Samkvæmt frétt slúðurmiðilsins Daily Mail voru Karl og Anna þegar í Skotlandi þegar fréttir um veikindi hennar bárust og voru því fljót að koma sér til hennar.
Elísabet lést tæpum fimm klukkustundum eftir að Buckingham tilkynnti að Elísabet væri undir sérstöku eftirliti lækna vegna veikinda. Enn er óvitað hvenær nákvæmlega Elísabet lést en tilkynning um andlát hennar barst formlega frá konungshöllinni klukkan 18:30 að staðartíma, eða klukkan 17:30 að íslenskum tíma.
Breskir fréttamiðlar greindu frá því í gær að Hinrik Bretaprins hafi náð að kveðja ömmu sína en svo reyndist ekki rétt. Hann var á leiðinni til Balmoral þegar fréttirnar bárust. Þegar hann kom voru börn Elísabetar, þau Karl, Anna, Andés og Játvarður, og bróðir Hinriks hann Vilhjálmur þegar í Balmoral.