Liðin áttust við í Berlín í dag og reiknuðu flestir með sigri Serba enda var það svo að þeir höfðu frumkvæðið framan af leik og leiddu í leikhléi.
Í þriðja leikhluta fundu Ítalir hins vegar annan gír og tóku leikinn hreinlega yfir. Fór að lokum svo að Ítalía vann nokkuð öruggan átta stiga sigur, 86-94 og munu mæta Frökkum í 8-liða úrslitum keppninnar.
Nikola Jokic var venju samkvæmt atkvæðamestur Serba með 32 stig en Marco Spissu skoraði mest Ítala eða 22 stig.
You cannot make this up.#EuroBasket x #BringTheNoise pic.twitter.com/70WogeENya
— #EuroBasket 2022 (@EuroBasket) September 11, 2022