Samtök atvinnulífsins hvetja fyrirtæki til að nota íslenskuna Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2022 21:17 Halldór Benjamín Þorbergsson telur það öfuga þróun að íslensk fyrirtæki noti ensku í auknum mæli. Stöð 2 Samtök atvinnulífsins hvetja íslensk fyrirtæki til að nota íslenskuna í ríkari mæli og hætta að grafa undan tungumálinu með ensku. Þau útiloka ekki að ráðast í átak eða grípa til aðgerða á næstunni til að styðja við tungumálið. Umræðan um enskunotkun íslenskra fyrirtækja hefur verið nokkuðáberandi upp á síðkastið eftir að umdeild auglýsing sænska fyrirtækisins Oatly fór í loftið. Henni var þó snögglega skipt út fyrir íslenska útgáfu. Þetta dró athygli margra að enskunotkun annarra fyrirtækja á Íslandi sem velja sér mörg ensk heiti. Víða myndast ansi skörp skil í þessum efnum, til dæmis á Austurvelli. Við Austurstræti eru aðeins fyrirtæki sem bera ensk heiti; American Bar, Dirty Burger and Ribs, English Pub og Duck and Rose. Við Pósthússtræti er hins vegar allt önnur saga; bara fyrirtæki með íslensk nöfn; Apótekið, Skuggabaldur og Hótel Borg. „Við eigum fjöldamörg dæmi um fyrirtæki sem hafa farið hina leiðina, það er að segja að nota íslensku í allri sinni framsetningu. Og ef þú krefur mig svara í þessu viðtali þá segi ég að það væri æskileg leið fyrir íslensk fyrirtæki til framtíðar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Dæmin eru fjölmörg í íslensku samfélagi - veitingastaðir eru hvað mest áberandi hvað þetta varðar. Halldór segir skoðun sína á málinu einfalda: Á íslensku má alltaf finna svar. „Ég hef auðvitað tekið eftir þessari þróun eins og margir aðrir. Og ég held að þetta eigi við á miklu víðari sviðum samfélagsins. Þetta á við um allt sem við gerum. Við sjáum jafnvel slagorð á ensku. Og ég held að þetta sé öfug þróun og við hljótum að senda út hvatningu til allra sem eru í aðstöðu til þess að styrkja íslenska tungu frekar en að veikja hana hægt og bítandi,“ segir hann. Hann útilokar ekki að Samtök atvinnulífsins reyni að taka með einhverjum hætti á málinu. „Ég tek þessari brýningu mjög alvarlega og við skulum hittast að nokkrum mánuðum liðnum og þá skulum við sjá hver framvindan hefur orðið,“ segir Halldór Benjamín að lokum. Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54 Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið „It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu. 25. ágúst 2022 12:20 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Umræðan um enskunotkun íslenskra fyrirtækja hefur verið nokkuðáberandi upp á síðkastið eftir að umdeild auglýsing sænska fyrirtækisins Oatly fór í loftið. Henni var þó snögglega skipt út fyrir íslenska útgáfu. Þetta dró athygli margra að enskunotkun annarra fyrirtækja á Íslandi sem velja sér mörg ensk heiti. Víða myndast ansi skörp skil í þessum efnum, til dæmis á Austurvelli. Við Austurstræti eru aðeins fyrirtæki sem bera ensk heiti; American Bar, Dirty Burger and Ribs, English Pub og Duck and Rose. Við Pósthússtræti er hins vegar allt önnur saga; bara fyrirtæki með íslensk nöfn; Apótekið, Skuggabaldur og Hótel Borg. „Við eigum fjöldamörg dæmi um fyrirtæki sem hafa farið hina leiðina, það er að segja að nota íslensku í allri sinni framsetningu. Og ef þú krefur mig svara í þessu viðtali þá segi ég að það væri æskileg leið fyrir íslensk fyrirtæki til framtíðar,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu. Dæmin eru fjölmörg í íslensku samfélagi - veitingastaðir eru hvað mest áberandi hvað þetta varðar. Halldór segir skoðun sína á málinu einfalda: Á íslensku má alltaf finna svar. „Ég hef auðvitað tekið eftir þessari þróun eins og margir aðrir. Og ég held að þetta eigi við á miklu víðari sviðum samfélagsins. Þetta á við um allt sem við gerum. Við sjáum jafnvel slagorð á ensku. Og ég held að þetta sé öfug þróun og við hljótum að senda út hvatningu til allra sem eru í aðstöðu til þess að styrkja íslenska tungu frekar en að veikja hana hægt og bítandi,“ segir hann. Hann útilokar ekki að Samtök atvinnulífsins reyni að taka með einhverjum hætti á málinu. „Ég tek þessari brýningu mjög alvarlega og við skulum hittast að nokkrum mánuðum liðnum og þá skulum við sjá hver framvindan hefur orðið,“ segir Halldór Benjamín að lokum.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Tengdar fréttir Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54 Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið „It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu. 25. ágúst 2022 12:20 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Telja auglýsinguna löglega en breyttu henni þó Slagorðið „It’s like milk but made for humans“ hefur fylgt vörumerki Oatly frá upphafi og um allan heim. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innes, segir forsvarsmenn vörumerkisins telja að slagorðið og auglýsingar með því séu löglegar hér á landi. 25. ágúst 2022 17:54
Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið „It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu. 25. ágúst 2022 12:20
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22