Segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara til að breyta landslaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2022 08:31 Phi Neville vonast til að geta gefið fleiri kvenkyns þjálfurum tækifæri. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Phil Neville, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Englands, þjálfar Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í dag. Hann segir að það þurfi aðeins einn kvenkyns þjálfara í deildina til að opna dyrnar fyrir enn fleiri. Frá 2018 til 2021 þjálfaði Neville enska landsliðið og fór til að mynda með það í undanúrslit á HM 2019. Á meðan hann starfaði þar tók Neville eftir hversu mikil aukning hefur orðið á kvenkyns þjálfurum í íþróttinni. Hann fór yfir stöðu í hlaðvarpsþætti nýverið. „Þegar ég þjálfaði kvennalandsliðið var ég með kvenkyns þjálfara í kringum mig. Það sem ég myndi segja að væri stærsti munurinn á milli karl- og kvenkyns þjálfara er sjálfstraust og trú á eigin getu. Mér leið alltaf eins og þær töldu sig ekki vera nægilega góðar. Ég held að eftir tvö til þrjú ár verði meira sjálfstraust og meiri trú þar sem það verða fleiri tækifæri.“ „Þegar þú sérð tækifæri þá eykst sjálfstraustið og ég held að það sé það sem við erum að sjá í öllum krókum og kimum fótboltans í dag. Innan vallar sem utan.“ Neville hrósaði líkamlegu ástandi leikmanna Inter Miami en hann segir það allt Dawn Scott að þakka. Hún hafði unnið sama starf fyrir bandaríska kvennalandsliðið og vinnur með landsliðum Englands samhliða því að vinna með Neville hjá Inter. Þá nefndi hann Casey Stoney sem þjálfar í dag San Diego Wave í NWSL deildinni en Neville telur hana meira en færa um að þjálfa í MLS deildinni. „Ég myndi segja að það taki bara eina til að það verði snjóboltaáhrif. Ég vonast til að geta gefi slík tækifæri og að ég hafi þor og dug til að gera það,“ sagði Neville að endingu. Inter Miami er sem stendur í 9. sæti Austurhluta MLS deildarinnar með 36 stig að loknum 28 leikjum. Liðið er þremur stigum á eftir FC Cincinnati sem situr í 7. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Frá 2018 til 2021 þjálfaði Neville enska landsliðið og fór til að mynda með það í undanúrslit á HM 2019. Á meðan hann starfaði þar tók Neville eftir hversu mikil aukning hefur orðið á kvenkyns þjálfurum í íþróttinni. Hann fór yfir stöðu í hlaðvarpsþætti nýverið. „Þegar ég þjálfaði kvennalandsliðið var ég með kvenkyns þjálfara í kringum mig. Það sem ég myndi segja að væri stærsti munurinn á milli karl- og kvenkyns þjálfara er sjálfstraust og trú á eigin getu. Mér leið alltaf eins og þær töldu sig ekki vera nægilega góðar. Ég held að eftir tvö til þrjú ár verði meira sjálfstraust og meiri trú þar sem það verða fleiri tækifæri.“ „Þegar þú sérð tækifæri þá eykst sjálfstraustið og ég held að það sé það sem við erum að sjá í öllum krókum og kimum fótboltans í dag. Innan vallar sem utan.“ Neville hrósaði líkamlegu ástandi leikmanna Inter Miami en hann segir það allt Dawn Scott að þakka. Hún hafði unnið sama starf fyrir bandaríska kvennalandsliðið og vinnur með landsliðum Englands samhliða því að vinna með Neville hjá Inter. Þá nefndi hann Casey Stoney sem þjálfar í dag San Diego Wave í NWSL deildinni en Neville telur hana meira en færa um að þjálfa í MLS deildinni. „Ég myndi segja að það taki bara eina til að það verði snjóboltaáhrif. Ég vonast til að geta gefi slík tækifæri og að ég hafi þor og dug til að gera það,“ sagði Neville að endingu. Inter Miami er sem stendur í 9. sæti Austurhluta MLS deildarinnar með 36 stig að loknum 28 leikjum. Liðið er þremur stigum á eftir FC Cincinnati sem situr í 7. sætinu en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira