Lokaspretturinn framundan í Úrvalsdeildunum í Valorant Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2022 22:31 Undanúrslit og úrslit eru framundan í úrvalsdeildunum í Valorant Komið er að lokaspretti Úrvalsdeilda Rafíþróttasamtaka Íslands í Valorant eftir að riðlaleikjum lauk síðastliðinn sunnudag, en úrslitin verða spiluð laugardaginn 10. september. Dusty var stigahæst í opnum flokki úrvalsdeildanna en í kvennaflokki var það KRAFLA sem bar sigur úr býtum. Dusty vann alla þrjá leiki sína í opna flokkinum og endaði því með sex stig. Í öðru sæti varð liðið EX Icelandic Champs með fjögur stig, Dímon hafnaði í þriðja sæti með tvö stig og Charge E-Sports í fjórða og neðsta sæti án stiga. Dusty mætir því botnliði Charge E-Sports í undanúrslitum næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og á sama tíma mætast Dímon og EX Icelandic Champs í hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA riðilinn með fullt hús stiga, GORLS hafnaði í öðru sæti með fjögur stig, BroFlakez í því þriðja með tvö stig og Pink Express rak lestina án stiga. Undanúrslitin í kvennaflokki verða einnig leikin klukkan 18:00 á föstudaginn, en þar mætast KRAFLA og Pink Express annars vegar og GORLS og BroFlakez hins vegar. Úrslitin sjálf fara svo fram á laugardaginn og verður hægt á fylgjast með þeim frá klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti
Dusty var stigahæst í opnum flokki úrvalsdeildanna en í kvennaflokki var það KRAFLA sem bar sigur úr býtum. Dusty vann alla þrjá leiki sína í opna flokkinum og endaði því með sex stig. Í öðru sæti varð liðið EX Icelandic Champs með fjögur stig, Dímon hafnaði í þriðja sæti með tvö stig og Charge E-Sports í fjórða og neðsta sæti án stiga. Dusty mætir því botnliði Charge E-Sports í undanúrslitum næstkomandi föstudag klukkan 18:00 og á sama tíma mætast Dímon og EX Icelandic Champs í hinni undanúrslitaviðureigninni. Í kvennaflokki vann KRAFLA riðilinn með fullt hús stiga, GORLS hafnaði í öðru sæti með fjögur stig, BroFlakez í því þriðja með tvö stig og Pink Express rak lestina án stiga. Undanúrslitin í kvennaflokki verða einnig leikin klukkan 18:00 á föstudaginn, en þar mætast KRAFLA og Pink Express annars vegar og GORLS og BroFlakez hins vegar. Úrslitin sjálf fara svo fram á laugardaginn og verður hægt á fylgjast með þeim frá klukkan 18:00 í beinni útsendingu á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Fram | Langþráður titill í húfi Handbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti