Besta lyfið við slitgigt Gunnar Viktorsson skrifar 8. september 2022 14:00 Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. Nákvæmar orsakir slitgigtar eru óþekktar en þekktir þættir sem auka líkurnar á slitgigt eru meðal annars: ofþyngd eða offita, fyrri saga um áverka, aðgerð eða ofnotkun á liðum. Einnig er slitgigt algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og algengari meðal kvenna en karla. Hvað er slitgigt? Slitgigt er sjúkdómur, við skulum hafa það á hreinu. Það er alrangt að líta þannig á að um sé að ræða eðlilegt slit eins og þegar vélar og verkfæri slitna við notkun. Slitgigt er ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur hækkandi aldurs, við fáum ekki öll slitgigt með aldrinum. Sjúkdómurinn slitgigt stafar af ójafnvægi milli uppbyggingar og niðurbrots liðbrjósks sem leiðir svo til skertrar starfsgetu liðarins. Þetta getur byrjað með smávægilegum áverka. Í upphafi hefur líkaminn tök á að gera við skemmdir á liðbrjóskinu. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist getur líkaminn ekki haldið í við skemmdirnar og brjósk fer að þynnast, beinnabbar myndast og bólga kemur í liðinn. Einkennin sem geta fylgt eru verkur, skerðing á færni, minni vöðvakraftur og stífni í liðnum. Þetta allt leiðir svo af sér minnkuð lífsgæði. Góðu fréttirnar Það er mjög misjafnt hvernig slitgigt þróast hjá fólki. Einungis þriðjungi versnar með tímanum og margir upplifa framfarir hvað varðar verki og færniskerðingu. Margs konar meðferð er í boði. Ýmsar aðgerðir eins og t.d. liðskiptaaðgerðir koma til greina en rannsóknir sýna þó að einungis um 10% allra með slitgigt verða það slæmir að þörf er á skurðaðgerð. Lyfjameðferð og stoðtæki geta í mörgum tilvikum hjálpað. Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er samt þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu og á þyngdarstjórnun. Þyngdartap getur minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér slitgigt og minnkað einkenni hjá fólki sem þegar er með slitgigt. Hreyfing og þjálfun eru samt í fyrsta sæti þegar kemur að vali á meðferð og forvörnum við slitgigt. Þjálfun hentar öllum sem eru með slitgigt því hægt er aðlaga hana að þörfum einstaklingsins til að tryggja að hún sé bæði örugg og áhrifarík. Í því eru sjúkraþjálfarar sérfræðingar. Sjúkraþjálfari getur hjálpað þér að búa til réttu æfingaáætlunina fyrir þig sem eykur vöðvastyrk, dregur úr stífni í liðum, viðheldur eðlilegu hreyfimynstri og eykur virkni og færni í daglegu lífi. Þjálfun minnkar verki, eykur líkamlega færni, bætir vöðvastyrk og dregur úr stífni. Þjálfun hefur sem sagt jákvæð áhrif á öll einkenni slitgigtar og virkar bæði sem forvörn og meðferð. Auðvitað hefur þjálfun líka aukaverkanir eins og; bætt jafnvægi aukna orku, aukið þol og bætt skap og svefn. Svo maður tali nú ekki um góð áhrif á blóðþrýsting og blóðsykur. Ekki amalegar aukaverkanir það. Í dag 8. september er alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. Nákvæmar orsakir slitgigtar eru óþekktar en þekktir þættir sem auka líkurnar á slitgigt eru meðal annars: ofþyngd eða offita, fyrri saga um áverka, aðgerð eða ofnotkun á liðum. Einnig er slitgigt algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og algengari meðal kvenna en karla. Hvað er slitgigt? Slitgigt er sjúkdómur, við skulum hafa það á hreinu. Það er alrangt að líta þannig á að um sé að ræða eðlilegt slit eins og þegar vélar og verkfæri slitna við notkun. Slitgigt er ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur hækkandi aldurs, við fáum ekki öll slitgigt með aldrinum. Sjúkdómurinn slitgigt stafar af ójafnvægi milli uppbyggingar og niðurbrots liðbrjósks sem leiðir svo til skertrar starfsgetu liðarins. Þetta getur byrjað með smávægilegum áverka. Í upphafi hefur líkaminn tök á að gera við skemmdir á liðbrjóskinu. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist getur líkaminn ekki haldið í við skemmdirnar og brjósk fer að þynnast, beinnabbar myndast og bólga kemur í liðinn. Einkennin sem geta fylgt eru verkur, skerðing á færni, minni vöðvakraftur og stífni í liðnum. Þetta allt leiðir svo af sér minnkuð lífsgæði. Góðu fréttirnar Það er mjög misjafnt hvernig slitgigt þróast hjá fólki. Einungis þriðjungi versnar með tímanum og margir upplifa framfarir hvað varðar verki og færniskerðingu. Margs konar meðferð er í boði. Ýmsar aðgerðir eins og t.d. liðskiptaaðgerðir koma til greina en rannsóknir sýna þó að einungis um 10% allra með slitgigt verða það slæmir að þörf er á skurðaðgerð. Lyfjameðferð og stoðtæki geta í mörgum tilvikum hjálpað. Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er samt þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu og á þyngdarstjórnun. Þyngdartap getur minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér slitgigt og minnkað einkenni hjá fólki sem þegar er með slitgigt. Hreyfing og þjálfun eru samt í fyrsta sæti þegar kemur að vali á meðferð og forvörnum við slitgigt. Þjálfun hentar öllum sem eru með slitgigt því hægt er aðlaga hana að þörfum einstaklingsins til að tryggja að hún sé bæði örugg og áhrifarík. Í því eru sjúkraþjálfarar sérfræðingar. Sjúkraþjálfari getur hjálpað þér að búa til réttu æfingaáætlunina fyrir þig sem eykur vöðvastyrk, dregur úr stífni í liðum, viðheldur eðlilegu hreyfimynstri og eykur virkni og færni í daglegu lífi. Þjálfun minnkar verki, eykur líkamlega færni, bætir vöðvastyrk og dregur úr stífni. Þjálfun hefur sem sagt jákvæð áhrif á öll einkenni slitgigtar og virkar bæði sem forvörn og meðferð. Auðvitað hefur þjálfun líka aukaverkanir eins og; bætt jafnvægi aukna orku, aukið þol og bætt skap og svefn. Svo maður tali nú ekki um góð áhrif á blóðþrýsting og blóðsykur. Ekki amalegar aukaverkanir það. Í dag 8. september er alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar