Á götunni eftir altjón í bruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2022 20:30 Erla Kristjánsdóttir missti allt sitt þegar félagsleg íbúð sem hún hefur leigt af Hafnarfjarðarbæ brann til kaldra kola. Hún gagnrýnir úrræðaleysi sveitarfélagsins í málinu en hún hafi ekki fengið neina aðstoð þaðan. Sárasti missirinn sé þó af kisunni Óliver sem hún telur að hefði mátt bjarga. Vísir/Sigurjón Erla Kristjánsdóttir hafði búið í félagslegri íbúð á vegum Hafnarfjarðarbæjar í þrjú ár þegar eldur kom upp í henni fyrir hálfum mánuði. „Ég skrapp frá í smá tíma og þegar ég kom til baka var allt brunnið. Það hafði kviknað í út frá rafmagnshlaupahjóli og það brann allt, ég missti allt í þessu,“segir Erla. Þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn Erla er ekki með innnbústryggingu þannig að persónulegt tjón er gríðarlegt. Hún leitaði eftir aðstoð með að komast inn í annað húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og segir að sér hafi verið bent á að leigja herbergi á gistiheimili. „Ég hafði samband við velferðarþjónustu bæjarins og var tjáð þar að ég gæti bara leitað á gistiheimili. Þetta var á föstudegi stuttu fyrir mánaðarmót og ég átti ekki pening fyrir því. Ég lét vita af því og starfsmaðurinn sagði þá við mig þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn. Það reddaðist ekkert því það kostar að minnsta kosti þrjátíu þúsund að fara á gistiheimili og ég átti ekki fyrir því og á ekki fyrir því heldur núna. Ég missti allt og allur peningurinn fer bara í að kaupa mér brýnustu nauðsynjar eins og fatnað og annað af þeim toga,“ segir Erla sem starfar á sambýli. Aðkoman eftir brunann var hrikaleg.Vísir Erla fékk tímabundið inni hjá systur sinni sem býr í lítilli íbúð ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur leitað að leiguíbúð síðan bruninn varð en ekki fengið neina á viðráðanlegu verði. Hún er ekki vongóð um að fá félagslega íbúð í bráð því hún hafi fengið þau svör að það taki mánuði að fá aftur slíka íbúð hjá Hafnarfjarðarbæ. „Kisan gæti enn verið á lífi“ Erla segir að lögreglan hafi leyft sér að fara inn í íbúðina sama dag og eldsvoðinn varð en hún hafði miklar áhyggjur af kettinum sínum. Hann fannst ekki þá en hún segist hafa óskað eftir að fá að kíkja eftir honum dagana á eftir en verið neitað. Henni tókst loks eftir nokkra daga að fá leyfi til að fara inn í íbúðina til að taka saman dótið sitt og fann þá köttinn sinn dauðan í einu herberginu. Kötturinn Oliver hefur að öllum líkindum komið inn í íbúðina eftir brunann og dáið úr reykeitrun.Vísir „Ég bað um að fá að fara inn í íbúðina dagana á eftir bara til að tryggja að kötturinn væri ekki þarna inni en ég sá förin eftir loppurnar hans á gluggakörmum fyrir utan. Löggan neitaði alltaf. Loks þegar ég komst svo inn eftir nokkra daga fannst kötturinn í einu herberginu, dáinn. Bara ef þeir hefðu leyft mér að labba einn hring dagana á eftir brunann, þá gæti kisan enn verið á lífi,“ segir Erla hrygg í bragði. Loppuför eftir Oliver sem hefur greinilega farið inn í íbúðina eftir að eldurinn kom upp.Vísir Engin vill geyma brunadót Erla segist hafa fengið tvo daga til að taka saman dót úr íbúðinni en komi því ekki í neina geymslu. „Ég geymi dótið í skotti á bíl, þetta er líklega allt ónýtt en mig langar samt að athuga hvort ég geti notað eitthvað af þessu. Það vill engin geymsla taka við þessu þar sem þetta kemur úr bruna,“ segir hún Erla segir þetta mikið áfall. „Þetta er bara hræðilegt ég missti allt og fæ hvergi íbúð,“ segir hún. Aðstandendur Erlu benda á að hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á söfnunarreikning hennar: Reikningsnúmer: 0317–13-001303 Kennitala: 130387-3229 Slökkvilið Hafnarfjörður Kettir Lögreglan Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Erla Kristjánsdóttir hafði búið í félagslegri íbúð á vegum Hafnarfjarðarbæjar í þrjú ár þegar eldur kom upp í henni fyrir hálfum mánuði. „Ég skrapp frá í smá tíma og þegar ég kom til baka var allt brunnið. Það hafði kviknað í út frá rafmagnshlaupahjóli og það brann allt, ég missti allt í þessu,“segir Erla. Þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn Erla er ekki með innnbústryggingu þannig að persónulegt tjón er gríðarlegt. Hún leitaði eftir aðstoð með að komast inn í annað húsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og segir að sér hafi verið bent á að leigja herbergi á gistiheimili. „Ég hafði samband við velferðarþjónustu bæjarins og var tjáð þar að ég gæti bara leitað á gistiheimili. Þetta var á föstudegi stuttu fyrir mánaðarmót og ég átti ekki pening fyrir því. Ég lét vita af því og starfsmaðurinn sagði þá við mig þetta reddast, ég heyri í þér á mánudaginn. Það reddaðist ekkert því það kostar að minnsta kosti þrjátíu þúsund að fara á gistiheimili og ég átti ekki fyrir því og á ekki fyrir því heldur núna. Ég missti allt og allur peningurinn fer bara í að kaupa mér brýnustu nauðsynjar eins og fatnað og annað af þeim toga,“ segir Erla sem starfar á sambýli. Aðkoman eftir brunann var hrikaleg.Vísir Erla fékk tímabundið inni hjá systur sinni sem býr í lítilli íbúð ásamt fjölskyldu sinni. Hún hefur leitað að leiguíbúð síðan bruninn varð en ekki fengið neina á viðráðanlegu verði. Hún er ekki vongóð um að fá félagslega íbúð í bráð því hún hafi fengið þau svör að það taki mánuði að fá aftur slíka íbúð hjá Hafnarfjarðarbæ. „Kisan gæti enn verið á lífi“ Erla segir að lögreglan hafi leyft sér að fara inn í íbúðina sama dag og eldsvoðinn varð en hún hafði miklar áhyggjur af kettinum sínum. Hann fannst ekki þá en hún segist hafa óskað eftir að fá að kíkja eftir honum dagana á eftir en verið neitað. Henni tókst loks eftir nokkra daga að fá leyfi til að fara inn í íbúðina til að taka saman dótið sitt og fann þá köttinn sinn dauðan í einu herberginu. Kötturinn Oliver hefur að öllum líkindum komið inn í íbúðina eftir brunann og dáið úr reykeitrun.Vísir „Ég bað um að fá að fara inn í íbúðina dagana á eftir bara til að tryggja að kötturinn væri ekki þarna inni en ég sá förin eftir loppurnar hans á gluggakörmum fyrir utan. Löggan neitaði alltaf. Loks þegar ég komst svo inn eftir nokkra daga fannst kötturinn í einu herberginu, dáinn. Bara ef þeir hefðu leyft mér að labba einn hring dagana á eftir brunann, þá gæti kisan enn verið á lífi,“ segir Erla hrygg í bragði. Loppuför eftir Oliver sem hefur greinilega farið inn í íbúðina eftir að eldurinn kom upp.Vísir Engin vill geyma brunadót Erla segist hafa fengið tvo daga til að taka saman dót úr íbúðinni en komi því ekki í neina geymslu. „Ég geymi dótið í skotti á bíl, þetta er líklega allt ónýtt en mig langar samt að athuga hvort ég geti notað eitthvað af þessu. Það vill engin geymsla taka við þessu þar sem þetta kemur úr bruna,“ segir hún Erla segir þetta mikið áfall. „Þetta er bara hræðilegt ég missti allt og fæ hvergi íbúð,“ segir hún. Aðstandendur Erlu benda á að hægt er að styrkja hana með því að leggja inn á söfnunarreikning hennar: Reikningsnúmer: 0317–13-001303 Kennitala: 130387-3229
Slökkvilið Hafnarfjörður Kettir Lögreglan Tengdar fréttir Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Fjölskylda missti heimili sitt í bruna í Reykjanesbæ Eldur kviknaði í þriggja hæða fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ um níuleytið í morgun. Íbúðin er stórskemmd en aðrar íbúðir í fjölbýlishúsinu sluppu án skemmda. 5. september 2022 13:47