Eðlilegra að hafa embættið þar sem mannfjöldinn er mestur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 13:07 Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það koma á óvart að ákveðið hafi verið að sameinað embætti sýslumanns Íslands verði á Húsvík. Eðlilegra sé að hafa embættið þar sem mesti mannfjöldinn er. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. Frá þessu greinir Morgunblaðið í morgun, en ákvörðun ráðherrans er sögð byggja ekki síst á greiningu Byggðarstofnunar. Jón hyggst leggja fram nýtt frumvarp um sameininguna í haust, en samkvæmt því verða sýslumannsembættin níu sameinuð í eitt. Níu skrifstofur eigi þó áfram að verða starfræktar, svokallaðir „sýslumenn í héraði“. Þá kemur fram að skrifstofurnar séu í heild 24 og sagði Jón síðasta vor að með frumvarpinu sé verið að festa þær skrifstofur í lög. Ætli einhver sér að loka einhverri skrifstofunni þá þurfi það að fara í gegnum þingið. Ekki heppilegt Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, telur staðarvalið ekki vera heppilegt. „Það kemur á óvart að staðarval ráðherra skuli vera Húsavík. Það er rétt að benda á að rúmlega 65 prósent landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er langstærsta embættið með tæplega helming af starfsfólki embættanna.“ 32 umsagnir Drög að frumvarpinu hafa legið fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda um tíma og hafa 32 umsagnir borist um það. Sýslumannafélag Íslands sendi inn umsögn í sumar. „Þar kom fram að við teldum þetta frumvarp of snemma framkomið. Embættin eru rétt að ná vopnum sínum eftir aðskilnað frá lögreglunni 2015. Svo segir Byggðastofnun í sinni umsögn þar að þeir telji að áform í byggðaáætlun verði ekki náð með þessu frumvarpi,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. Frá þessu greinir Morgunblaðið í morgun, en ákvörðun ráðherrans er sögð byggja ekki síst á greiningu Byggðarstofnunar. Jón hyggst leggja fram nýtt frumvarp um sameininguna í haust, en samkvæmt því verða sýslumannsembættin níu sameinuð í eitt. Níu skrifstofur eigi þó áfram að verða starfræktar, svokallaðir „sýslumenn í héraði“. Þá kemur fram að skrifstofurnar séu í heild 24 og sagði Jón síðasta vor að með frumvarpinu sé verið að festa þær skrifstofur í lög. Ætli einhver sér að loka einhverri skrifstofunni þá þurfi það að fara í gegnum þingið. Ekki heppilegt Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, telur staðarvalið ekki vera heppilegt. „Það kemur á óvart að staðarval ráðherra skuli vera Húsavík. Það er rétt að benda á að rúmlega 65 prósent landsmanna býr á höfuðborgarsvæðinu og sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu er langstærsta embættið með tæplega helming af starfsfólki embættanna.“ 32 umsagnir Drög að frumvarpinu hafa legið fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda um tíma og hafa 32 umsagnir borist um það. Sýslumannafélag Íslands sendi inn umsögn í sumar. „Þar kom fram að við teldum þetta frumvarp of snemma framkomið. Embættin eru rétt að ná vopnum sínum eftir aðskilnað frá lögreglunni 2015. Svo segir Byggðastofnun í sinni umsögn þar að þeir telji að áform í byggðaáætlun verði ekki náð með þessu frumvarpi,“ sagði Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu.
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurþing Tengdar fréttir Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsettur á Húsavík, þegar öll sýslumannasembætti landsins hafa verið sameinuð undir eina stjórn. 9. september 2022 07:10