Bieber aflýsir fjölda tónleika vegna heilsubrests Árni Sæberg skrifar 6. september 2022 20:35 Justin Bieber stígur að öllum líkindum ekki á svið á næstunni. Joseph Okpako/Getty Tónlistarmaðurinn Justin Bieber tilkynnti í kvöld að hann hefði ákveðið að taka sé hlé frá tónleikahaldi um óákveðinn tíma vegna heilsubrests. Í júní síðastliðnum neyddist hann til að fresta fjölda tónleika vegna taugasjúkdóms sem hann greindist með. Söngvarinn segir í tilkynningu að hann hafi ákveðið að hefja tónleikaferðalag sitt, Justice, á ný eftir að hafa þurft að taka hlé vegna Ramsey-Hunt taugasjúkdómsins. Eftir að hafa fengið sjúkdóminn lamaðist Bieber í andliti öðru megin tímabundið. Hann segir það hafa tekið mikið á sig að halda sex tónleika á Evrópulegg tónleikaferðalagsins. Um helgina hafi hann svo haldið tónleika í Ríó í Brasilíu og lagt sig allan fram við að skemmta Brasilíumönnum. „Eftir að hafa stigið af sviðinu tók ofsaþreytan yfir mig. Ég gerði mér grein fyrir því að ég þyrfti að setja heilsuna í fyrsta sæti. Þess vegna ætla ég að taka mér leyfi frá tónleikaferðalaginu að svo stöddu. Það verður í lagi með mig en ég þarf tíma til að hvíla og jafna mig,“ segir hann. Dægurmiðilinn TMZ hefur eftir heimildamanni sínum að helsta ástæða þess að Bieber hafi ákveðið að taka sér hlé frá ferðalaginu sé andleg heilsa hans. Hann hafi átt erfitt andlega undanfarin ár. Í frétt TMZ segir jafnframt að aum sjötíu tónleikar hafi verið á áætlun Justice tónleikaferðalagsins og að óljóst sé með öllu hvenær þeir munu vera haldnir. Tónlist Hollywood Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið D'Angelo er látinn Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Sjá meira
Söngvarinn segir í tilkynningu að hann hafi ákveðið að hefja tónleikaferðalag sitt, Justice, á ný eftir að hafa þurft að taka hlé vegna Ramsey-Hunt taugasjúkdómsins. Eftir að hafa fengið sjúkdóminn lamaðist Bieber í andliti öðru megin tímabundið. Hann segir það hafa tekið mikið á sig að halda sex tónleika á Evrópulegg tónleikaferðalagsins. Um helgina hafi hann svo haldið tónleika í Ríó í Brasilíu og lagt sig allan fram við að skemmta Brasilíumönnum. „Eftir að hafa stigið af sviðinu tók ofsaþreytan yfir mig. Ég gerði mér grein fyrir því að ég þyrfti að setja heilsuna í fyrsta sæti. Þess vegna ætla ég að taka mér leyfi frá tónleikaferðalaginu að svo stöddu. Það verður í lagi með mig en ég þarf tíma til að hvíla og jafna mig,“ segir hann. Dægurmiðilinn TMZ hefur eftir heimildamanni sínum að helsta ástæða þess að Bieber hafi ákveðið að taka sér hlé frá ferðalaginu sé andleg heilsa hans. Hann hafi átt erfitt andlega undanfarin ár. Í frétt TMZ segir jafnframt að aum sjötíu tónleikar hafi verið á áætlun Justice tónleikaferðalagsins og að óljóst sé með öllu hvenær þeir munu vera haldnir.
Tónlist Hollywood Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið D'Angelo er látinn Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Fleiri fréttir D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Sjá meira