Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 9. september 2022 16:03 Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. Ég held að kröfurnar hafi yfirleitt ekki verið birtar í smáatriðum, þótt launakröfur hafi sums staðar komið fram. Launin eru vissulega mikilvæg, en ýmislegt fleira getur þó bætt hag launafólks, t.d. íslenskukunnátta sem ég hef ekki frétt til að minnst sé á í kröfum stéttarfélaga sem væri þó full ástæða til, í ljósi mikils fjölda erlends starfsfólks á vinnumarkaði. 53% félagsmanna í næststærsta stéttarfélaginu, Eflingu, eru nú þegar af erlendum uppruna og því er spáð að erlent starfsfólk verði orðið allt að helmingur vinnuaflsins fyrir miðja öldina. Það liggur fyrir að ef íslenska á að halda stöðu sinni sem aðaltungumál landsins við þessar aðstæður þarf að gera stórátak í að kenna þeim sem hingað koma málið. Þar þurfum við öll að leggjast á eitt – stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og fólkið sjálft. Íslenskukunnátta erlends starfsfólks er allra hagur. Atvinnurekendur fá starfsfólk sem getur sinnt fjölbreyttari störfum, fellur betur inn í samfélagið og er líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft verður sveigjanlegra og eykur möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið er úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan blómstrar. Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma. Atvinnurekendur bæru kostnaðinn af þeirri vinnuskerðingu sem af þessu hlytist, en stjórnvöld kæmu á móti með því að sjá til þess að mennta hæfa kennara, greiða fyrir vinnu þeirra og útvega góð kennslugögn. Miðað við nýlegar yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins verður að ætla að kröfum af þessu tagi yrði vel tekið – „við hljótum að senda út hvatningu til allra sem eru í aðstöðu til þess að styrkja íslenska tungu frekar en að veikja hana hægt og bítandi“ sagði framkvæmdastjóri Samtakanna nýlega í viðtali. Látum á þetta reyna! Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Kjaramál Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. Ég held að kröfurnar hafi yfirleitt ekki verið birtar í smáatriðum, þótt launakröfur hafi sums staðar komið fram. Launin eru vissulega mikilvæg, en ýmislegt fleira getur þó bætt hag launafólks, t.d. íslenskukunnátta sem ég hef ekki frétt til að minnst sé á í kröfum stéttarfélaga sem væri þó full ástæða til, í ljósi mikils fjölda erlends starfsfólks á vinnumarkaði. 53% félagsmanna í næststærsta stéttarfélaginu, Eflingu, eru nú þegar af erlendum uppruna og því er spáð að erlent starfsfólk verði orðið allt að helmingur vinnuaflsins fyrir miðja öldina. Það liggur fyrir að ef íslenska á að halda stöðu sinni sem aðaltungumál landsins við þessar aðstæður þarf að gera stórátak í að kenna þeim sem hingað koma málið. Þar þurfum við öll að leggjast á eitt – stjórnvöld, atvinnurekendur, verkalýðsfélög og fólkið sjálft. Íslenskukunnátta erlends starfsfólks er allra hagur. Atvinnurekendur fá starfsfólk sem getur sinnt fjölbreyttari störfum, fellur betur inn í samfélagið og er líklegt til að vera ánægðara. Fólkið sjálft verður sveigjanlegra og eykur möguleika sína á vinnumarkaði. Dregið er úr hættunni á því að fólk af erlendum uppruna einangrist í samfélaginu, með öllum þeim erfiðleikum og hættum sem því geta fylgt, bæði fyrir fólkið sjálft og samfélagið. Og íslenskan blómstrar. Þess vegna væri upplagt að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum samningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á vandaðri íslenskukennslu í vinnutíma. Atvinnurekendur bæru kostnaðinn af þeirri vinnuskerðingu sem af þessu hlytist, en stjórnvöld kæmu á móti með því að sjá til þess að mennta hæfa kennara, greiða fyrir vinnu þeirra og útvega góð kennslugögn. Miðað við nýlegar yfirlýsingar Samtaka atvinnulífsins verður að ætla að kröfum af þessu tagi yrði vel tekið – „við hljótum að senda út hvatningu til allra sem eru í aðstöðu til þess að styrkja íslenska tungu frekar en að veikja hana hægt og bítandi“ sagði framkvæmdastjóri Samtakanna nýlega í viðtali. Látum á þetta reyna! Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun