Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2022 10:01 Til marks um blóðtökuna sem KA/Þór hefur orðið fyrir er helmingur leikmannanna á myndinni farinn frá félaginu. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og annað árið í röð fari liðið því niður um tvö sæti. Ekkert lið í Olís-deildum karla og kvenna hefur orðið fyrir meiri missi en KA/Þór í sumar. Af þeim tíu leikmönnum sem spiluðu mest á síðasta tímabili eru fimm farnir. Og engar smá kanónur; Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir. Lítið hefur komið inn í staðinn og viðskiptahallinn á félagaskiptamarkaðnum er KA/Þór ekki í hag. Þá bætir ekki úr skák að Matea Lonac, aðalmarkvörður KA/Þórs undanfarin ár, missti mikið út á síðasta tímabili. En KA/Þór er með bestu handboltakonu sem Ísland hefur átt, Rut Jónsdóttur, og með hana er alltaf von. Aðeins tvær bækur Biblíunnar eru kenndar við konur og önnur þeirra er Rut. Og Rut þarf helst að eiga yfirnáttúrulegt tímabil til að KA/Þór haldi stöðu sinni, þó ekki væri nema í efri hluta deildarinnar. KA/Þór hefur stimplað sig rækilega inn í íslenskan kvennahandbolta undanfarin ár og varð sem kunnugt er þrefaldur meistari 2020-21. En það hefur heldur betur kvarnast úr því liði og eins og staðan er núna stendur KA/Þór bestu liðum landsins frekar langt að baki. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Rut Jónsdóttir skoraði 98 mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og var næstmarkahæst í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Rut kom með látum inn í Olís-deildina tímabilið 2020-21 eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hún var besti leikmaður deildarinnar og leiddi KA/Þór til sigurs í öllum keppnum. Rut gaf svo sem ekki mikið eftir á síðasta tímabili og var áfram allt í öllu í sóknarleik Akureyringa sem veittu Frömmurum og Völsurum harða keppni um alla titlana. Rut hefur oft verið góð en hún má ekki vera minna en frábær í vetur til að KA/Þór haldi sjó og missi ekki stöðu sína sem eitt af bestu liðum landsins. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Hrafnhildur Irma Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Fjölni/Fylki í sumar. Liðið endaði í neðsta sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en Hrafnhildur heillaði Akureyringa sem fengu hana norður. Hrafnhildur, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, getur skorað og það verður gaman að sjá hana reyna sig gegn bestu leikmönnum landsins. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og annað árið í röð fari liðið því niður um tvö sæti. Ekkert lið í Olís-deildum karla og kvenna hefur orðið fyrir meiri missi en KA/Þór í sumar. Af þeim tíu leikmönnum sem spiluðu mest á síðasta tímabili eru fimm farnir. Og engar smá kanónur; Aldís Ásta Heimisdóttir, Martha Hermannsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir. Lítið hefur komið inn í staðinn og viðskiptahallinn á félagaskiptamarkaðnum er KA/Þór ekki í hag. Þá bætir ekki úr skák að Matea Lonac, aðalmarkvörður KA/Þórs undanfarin ár, missti mikið út á síðasta tímabili. En KA/Þór er með bestu handboltakonu sem Ísland hefur átt, Rut Jónsdóttur, og með hana er alltaf von. Aðeins tvær bækur Biblíunnar eru kenndar við konur og önnur þeirra er Rut. Og Rut þarf helst að eiga yfirnáttúrulegt tímabil til að KA/Þór haldi stöðu sinni, þó ekki væri nema í efri hluta deildarinnar. KA/Þór hefur stimplað sig rækilega inn í íslenskan kvennahandbolta undanfarin ár og varð sem kunnugt er þrefaldur meistari 2020-21. En það hefur heldur betur kvarnast úr því liði og eins og staðan er núna stendur KA/Þór bestu liðum landsins frekar langt að baki. Gengi KA/Þórs undanfarinn áratug 2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með Lykilmaðurinn Rut Jónsdóttir skoraði 98 mörk í Olís-deildinni á síðasta tímabili og var næstmarkahæst í liði KA/Þórs.vísir/hulda margrét Rut kom með látum inn í Olís-deildina tímabilið 2020-21 eftir þrettán ár í atvinnumennsku. Hún var besti leikmaður deildarinnar og leiddi KA/Þór til sigurs í öllum keppnum. Rut gaf svo sem ekki mikið eftir á síðasta tímabili og var áfram allt í öllu í sóknarleik Akureyringa sem veittu Frömmurum og Völsurum harða keppni um alla titlana. Rut hefur oft verið góð en hún má ekki vera minna en frábær í vetur til að KA/Þór haldi sjó og missi ekki stöðu sína sem eitt af bestu liðum landsins. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Hrafnhildur Irma Jónsdóttir kom til KA/Þórs frá Fjölni/Fylki í sumar. Liðið endaði í neðsta sæti Grill 66 deildarinnar á síðasta tímabili en Hrafnhildur heillaði Akureyringa sem fengu hana norður. Hrafnhildur, sem hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands, getur skorað og það verður gaman að sjá hana reyna sig gegn bestu leikmönnum landsins.
2021-22: 3. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+Íslandsmeistari 2019-20: 6. sæti+bikarúrslit 2018-19: 5. sæti 2017-18: B-deild (1. sæti) 2016-17: B-deild (2. sæti) 2015-16: 11. sæti 2014-15: 11. sæti 2013-14: 11. sæti 2012-13: Ekki með
Komnar: Hrafnhildur Irma Jónsdóttir frá Fjölni/Fylki Hildur Marín Andrésdóttir frá Fram Farnar: Rakel Sara Elvarsdóttir til Volda (Noregi) Aldís Ásta Heimisdóttir til Skara (Svíþjóð) Martha Hermannsdóttir hætt Ásdís Guðmundsdóttir til Skara (Svíþjóð) Sunna Guðrún Pétursdóttir til Amicitia Zürich (Sviss) Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Akureyri Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni