Hefur náð mögnuðum tökum á málinu á skömmum tíma Snorri Másson skrifar 13. september 2022 09:01 „Ég hef lært íslensku í þrjú ár. Nú á dögum er ég að læra meira af því að ég er í vinnu í grunnskóla, þar sem ég hef verið að tala við krakkana allan tímann,“ segir hinn kínverski Yi Hu, sem rætt var við í Íslandi í dag í síðustu viku. Yi er nemi í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og í innslaginu hér að ofan má hlýða á magnaða frammistöðu hans á sviði tungumálsins, miðað við stutta dvöl og tungumálalegan bakgrunn í alls ólíkum tungumálum. Það er mikil breyting að skipta yfir í íslensku úr kínversku að sögn Yi Hu.Vísir/Bjarni Fleiri nemar láta til sín taka í innslaginu, meðal annars hinn þýski Max, sem féllst á að auðveldara væri fyrir Þjóðverja að læra málið en Kínverja; eins og Yi segir: Það eru ekki föll í kínversku og það er ekki greinir. Íslenska fyrir útlendinga hefur verið mjög til umræðu að undanförnu og raunar hefur sú umræða orðið ansi garð skeytt á köflum. Þar er helst deilt um hvort eðlilegt sé að krefjast íslenskukennslu í kjarasamningum, sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt að sé ekki efst á forgangslistanum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu um helgina að ljóst væri að íslensk stjórnvöld hefðu ekki gert nóg til að tryggja aðgengi útlendinga að tungumálakennslu. Mýta að þetta sé svona erfitt Marc Daníel Skipstað Volhardt íslenskukennari hópsins er jafnframt útlendingur sem hefur lært íslensku svo að vart heyrist að þar sé ekki innfæddur á ferð. Marc er danskur og segir það mýtu að erfiðara sé að læra íslensku en önnur mál. Marc Daníel Skipstað Volhardt kennir íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Íslenska er bara eins og önnur tungumál. Flestir læra bara mjög hratt og tala eiginlega reiprennandi eftir hálft eða heilt ár,“ segir Marc en þar ber að geta þess að þeir sem innritast í íslensku sem annað mál er fólk með nokkurn grunn í málinu. Marc mælir heils hugar með því að fólk sem hingað komi læri málið. „Hlustið á útvarp, takið þátt í samfélaginu, mann langar ekki að vera einn einhvers staðar einangraður,“ segir Marc. Íslensk fræði Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Er íslenska óvinsæl? Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. 7. september 2022 09:00 Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. 9. september 2022 16:03 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Yi er nemi í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands og í innslaginu hér að ofan má hlýða á magnaða frammistöðu hans á sviði tungumálsins, miðað við stutta dvöl og tungumálalegan bakgrunn í alls ólíkum tungumálum. Það er mikil breyting að skipta yfir í íslensku úr kínversku að sögn Yi Hu.Vísir/Bjarni Fleiri nemar láta til sín taka í innslaginu, meðal annars hinn þýski Max, sem féllst á að auðveldara væri fyrir Þjóðverja að læra málið en Kínverja; eins og Yi segir: Það eru ekki föll í kínversku og það er ekki greinir. Íslenska fyrir útlendinga hefur verið mjög til umræðu að undanförnu og raunar hefur sú umræða orðið ansi garð skeytt á köflum. Þar er helst deilt um hvort eðlilegt sé að krefjast íslenskukennslu í kjarasamningum, sem Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hefur sagt að sé ekki efst á forgangslistanum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu um helgina að ljóst væri að íslensk stjórnvöld hefðu ekki gert nóg til að tryggja aðgengi útlendinga að tungumálakennslu. Mýta að þetta sé svona erfitt Marc Daníel Skipstað Volhardt íslenskukennari hópsins er jafnframt útlendingur sem hefur lært íslensku svo að vart heyrist að þar sé ekki innfæddur á ferð. Marc er danskur og segir það mýtu að erfiðara sé að læra íslensku en önnur mál. Marc Daníel Skipstað Volhardt kennir íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands.Vísir/Bjarni „Íslenska er bara eins og önnur tungumál. Flestir læra bara mjög hratt og tala eiginlega reiprennandi eftir hálft eða heilt ár,“ segir Marc en þar ber að geta þess að þeir sem innritast í íslensku sem annað mál er fólk með nokkurn grunn í málinu. Marc mælir heils hugar með því að fólk sem hingað komi læri málið. „Hlustið á útvarp, takið þátt í samfélaginu, mann langar ekki að vera einn einhvers staðar einangraður,“ segir Marc.
Íslensk fræði Háskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Er íslenska óvinsæl? Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. 7. september 2022 09:00 Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. 9. september 2022 16:03 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Er íslenska óvinsæl? Seinustu áratugi hafa rannsóknir sýnt að íslenska sé orðin óvinsæl námsgrein á flestum skólastigum og í kjölfarið er spurt hvort óvinsældirnar nái til tungumálsins sjálfs. Ef til vill er það ansi stórt stökk í rökfærslunni í ljósi þess að íslenska er grundvallarþáttur í lífi allra íslenskra málhafa, svo ríkur þáttur að allt eins mætti spyrja hvort hendur okkar eða fætur séu óvinsælar. 7. september 2022 09:00
Íslenskukennslu á vinnutíma inn í kjarasamninga! Almennir kjarasamningar standa fyrir dyrum og mörg stéttarfélög hafa mótað kröfugerð sína til atvinnurekenda, bæði um launahækkanir og ýmiss konar réttarbætur. 9. september 2022 16:03
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22