sem gjaldeyrisskapandi gullegg okkar Íslendinga, en þetta er ekkert gullegg fyrir þá sem verða fyrir barðinu á launaþjófnaði,“ segir Ástþór. Engin viðurlög við launaþjófnaði Mikil umræða hefur skapast um launaþjófnað undanfarið, ekki síst eftir að eigendur Flame og Bambus voru sakaðir um að svíkja þrjá starfsmenn um vaktaálag, yfirvinnu og orlof. Eigendurnir segja ásakanirnar rangar en Fagfélögin hafa krafið eigendurna um 13 milljónir króna í ógreidd laun. Verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits ASÍ greindi þá frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum að málum sem tengjast launaþjófnaði fari fjölgandi. Þörf væri þörf á frekari úrræðum og viðurlögum. „Launaþjófnaður er ekkert annað en þjófnaður og eðli málsins samkvæmt þá ætti það náttúrulega bara að vera brot á hegningarlögum eins og hver annar þjófnaður,“ segir Ástþór en mál tengd launaþjófnaði séu hins vegar þess eðlis að það sé erfiðara að fara með þau í þann farveg. Hann segir því nauðsynlegt að stjórnvöld og viðkomandi aðilar komi með alvöru viðurlög. „Það eru þannig lagað engin viðurlög sem að atvinnurekendur fá á sig fyrir að brjóta á réttindum fólks,“ segir hann og bindur sömuleiðis vonir við kjaraviðræður í haust. „Ég vona bara að allir komi til kjarasamninga, að samninganefndir verði hörð á þessu,“ segir hann enn fremur.
Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. 2. september 2022 17:36 Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29 Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Ósanngjarnt að hengja sig í smáatriðum“ Forstöðumaður kjarasviðs Fagfélaganna segir ósanngjarnt af veitingastöðunum Flame og Bambus að ætla að fara að hengja sig í smáatriðum í launaþjófnaðarmáli sem höfðað hefur verið gegn þeim. Kjarni málsins sé sá að farið hafi verið illa með fólk - og því borgað of lítið fyrir of mikla vinnu. 2. september 2022 17:36
Hafa tilkynnt þrjú möguleg mansalsmál til lögreglu í ágúst Verkefnastjóri hjá ASÍ kallar eftir harðari viðbrögðum við launaþjófnaði eftir að eigandi tveggja veitingastaða í Reykjavík var sakaður um stórfelld svik við starfsfólk. Málum sem þessum fari fjölgandi en bara í þessum mánuði hefur ASÍ tilkynnt þrjú mál til mansalsteymis lögreglu. 26. ágúst 2022 19:29
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent