Besta lyfið við slitgigt Gunnar Viktorsson skrifar 8. september 2022 14:00 Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. Nákvæmar orsakir slitgigtar eru óþekktar en þekktir þættir sem auka líkurnar á slitgigt eru meðal annars: ofþyngd eða offita, fyrri saga um áverka, aðgerð eða ofnotkun á liðum. Einnig er slitgigt algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og algengari meðal kvenna en karla. Hvað er slitgigt? Slitgigt er sjúkdómur, við skulum hafa það á hreinu. Það er alrangt að líta þannig á að um sé að ræða eðlilegt slit eins og þegar vélar og verkfæri slitna við notkun. Slitgigt er ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur hækkandi aldurs, við fáum ekki öll slitgigt með aldrinum. Sjúkdómurinn slitgigt stafar af ójafnvægi milli uppbyggingar og niðurbrots liðbrjósks sem leiðir svo til skertrar starfsgetu liðarins. Þetta getur byrjað með smávægilegum áverka. Í upphafi hefur líkaminn tök á að gera við skemmdir á liðbrjóskinu. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist getur líkaminn ekki haldið í við skemmdirnar og brjósk fer að þynnast, beinnabbar myndast og bólga kemur í liðinn. Einkennin sem geta fylgt eru verkur, skerðing á færni, minni vöðvakraftur og stífni í liðnum. Þetta allt leiðir svo af sér minnkuð lífsgæði. Góðu fréttirnar Það er mjög misjafnt hvernig slitgigt þróast hjá fólki. Einungis þriðjungi versnar með tímanum og margir upplifa framfarir hvað varðar verki og færniskerðingu. Margs konar meðferð er í boði. Ýmsar aðgerðir eins og t.d. liðskiptaaðgerðir koma til greina en rannsóknir sýna þó að einungis um 10% allra með slitgigt verða það slæmir að þörf er á skurðaðgerð. Lyfjameðferð og stoðtæki geta í mörgum tilvikum hjálpað. Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er samt þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu og á þyngdarstjórnun. Þyngdartap getur minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér slitgigt og minnkað einkenni hjá fólki sem þegar er með slitgigt. Hreyfing og þjálfun eru samt í fyrsta sæti þegar kemur að vali á meðferð og forvörnum við slitgigt. Þjálfun hentar öllum sem eru með slitgigt því hægt er aðlaga hana að þörfum einstaklingsins til að tryggja að hún sé bæði örugg og áhrifarík. Í því eru sjúkraþjálfarar sérfræðingar. Sjúkraþjálfari getur hjálpað þér að búa til réttu æfingaáætlunina fyrir þig sem eykur vöðvastyrk, dregur úr stífni í liðum, viðheldur eðlilegu hreyfimynstri og eykur virkni og færni í daglegu lífi. Þjálfun minnkar verki, eykur líkamlega færni, bætir vöðvastyrk og dregur úr stífni. Þjálfun hefur sem sagt jákvæð áhrif á öll einkenni slitgigtar og virkar bæði sem forvörn og meðferð. Auðvitað hefur þjálfun líka aukaverkanir eins og; bætt jafnvægi aukna orku, aukið þol og bætt skap og svefn. Svo maður tali nú ekki um góð áhrif á blóðþrýsting og blóðsykur. Ekki amalegar aukaverkanir það. Í dag 8. september er alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Slitgigt er algengasti sjúkdómurinn sem leggst á liði og er algengasta orsök minnkaðrar hreyfigetu hjá eldra fólki. Þó að tíðni slitgigtar aukist með hækkandi aldri kemur hún ósjaldan fyrir hjá fólki strax á þrítugs- og fertugsaldri. Slitgigt getur komið fyrir víða í líkamanum en leggst oftast á hné, mjaðmir og hendur. Þetta er alþjóðlegt vandamál, 520 milljónir manna um allan heim hafa slitgigt. Slitgigt er ekki nýr sjúkdómur en vaxandi. Á árunum 1990 til 2019 varð 48% aukning á fjölda fólks um allan heim sem þjáist af slitgigt. Nákvæmar orsakir slitgigtar eru óþekktar en þekktir þættir sem auka líkurnar á slitgigt eru meðal annars: ofþyngd eða offita, fyrri saga um áverka, aðgerð eða ofnotkun á liðum. Einnig er slitgigt algengari í sumum fjölskyldum en öðrum og algengari meðal kvenna en karla. Hvað er slitgigt? Slitgigt er sjúkdómur, við skulum hafa það á hreinu. Það er alrangt að líta þannig á að um sé að ræða eðlilegt slit eins og þegar vélar og verkfæri slitna við notkun. Slitgigt er ekki óhjákvæmilegur fylgifiskur hækkandi aldurs, við fáum ekki öll slitgigt með aldrinum. Sjúkdómurinn slitgigt stafar af ójafnvægi milli uppbyggingar og niðurbrots liðbrjósks sem leiðir svo til skertrar starfsgetu liðarins. Þetta getur byrjað með smávægilegum áverka. Í upphafi hefur líkaminn tök á að gera við skemmdir á liðbrjóskinu. Eftir því sem sjúkdómurinn ágerist getur líkaminn ekki haldið í við skemmdirnar og brjósk fer að þynnast, beinnabbar myndast og bólga kemur í liðinn. Einkennin sem geta fylgt eru verkur, skerðing á færni, minni vöðvakraftur og stífni í liðnum. Þetta allt leiðir svo af sér minnkuð lífsgæði. Góðu fréttirnar Það er mjög misjafnt hvernig slitgigt þróast hjá fólki. Einungis þriðjungi versnar með tímanum og margir upplifa framfarir hvað varðar verki og færniskerðingu. Margs konar meðferð er í boði. Ýmsar aðgerðir eins og t.d. liðskiptaaðgerðir koma til greina en rannsóknir sýna þó að einungis um 10% allra með slitgigt verða það slæmir að þörf er á skurðaðgerð. Lyfjameðferð og stoðtæki geta í mörgum tilvikum hjálpað. Grunnmeðferð við slitgigt, sú sem allir slitgigtarsjúklingar hafa gagn af og öllum á að standa til boða er samt þjálfun, aðstoð við að létta sig (ef þörf er á) og fræðsla. Fræðsla hefur jákvæð áhrif á verki, virkni, hreyfingu og á þyngdarstjórnun. Þyngdartap getur minnkað líkurnar á að fólk þrói með sér slitgigt og minnkað einkenni hjá fólki sem þegar er með slitgigt. Hreyfing og þjálfun eru samt í fyrsta sæti þegar kemur að vali á meðferð og forvörnum við slitgigt. Þjálfun hentar öllum sem eru með slitgigt því hægt er aðlaga hana að þörfum einstaklingsins til að tryggja að hún sé bæði örugg og áhrifarík. Í því eru sjúkraþjálfarar sérfræðingar. Sjúkraþjálfari getur hjálpað þér að búa til réttu æfingaáætlunina fyrir þig sem eykur vöðvastyrk, dregur úr stífni í liðum, viðheldur eðlilegu hreyfimynstri og eykur virkni og færni í daglegu lífi. Þjálfun minnkar verki, eykur líkamlega færni, bætir vöðvastyrk og dregur úr stífni. Þjálfun hefur sem sagt jákvæð áhrif á öll einkenni slitgigtar og virkar bæði sem forvörn og meðferð. Auðvitað hefur þjálfun líka aukaverkanir eins og; bætt jafnvægi aukna orku, aukið þol og bætt skap og svefn. Svo maður tali nú ekki um góð áhrif á blóðþrýsting og blóðsykur. Ekki amalegar aukaverkanir það. Í dag 8. september er alþjóðadagur Sjúkraþjálfunar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun