„Mikilvægt að það sé skýr ábyrgðarkeðja til staðar,“ segir seðlabankastjóri
![Ásgeir Jónsson segir afar mikilvægt að forsætisráðherra hafi fyrr í sumar boðað frumvarp um breytingar á lögum um Seðlabankann sem fela í sér að seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans.](https://www.visir.is/i/22D5E2704A674C059377DE5A3AC2F490DA0F5E75DFFA717557F3BF73AEC7C65B_713x0.jpg)
Seðlabankastjóri segir sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans hafa gengið mjög vel, betur en hann hefði þorað vona, og það hafi orðið „gríðarlegur ábati“ af því að samþætta starfsemi þessara tveggja stofnana. Núverandi fyrirkomulag fjármálaeftirlitsnefndar, sem varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits gegnir formennsku í og fer með víðtækt verksvið, sé hins vegar „mjög flókið“ og þarf að breyta til að ná betur fram þeim markmiðum sem lagt var upp með við sameiningu FME og Seðlabankans í ársbyrjun 2020.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/1425C402EDD82220E06F4733A173501180A63353CF78900A43DEF6DC87FFF31D_308x200.jpg)
Lagt til að Ásgeir taki við formennsku fjármálaeftirlitsnefndar af Unni
Seðlabankastjóri ætti að gegna formennsku í fjármálaeftirlitsnefnd í stað varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits að mati höfunda nýrrar skýrslu sem fjallar um reynsluna af starfi peningastefnunefndar, fjármálastöðugleikanefndar og fjármálaeftirlitsnefndar.