Forstöðukona Dyngjunnar sökuð um að maka krókinn við innkaup fyrir heimilið Jakob Bjarnar skrifar 6. september 2022 08:00 Dyngjan tók til starfa 9. apríl 1988 og hefur starfað óslitið síðan. Þar hefur verið tekið á móti konum sem koma úr áfengismeðferð og eiga margar hvergi höfði að halla. Fyrrverandi forstöðukona er nú sökuð um að hafa misnotað úttektarheimildir. Vistkonur segja kostinn hafa verið skorinn við nögl en bókhaldsgögn sýni að af úttektum hefur verið greitt fyrir ýmsan munað sem aldrei kom fyrir sjónir vistkvenna. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forstöðukona Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir heimilislausar konur sem koma úr áfengismeðferð og eiga sumar hvergi höfði að halla, er sökuð um að hafa farið afar frjálslega með úttektarheimildir sínar og notað til að fjármagna einkaneyslu sína. Samkvæmt heimildum Vísis er verið að undirbúa kæru á hendur henni en kröfur sem fram eru settar eru vel á 6. milljón. Rekstrarkostnaður Dyngjunnar er með launatengdum gjöldum um 20 milljónir á ári og er því um hátt hlutfall rekstrartekna að ræða. Kvittanir sýni að innkaupin fóru oft ekki fram á vinnutíma og oftar en ekki í námunda við heimili forstöðukonunnar sem er búsett við Selfoss. Lögmaður Dyngjunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Það sé á afar viðkvæmu stigi. Það vill stjórnarformaður Dyngjunnar, Anna Margrét Kornelíusardóttir, ekki heldur gera en víst er að þeir sem að Dyngjunni standa óttast að málið allt kunni að ríða rekstrinum á slig. Talið er samkvæmt bókhaldsgögnum að þetta misferli hafi staðið yfir árum saman en samkomulag var gert við forstöðukonuna að hún myndi láta af störfum í vor. Tros fyrir vistmenn en hráskinka fyrir forstöðukonuna Konan neitar sök, hafnar öllum kröfum og hefur sett fram gagnkröfur sem varða ógreidd laun og orlofsgreiðslur. Í sem skemmstu máli snúast ásakanir stjórnar Dyngjunnar um að forstöðukonan hafi notað debetkort Dyngjunnar til að fjármagna einkaneyslu sína. Vísir hefur rætt við vistkonur sem segja að kosturinn í Dyngjunni hafi ávallt verið afar naumur, að sögn forstöðukonunnar vegna þess að engir peningar væru til að kaupa nema allra brýnustu nauðsynjar og þá það sem ódýrast er. Hins vegar hafi komið á daginn, þegar bókhaldið var skoðað, eftir að grunur kom upp að debetkortið hafi verið misnotað, að keypt hafi verið og greitt fyrir allskyns munað svo sem hráskinka, konfekt og bláber í stórum stíl. Þá var einnig keyptur hundamatur fyrir debetekort Dyngjunnar og fleira sem vistfólk fullyrðir að hafi aldrei komið inn fyrir dyr heimilisins. Fiskurinn góði reynist ekki gjöf Einnig eru tiltekin í bókhaldi kaup á Nespresso-kaffivél, iPad- og iPhone-tækjum sem aldrei hafa komið inn á Dyngjuna, hvað þá að þau færu í hendur vistkvenna. Í bókahaldi eru áberandi reikningar til söluskrifstofu sem höndlar með fisk. Konur á heimilinu segja að í það hafi verið látið skína að fiskurinn væri gjöf til heimilisins frá velgjörðarmanni; næringarríkur matur sem konurnar fengju að njóta vegna þess að eiginmaður forstöðukonunnar væri að höndla með fiskinn. Þakklætið fyrir fiskinn, þá góðu gjöf, byggi þó á sandi, því bókhaldsgögn leiði í ljós að fyrir fiskinn var greitt og vel yfir kílóverði sambærilegs fisks ef verslað hefði verið í Bónus. Kaup á þeim fiski má samkvæmt bókhaldsgögnum rekja allt aftur til ársins 2016. Félagasamtök Fíkn Fjármál heimilisins Málefni heimilislausra Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er verið að undirbúa kæru á hendur henni en kröfur sem fram eru settar eru vel á 6. milljón. Rekstrarkostnaður Dyngjunnar er með launatengdum gjöldum um 20 milljónir á ári og er því um hátt hlutfall rekstrartekna að ræða. Kvittanir sýni að innkaupin fóru oft ekki fram á vinnutíma og oftar en ekki í námunda við heimili forstöðukonunnar sem er búsett við Selfoss. Lögmaður Dyngjunnar staðfestir þetta í samtali við Vísi en vill ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Það sé á afar viðkvæmu stigi. Það vill stjórnarformaður Dyngjunnar, Anna Margrét Kornelíusardóttir, ekki heldur gera en víst er að þeir sem að Dyngjunni standa óttast að málið allt kunni að ríða rekstrinum á slig. Talið er samkvæmt bókhaldsgögnum að þetta misferli hafi staðið yfir árum saman en samkomulag var gert við forstöðukonuna að hún myndi láta af störfum í vor. Tros fyrir vistmenn en hráskinka fyrir forstöðukonuna Konan neitar sök, hafnar öllum kröfum og hefur sett fram gagnkröfur sem varða ógreidd laun og orlofsgreiðslur. Í sem skemmstu máli snúast ásakanir stjórnar Dyngjunnar um að forstöðukonan hafi notað debetkort Dyngjunnar til að fjármagna einkaneyslu sína. Vísir hefur rætt við vistkonur sem segja að kosturinn í Dyngjunni hafi ávallt verið afar naumur, að sögn forstöðukonunnar vegna þess að engir peningar væru til að kaupa nema allra brýnustu nauðsynjar og þá það sem ódýrast er. Hins vegar hafi komið á daginn, þegar bókhaldið var skoðað, eftir að grunur kom upp að debetkortið hafi verið misnotað, að keypt hafi verið og greitt fyrir allskyns munað svo sem hráskinka, konfekt og bláber í stórum stíl. Þá var einnig keyptur hundamatur fyrir debetekort Dyngjunnar og fleira sem vistfólk fullyrðir að hafi aldrei komið inn fyrir dyr heimilisins. Fiskurinn góði reynist ekki gjöf Einnig eru tiltekin í bókhaldi kaup á Nespresso-kaffivél, iPad- og iPhone-tækjum sem aldrei hafa komið inn á Dyngjuna, hvað þá að þau færu í hendur vistkvenna. Í bókahaldi eru áberandi reikningar til söluskrifstofu sem höndlar með fisk. Konur á heimilinu segja að í það hafi verið látið skína að fiskurinn væri gjöf til heimilisins frá velgjörðarmanni; næringarríkur matur sem konurnar fengju að njóta vegna þess að eiginmaður forstöðukonunnar væri að höndla með fiskinn. Þakklætið fyrir fiskinn, þá góðu gjöf, byggi þó á sandi, því bókhaldsgögn leiði í ljós að fyrir fiskinn var greitt og vel yfir kílóverði sambærilegs fisks ef verslað hefði verið í Bónus. Kaup á þeim fiski má samkvæmt bókhaldsgögnum rekja allt aftur til ársins 2016.
Félagasamtök Fíkn Fjármál heimilisins Málefni heimilislausra Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira