„Alls ekki verið nóg gert“ Snorri Másson skrifar 10. september 2022 21:28 Forsætisráðherra segir alls ekki hafa verið gert nóg í að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga hér á landi. Stjórnvöld og atvinnulíf geti gert betur og fólk eigi að geta sótt íslenskunám á vinnutíma án hás kostnaðar. Prófessor emeritus vill að íslenskukennsla verði sett í kjarasamninga. Erlendu starfsfólki á Íslandi fjölgar stöðugt, þau gætu verið orðin helmingur vinnuaflsins hérna eftir 30 ár, en það er að margra mati alltof algengt að þau tileinki sér ekki tungumálið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein þeirra er slakt aðgengi að íslenskunámi. Lina Hallberg tannlæknir sagði nýlega við fréttastofu að það bráðvantaði betri bækur og fleiri námskeið. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hefur kallað eftir stórátaki og því að íslenskunám á vinnutíma verði hluti af kröfugerð verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðum. Forsætisráðherra segir ýmislegt hafa verið gert fyrir tungumálið, en ekki nóg á þessu sviði. „Það hefur hins vegar alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar geta bæði stjórnvöld en líka atvinnulífið allt gert betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Fólk á að geta lært íslensku á vinnutíma Katrín segir skipta gríðarlegu miklu hvernig staðið er að þessum málum - ekki síst að því þegar lagt er mat á það hvernig er raunverulega tekið á móti fólki hérna. „Ég held í öllu falli að við þurfum að stuðla að því að fólk geti sótt sér nám í íslensku, þannig að það geti gert það á vinnutíma, þannig að það þurfi ekki að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkt nám, og að við hugum að því að vinnustaðir séu íslenskuvænir,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Að undanförnu hefur einnig farið fjallað um notkun enskunnar á veitingastöðum og kaffihúsum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hvatti þar til þess að fyrirtæki reyndu að styrkja íslenska tungu frekar en veikja hana. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar gekk svo langt í viðtali við Ríkisútvarpið að kalla eftir því að heimild yrði gefin til að beita fyrirtæki sektum fyrir brot gegn tungumálinu. Spurð hvort hún sé sammála bróður sínum, segir Katrín: „Nú veit ég ekki hvað hann var nákvæmlega að tala um með sektarheimildir en ég held að ráðherra íslenskumála verði bara að skoða það með formanni málnefndarinnar.“ Skóla - og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira
Erlendu starfsfólki á Íslandi fjölgar stöðugt, þau gætu verið orðin helmingur vinnuaflsins hérna eftir 30 ár, en það er að margra mati alltof algengt að þau tileinki sér ekki tungumálið. Það eru margar ástæður fyrir því, ein þeirra er slakt aðgengi að íslenskunámi. Lina Hallberg tannlæknir sagði nýlega við fréttastofu að það bráðvantaði betri bækur og fleiri námskeið. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hefur kallað eftir stórátaki og því að íslenskunám á vinnutíma verði hluti af kröfugerð verkalýðsfélaganna í kjaraviðræðum. Forsætisráðherra segir ýmislegt hafa verið gert fyrir tungumálið, en ekki nóg á þessu sviði. „Það hefur hins vegar alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar geta bæði stjórnvöld en líka atvinnulífið allt gert betur,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Fjallað var ítarlega um stöðu íslenskukennslu fyrir útlendinga í Íslandi í dag nýverið og útlendingar teknir tali sem hafa lært málið: Fólk á að geta lært íslensku á vinnutíma Katrín segir skipta gríðarlegu miklu hvernig staðið er að þessum málum - ekki síst að því þegar lagt er mat á það hvernig er raunverulega tekið á móti fólki hérna. „Ég held í öllu falli að við þurfum að stuðla að því að fólk geti sótt sér nám í íslensku, þannig að það geti gert það á vinnutíma, þannig að það þurfi ekki að greiða háar fjárhæðir fyrir slíkt nám, og að við hugum að því að vinnustaðir séu íslenskuvænir,“ segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Að undanförnu hefur einnig farið fjallað um notkun enskunnar á veitingastöðum og kaffihúsum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hvatti þar til þess að fyrirtæki reyndu að styrkja íslenska tungu frekar en veikja hana. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar gekk svo langt í viðtali við Ríkisútvarpið að kalla eftir því að heimild yrði gefin til að beita fyrirtæki sektum fyrir brot gegn tungumálinu. Spurð hvort hún sé sammála bróður sínum, segir Katrín: „Nú veit ég ekki hvað hann var nákvæmlega að tala um með sektarheimildir en ég held að ráðherra íslenskumála verði bara að skoða það með formanni málnefndarinnar.“
Skóla - og menntamál Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Fleiri fréttir Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Sjá meira