Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifibrauð Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. september 2022 23:05 Hollensk bakarí hræðast ört hækkandi orkukostnað. Getty/Helen King Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu. Orkukostnaður hefur hækkað víða á meginlandi Evrópu á seinustu misserum, þar er innrás Rússlands í Úkraínu sögð hafa mikil áhrif. Í kjölfar innrásarinnar hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom flutt lítið gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Nú hefur flæðið verið stöðvað algjörlega en orkufyrirtækið bar fyrir sig olíuleka við þjöppustöð og er óvíst hvenær gasflutningar hefjast á ný. Evrópa hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum gasvandræðum en Íslendingar á meginlandinu hafa margir hverjir upplifað mikla hækkun á orkukostnaði á eigin skinni. Eiríkur Ragnarsson sem er búsettur í Marburg greindi frá því í samtali við fréttastofu á dögunum að hann hafi gripið til þess að birgja sig upp af timbri fyrir veturinn til þess að komast hjá því að nota gas. Yfirlýsingin frá umræddu bakarafélagi í Hollandi kemur því ekki á óvart en félagið inniheldur 1600 meðlimi. Einhverjir innan félagsins eru sagðir hafa upplifað tífalda hækkun á orkukostnaði. Mörg rótgróin fjölskyldufyrirtæki séu á barmi þess að þurfa að skella í lás vegna ástandsins. Reuters greinir frá þessu. Orkusamningar sumra bakaría séu að renna sitt skeið og megi sum búast við því að orkukostnaðurinn hækki úr 3.000 evrum í 30.000 evrur á mánuði eða úr 432 þúsund krónum í 4,3 milljónir króna á mánuði. Rafmagnsofnar í stað þeirra sem séu gasknúnir séu ekki möguleiki fyrir mörg stærri bakarí vegna slæmrar stöðu innviða. Ekki sé heldur hægt að láta hækkun sem þessa koma út í hækkuðu verði á brauði. Bakarí treysta því nú á að hollensk stjórnvöld grípi inn í vegna kostnaðarins sem fyrst, til dæmis með einhverskonar verðþaki. Orkumál Holland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Orkukostnaður hefur hækkað víða á meginlandi Evrópu á seinustu misserum, þar er innrás Rússlands í Úkraínu sögð hafa mikil áhrif. Í kjölfar innrásarinnar hefur rússneska orkufyrirtækið Gazprom flutt lítið gas til Evrópu í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Nú hefur flæðið verið stöðvað algjörlega en orkufyrirtækið bar fyrir sig olíuleka við þjöppustöð og er óvíst hvenær gasflutningar hefjast á ný. Evrópa hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum gasvandræðum en Íslendingar á meginlandinu hafa margir hverjir upplifað mikla hækkun á orkukostnaði á eigin skinni. Eiríkur Ragnarsson sem er búsettur í Marburg greindi frá því í samtali við fréttastofu á dögunum að hann hafi gripið til þess að birgja sig upp af timbri fyrir veturinn til þess að komast hjá því að nota gas. Yfirlýsingin frá umræddu bakarafélagi í Hollandi kemur því ekki á óvart en félagið inniheldur 1600 meðlimi. Einhverjir innan félagsins eru sagðir hafa upplifað tífalda hækkun á orkukostnaði. Mörg rótgróin fjölskyldufyrirtæki séu á barmi þess að þurfa að skella í lás vegna ástandsins. Reuters greinir frá þessu. Orkusamningar sumra bakaría séu að renna sitt skeið og megi sum búast við því að orkukostnaðurinn hækki úr 3.000 evrum í 30.000 evrur á mánuði eða úr 432 þúsund krónum í 4,3 milljónir króna á mánuði. Rafmagnsofnar í stað þeirra sem séu gasknúnir séu ekki möguleiki fyrir mörg stærri bakarí vegna slæmrar stöðu innviða. Ekki sé heldur hægt að láta hækkun sem þessa koma út í hækkuðu verði á brauði. Bakarí treysta því nú á að hollensk stjórnvöld grípi inn í vegna kostnaðarins sem fyrst, til dæmis með einhverskonar verðþaki.
Orkumál Holland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira