Starfsemi hætt í stærsta kjarnorkuveri Evrópu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. september 2022 08:49 Rússneskir hermenn standa vörð við kjarnorkuverið. AP Slökkt hefur verið á kjarnaofnum í stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur haft verulegar áhyggjur undanfarið af öryggismálum í kjarnorkuverinu Zaporizhzhia, sem hefur verið á valdi Rússa um nokkurt skeið. Kjarnorkumálastofnun Úkraínu tilkynnti þetta í gærkvöldi en að sögn stofnunarinnar tókst henni að slökkva á rafafli sem hélt verinu gangandi klukkan 3:40 í fyrrinótt að úkraínskum tíma. Nú er verið að undirbúa að kæla ofnana. Yfirvöld í Kænugarði hvöttu íbúa á svæðinu í kring um kjarnorkuverið að yfirgefa heimili sín fyrir eigin öryggi. Mikil átök hafa geisað í kring um kjarnorkuverið og hafa bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld sakað hver önnur um að halda úti stórskotaárásum við kjarnorkuverið. Skemmst er að segja frá því að yrði kjarnorkuverið fyrir árás gæti það leitt til hræðilegs kjarnorkuslyss. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að kjarnorkuverið og svæðið þar í kring verði hlutlaust svæði og átök verði bönnuð af öryggisástæðum. Kjarnorkumálastofnun Úkraínu sagði í tilkynningunni í gær að henni hafi tekist að tengja kjarnorkuverið aftur við úkraínskt raforkukerfi, svo stofnunin gæti stjórnað því að nýju. Kjarnorkuverið hefur þegar orðið fyrir talsverðu hnjaski vegna árása í nágrenninu og er byggingin ekki sögð jafn örugg og hún ætti að vera. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. 10. september 2022 11:06 Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. 6. september 2022 15:29 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Kjarnorkumálastofnun Úkraínu tilkynnti þetta í gærkvöldi en að sögn stofnunarinnar tókst henni að slökkva á rafafli sem hélt verinu gangandi klukkan 3:40 í fyrrinótt að úkraínskum tíma. Nú er verið að undirbúa að kæla ofnana. Yfirvöld í Kænugarði hvöttu íbúa á svæðinu í kring um kjarnorkuverið að yfirgefa heimili sín fyrir eigin öryggi. Mikil átök hafa geisað í kring um kjarnorkuverið og hafa bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld sakað hver önnur um að halda úti stórskotaárásum við kjarnorkuverið. Skemmst er að segja frá því að yrði kjarnorkuverið fyrir árás gæti það leitt til hræðilegs kjarnorkuslyss. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur kallað eftir því að kjarnorkuverið og svæðið þar í kring verði hlutlaust svæði og átök verði bönnuð af öryggisástæðum. Kjarnorkumálastofnun Úkraínu sagði í tilkynningunni í gær að henni hafi tekist að tengja kjarnorkuverið aftur við úkraínskt raforkukerfi, svo stofnunin gæti stjórnað því að nýju. Kjarnorkuverið hefur þegar orðið fyrir talsverðu hnjaski vegna árása í nágrenninu og er byggingin ekki sögð jafn örugg og hún ætti að vera.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. 10. september 2022 11:06 Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. 6. september 2022 15:29 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. 10. september 2022 11:06
Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. 6. september 2022 15:29
Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. 4. september 2022 11:00