Fyrirtækjalán bólgnuðu út vegna misræmis í gögnum Seðlabankans
Seðlabanki Íslands hefur tekið nýjustu tölur um fjármálareikninga fjármálafyrirtækja úr birtingu vegna misræmis sem leiddi til þess að útlán fjármálakerfisins til fyrirtækja voru verulega ofmetin. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Seðlabankans.