Stympingar í Langholtshverfi eftir ólöglega flugeldasýningu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2022 12:03 Kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á tíunda tímanum í gærkvöldi vegna flugeldasýningar í brúðkaupi í hverfinu. Getty Fjöldinn allur af kvörtunum rigndi yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi vegna ólöglegrar flugeldasýningar sem haldin var í tengslum við brúðkaup í Skipasundi. Óánægja á meðal nágranna í Langholtshverfi leiddi að lokum til stympinga. Íbúi í Langholtshverfi biðlar til nágranna að sýna náungakærleika. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp úr klukkan tíu í gærkvöldi hafi lögreglan sinnt útkalli vegna ónæðis frá ólöglegri flugeldasýningu í Langholtshverfi. Fjöldi kvartana hafi borist lögreglu því nágrannar hafi verið verulega ósáttir með ónæðið sem hafi truflað nætursvefn og heimilisdýrin hafi verið dauðskelkuð. Guðmundur segir að á einum tímapunkti hafi nágrannar mætt á svæðið til að láta í ljós óánægju sína en að lokum hafi soðið upp úr og til átaka komið á milli tveggja nágranna. Hann segir að á þessu stigi máls sé ekki hægt að fullyrða um hvor þeirra hafi haft frumkvæðið. Í Facebook-hópi hverfisins má sjá að spennustigið er hátt, Þórdís Rún Þórisdóttir, einn af íbúum í hverfinu, fann sig knúna til að reyna að stilla til friðar. „Við erum í þessu hverfi nýbúin að upplifa það að þarna lét maður lífið út af nágrannerjum og svo horfi ég á þessa pósta í morgun og það er allt við suðumark af því að þarna er einhver nágranni sem er ekki að fara eftir lögum og reglum,“ segir Þórdís Rún. Þarna vísar Þórdís í manndrápsmálið í Barðavogi sem varð í júní. „En mitt sjónarhorn er það að við búum í samfélagi og það eru jafn margir og ólíkir einstaklingar í samfélaginu eins og búa í því. Við erum alltaf að ætlast til þess að allir hegði sér eftir lögum og reglum og geri aldrei neitt rangt en það er bara ekki raunhæft og þá held ég að við þurfum bara sem samfélag aðeins að sýna pínu þolinmæði og nærgætni og átta okkur á því að við erum ekki að fara að stjórna gjörðum annarra en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við.“ Í stórborg sé það alveg ljóst að sumir muni fara út fyrir þann ramma sem við höfum sett en að fólk verði að hugsa um stóra samhengið. „Að vera nýbúin að upplifa svona hryllilegan atburð í Barðavogi og sjá fólk vera að missa sig yfir flugeldasýningu mér finnst að fólk þurfi aðeins að staldra aðeins við og hugsa, er þetta þess virði að fara að hjóla þarna í mann og annan og enda kannski með líkamsmeiðingar og jafnvel andlát eins og gerðist þarna fyrr í sumar. Mér finnst fólk bara vera aðeins farið að missa sjónar á því sem skiptir máli í þessu lífi,“segir Þórdís Rún Þórisdóttir, íbúi í Langholtshverfi. Reykjavík Flugeldar Lögreglumál Brúðkaup Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira
Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp úr klukkan tíu í gærkvöldi hafi lögreglan sinnt útkalli vegna ónæðis frá ólöglegri flugeldasýningu í Langholtshverfi. Fjöldi kvartana hafi borist lögreglu því nágrannar hafi verið verulega ósáttir með ónæðið sem hafi truflað nætursvefn og heimilisdýrin hafi verið dauðskelkuð. Guðmundur segir að á einum tímapunkti hafi nágrannar mætt á svæðið til að láta í ljós óánægju sína en að lokum hafi soðið upp úr og til átaka komið á milli tveggja nágranna. Hann segir að á þessu stigi máls sé ekki hægt að fullyrða um hvor þeirra hafi haft frumkvæðið. Í Facebook-hópi hverfisins má sjá að spennustigið er hátt, Þórdís Rún Þórisdóttir, einn af íbúum í hverfinu, fann sig knúna til að reyna að stilla til friðar. „Við erum í þessu hverfi nýbúin að upplifa það að þarna lét maður lífið út af nágrannerjum og svo horfi ég á þessa pósta í morgun og það er allt við suðumark af því að þarna er einhver nágranni sem er ekki að fara eftir lögum og reglum,“ segir Þórdís Rún. Þarna vísar Þórdís í manndrápsmálið í Barðavogi sem varð í júní. „En mitt sjónarhorn er það að við búum í samfélagi og það eru jafn margir og ólíkir einstaklingar í samfélaginu eins og búa í því. Við erum alltaf að ætlast til þess að allir hegði sér eftir lögum og reglum og geri aldrei neitt rangt en það er bara ekki raunhæft og þá held ég að við þurfum bara sem samfélag aðeins að sýna pínu þolinmæði og nærgætni og átta okkur á því að við erum ekki að fara að stjórna gjörðum annarra en við getum stjórnað því hvernig við bregðumst við.“ Í stórborg sé það alveg ljóst að sumir muni fara út fyrir þann ramma sem við höfum sett en að fólk verði að hugsa um stóra samhengið. „Að vera nýbúin að upplifa svona hryllilegan atburð í Barðavogi og sjá fólk vera að missa sig yfir flugeldasýningu mér finnst að fólk þurfi aðeins að staldra aðeins við og hugsa, er þetta þess virði að fara að hjóla þarna í mann og annan og enda kannski með líkamsmeiðingar og jafnvel andlát eins og gerðist þarna fyrr í sumar. Mér finnst fólk bara vera aðeins farið að missa sjónar á því sem skiptir máli í þessu lífi,“segir Þórdís Rún Þórisdóttir, íbúi í Langholtshverfi.
Reykjavík Flugeldar Lögreglumál Brúðkaup Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Sjá meira