Lewandowski fyrstur til að skora þrennu fyrir þrjú félög í Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 07:30 Robert Lewandowski elskar að skora mörk. EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Robert Lewandowski er heldur betur að njóta lífsins í Katalóníu um þessar mundir en Barcelona festi kaup á þessum magnaðamarkahrók fyrr í sumar. Hann hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu með því að hlaða í þrennu í 5-1 sigri Börsunga. Barcelona gat vart hugsað sér betri andstæðing til að byrja gegn heldur en Viktoria Plzeň þar sem stórlið Inter Milan og Bayern München eru einnig með þeim í riðli. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir en miðjumaðurinn Franck Kessié skoraði strax á 13. mínútu. Eftir það var komið að hinum 34 ára gamla Lewandowski en hann hefur verið í fínu formi undanfarið og til að mynda skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Gegn Plzeň skoraði hann eftir rúman hálftíma, í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna um miðbik síðari hálfleiks. Með því varð Lewandowski fyrsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora þrennu fyrir þrjú félög í deild þeirrar bestu. Fyrsta þrennan hans – sem var í raun ferna – kom í ótrúlegum 4-1 sigri Borussia Dortmund á Real Madríd vorið 2013. Á tíma sínum hjá Bayern skoraði hann samtals fjórar þrennur, þar af eina fernu. Það tók hann svo aðeins einn leik með Barcelona til að afreka það að skora þrennu og skrá sig þar með í sögubækurnar. 3 - Robert Lewandowski is the first player to score a UEFA Champions League hat trick for three different teams (one for Borussia Dortmund, four for Bayern Munich, one for Barcelona). Collection. pic.twitter.com/UkwcqhRhr6— OptaJoe (@OptaJoe) September 7, 2022 Lewandowski er svo sannarlega markaskorari af guðsnáð en í 107 leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 89 mörk ásamt því að leggja upp önnur 25 til viðbótar. Það skyldi engan undra ef hann bryti 100 marka múrinn fyrr heldur en seinna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Barcelona gat vart hugsað sér betri andstæðing til að byrja gegn heldur en Viktoria Plzeň þar sem stórlið Inter Milan og Bayern München eru einnig með þeim í riðli. Heimamenn voru ekki lengi að komast yfir en miðjumaðurinn Franck Kessié skoraði strax á 13. mínútu. Eftir það var komið að hinum 34 ára gamla Lewandowski en hann hefur verið í fínu formi undanfarið og til að mynda skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni. Gegn Plzeň skoraði hann eftir rúman hálftíma, í uppbótartíma fyrri hálfleiks og fullkomnaði svo þrennuna um miðbik síðari hálfleiks. Með því varð Lewandowski fyrsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora þrennu fyrir þrjú félög í deild þeirrar bestu. Fyrsta þrennan hans – sem var í raun ferna – kom í ótrúlegum 4-1 sigri Borussia Dortmund á Real Madríd vorið 2013. Á tíma sínum hjá Bayern skoraði hann samtals fjórar þrennur, þar af eina fernu. Það tók hann svo aðeins einn leik með Barcelona til að afreka það að skora þrennu og skrá sig þar með í sögubækurnar. 3 - Robert Lewandowski is the first player to score a UEFA Champions League hat trick for three different teams (one for Borussia Dortmund, four for Bayern Munich, one for Barcelona). Collection. pic.twitter.com/UkwcqhRhr6— OptaJoe (@OptaJoe) September 7, 2022 Lewandowski er svo sannarlega markaskorari af guðsnáð en í 107 leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur hann skorað 89 mörk ásamt því að leggja upp önnur 25 til viðbótar. Það skyldi engan undra ef hann bryti 100 marka múrinn fyrr heldur en seinna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira