Enginn stuðningsmanna andstæðingsins fær sæti í ríkisstjórn Truss Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 07:34 Liz Truss mun funda með nýrri ríkisstjórn í morgunsárið. Getty/Christopher Furlong Liz Truss nýr forsætisráðherra Bretlands hefur skipað marga af sínum nánustu vinum, samstarfsmönnum og skoðanabræðrum í ríkisstjórn sína eftir að hún tók við embættinu af Boris Johnson í gær. Kwasi Kwarteng verður fjármálaráðherra, James Cleverly utanríkisráðherra og Suella Braverman tekur við af Priti Patel sem innanríkisráðherra. Þá hefur ein nánasta vinkona Truss, Therese Coffey, verið skipuð heilbrigðisráðherra og varaforsætisráðherra. Ríkisstjórnin kemur saman í dag áður en Truss mætir í þingið til að mæta í fyrirspurnartíma í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Enginn þeirra sem studdi við bakið á mótherja hennar, Rishi Sunak, í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins fékk ráðherrastól. Þar á meðal eru fyrrverandi kollegar hennar í ríkisstjórn eins og Dominic Raab, Grant Shapps, George Eustice og Steve Barclay sem allir þurfa að víkja úr ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúi Truss hefur sagt að breytingarnar muni sameina Íhaldsflokkinn og benti á að fimm þeirra sem buðu sig fram gegn Truss í formannsslagnum hafi verið skipaðir í mikilvæg embætti fyrir flokkinn: Áðurnefnd Suella Braverman, Tom Tugendhat nýr öryggismálaráðherra, Kemi Badenoch nýr viðskiptaráðherra, Penny Mordaunt sem leiðtogi Íhaldsmanna í neðri deild þingsins og Nadim Zahawi ráðherra um eignir krúnunnar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fjögur valdamestu embætti breska framkvæmdavaldsins - forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann, innanríkisráðherrann og utanríkisráðherrann - eru ekki skipuð hvítum karlmanni. Með fyrstu verkum Truss var að heyra í kollega sínum í Úkraínu, forsetanum Vólódímír Selenskí, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hét hún honum áframhaldandi stuðningi. Þá hefur Truss einnig þegið heimboð frá Selenskí til Úkraínu. Eftir að hún ræddi við Selenskí ræddi Truss við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þau eru sögð hafa rætt mikilvægi þess að Bretland kæmist að samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning við Norður-Írland. Hér má sjá heildarlistann yfir bresku ráðherrana. Bretland Tengdar fréttir Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20 Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Kwasi Kwarteng verður fjármálaráðherra, James Cleverly utanríkisráðherra og Suella Braverman tekur við af Priti Patel sem innanríkisráðherra. Þá hefur ein nánasta vinkona Truss, Therese Coffey, verið skipuð heilbrigðisráðherra og varaforsætisráðherra. Ríkisstjórnin kemur saman í dag áður en Truss mætir í þingið til að mæta í fyrirspurnartíma í fyrsta sinn sem forsætisráðherra. Enginn þeirra sem studdi við bakið á mótherja hennar, Rishi Sunak, í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins fékk ráðherrastól. Þar á meðal eru fyrrverandi kollegar hennar í ríkisstjórn eins og Dominic Raab, Grant Shapps, George Eustice og Steve Barclay sem allir þurfa að víkja úr ríkisstjórn. Upplýsingafulltrúi Truss hefur sagt að breytingarnar muni sameina Íhaldsflokkinn og benti á að fimm þeirra sem buðu sig fram gegn Truss í formannsslagnum hafi verið skipaðir í mikilvæg embætti fyrir flokkinn: Áðurnefnd Suella Braverman, Tom Tugendhat nýr öryggismálaráðherra, Kemi Badenoch nýr viðskiptaráðherra, Penny Mordaunt sem leiðtogi Íhaldsmanna í neðri deild þingsins og Nadim Zahawi ráðherra um eignir krúnunnar. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fjögur valdamestu embætti breska framkvæmdavaldsins - forsætisráðherrann, fjármálaráðherrann, innanríkisráðherrann og utanríkisráðherrann - eru ekki skipuð hvítum karlmanni. Með fyrstu verkum Truss var að heyra í kollega sínum í Úkraínu, forsetanum Vólódímír Selenskí, en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins hét hún honum áframhaldandi stuðningi. Þá hefur Truss einnig þegið heimboð frá Selenskí til Úkraínu. Eftir að hún ræddi við Selenskí ræddi Truss við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þau eru sögð hafa rætt mikilvægi þess að Bretland kæmist að samkomulagi við Evrópusambandið um viðskiptasamning við Norður-Írland. Hér má sjá heildarlistann yfir bresku ráðherrana.
Bretland Tengdar fréttir Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20 Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. 6. september 2022 19:20
Liz Truss stelur stíl Védísar tíu árum síðar Védís Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá Landsbankanum, rak upp stór augu þegar hún sá mynd af verðandi forsætisráðherra Bretlands í nákvæmlega sama kjól og hún átti. 6. september 2022 11:20
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. 5. september 2022 22:54