Ísland dugar jafntefli gegn Hollandi í Utrecht í kvöld til að komast á HM í fyrsta sinn. Ef Íslendingar tapa þurfa þeir að fara í umspil um sæti á HM.
Ísland vann 6-0 sigur á Hvíta-Rússlandi í næstsíðasta leik sínum í undankeppninni á föstudaginn. Þorsteinn stillir upp sama byrjunarliðinu í þeim nema hvað Svava Rós Guðmundsdóttir kemur inn fyrir Amöndu Andradóttur.
Annað er óbreytt. Sandra Sigurðardóttir er í markinu, Guðný Árnadóttir og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir bakverðir, Glódís Perla Viggósdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir í miðri vörninni, Dagný Brynjarsdóttir er öftust á miðjunni, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir þar fyrir framan, Sveindís Jane Jónsdóttir og Svava á köntunum og Berglind Björg Þorvaldsdóttir fremst.
👀 Byrjunarliðið gegn Hollandi!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 6, 2022
👇 Our starting lineup for the game against the Netherlands tonight!#alltundir #dottir pic.twitter.com/oJV4lIiFhu
Eftir að hafa tapað 0-2 fyrir Hollandi í fyrsta leik sínum í undankeppninni hefur Ísland unnið sex leiki í röð með markatölunni 27-0. Íslendingar eru með átján stig á toppi C-riðils, einu stigi meira en Hollendingar. Þeir hafa ekki tapað leik en gerðu tvö jafntefli við Tékka.
Leikur Hollands og Íslands hefst klukkan 18:45 og er í beinni textalýsingu á Vísi.