Hinn 32 ára gamli Henderson þurfti að fara af velli í dramatískum 2-1 sigri Liverpool á Newcastle United í síðustu viku. Hann var svo utan hóps er Liverpool gerði markalaust jafntefli við Everton um helgina.
Eftir að hafa farið í myndatöku á föstudag kom í ljós að um smávægilega tognun væri að ræða. Mun hún halda fyrirliðanum frá keppni næstu þrjár vikurnar hið minnsta. Mun hann missa af leikjum gegn Napoli og Ajax í Meistaraceild Evrópu ásamt leikjum gegn Wolves og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool captain Jordan Henderson is set to be sidelined for around three weeks with a hamstring injury.#LFC
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 5, 2022
More from @JamesPearceLFC https://t.co/WI78yFAQ1B
Henderson vonast til að ná sér áður en enska landsliðið kemur saman fyrir leikina gegn Ítalíu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni síðar í mánuðinum. Eftir að hafa mátt þola bekkjarsetu á EM sumarið 2021 vonast Henderson til að vinna sér inn byrjunarliðssæti áður en HM í Katar hefst í nóvember.