Konur af erlendum uppruna gagnrýna ummæli Sólveigar Önnu harðlega Árni Sæberg skrifar 11. september 2022 21:13 Ummæli Sólveigar Önnu í dag hafa vakið hörð viðbrögð. Vísir/Vilhelm Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þau gagnrýni harðlega þau ummæli sem formaður Eflingar lét falla í viðtali við Ríkisútvarpið í dag. Samtökin segja ummælin skaðleg áratugalangri baráttu þeirra sem hafa flutt hingað til Íslands um að fá aukinn aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum af hendi atvinnurekenda. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við RÚV fyrr í dag að það væri „afskaplega undarlegt að þau sem tilheyra einhverri menntaelítu skuli ætla að setja ábyrgðina á verkalýðsfélög verka- og láglaunafólks sem augljóslega hafa um stærri og veigameiri hluti að hugsa um akkúrat núna heldur en það að vernda íslensku þjóðtunguna.“ Sú krafa væri ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar. Það voru viðbrögð við grein Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann birti hér á Vísi á dögunum, þar sem hann sagði að upplagt væri að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum kjarasamningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á íslenskukennslu á vinnutíma. „Við mótmælum því harðlega að eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna komi frá menntaelítu. Raunveruleikinn er sá að hann kemur í flestum tilfellum beint frá okkur. Við vonum svo sannarlega að þau stéttarfélög sem berjast fyrir jöfnum launum og jafnrétti á vinnumarkaði, skilji gildi þess að veita okkur jafnan aðgang að íslenskri tungu auk sveigjanleika og stuðningi vinnuveitenda við að læra hana,“ segir í yfirlýsingu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Bætt aðgengi að íslenskunámskeiðum mikilvægasta aðgerðin Samtökin benda á niðurstöður könnunar sem þau gerðu árið 2021. „Mikilvægasta aðgerð sem hægt væri að ráðist í myndi tengjast stuðningi við aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum. Yfirgnæfandi fjöldi svarenda óskaði eftir stuðningi við íslenskukennslu þar sem þeir töldu að það myndi hafa beinar afleiðingar fyrir efnahags- og samfélagsvöxt ef ekkert væri gert í því. Ef ekki er brugðist við myndi það áfram hafa áhrif á konur af erlendum uppruna sem upplifa ójöfnuð í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi samtökin hvatt yfirvöld, vinnuveitendur, og sveitarfélög til að taka mark á og bregðast við þessum niðurstöðum. Stéttarfélögum eigi að vera skylt að styðja við jafnrétti Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi mæla eindregið með því að forysta stéttarfélaga með félagsmenn af erlendum uppruna geri rannsóknir meðal félagsmanna, af erlendum uppruna, til að ákvarða hversu mikilvægur stuðningur atvinnurekenda á íslensku sé. „Stéttarfélögum sem þiggja háar fjárhæðir félagsgjalda frá félagsmönnum af erlendum uppruna, á að vera skylt að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í að styðja við jafnrétti á vinnumarkaði og raunveruleg tækifæri til árangurs á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsmenn af fjölbreyttum uppruna,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að lokum að það sé samtökunum mikil ánægja að sjá fræðimenn úr íslenska menntakerfinu loksins standa með þeim í að viðurkenna þá skyldu vinnumarkaðarins að styðja við víðtækari aðgang að tækifærum til að læra íslenska tungu. „Auk þess vonum við innilega að yfirlýsing okkar verði tekin til greina af forystu beggja megin samningaborðsins í kjarasamningaviðræðum,“ segir í yfirlýsingunni. Stéttarfélög Innflytjendamál Kjaramál Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við RÚV fyrr í dag að það væri „afskaplega undarlegt að þau sem tilheyra einhverri menntaelítu skuli ætla að setja ábyrgðina á verkalýðsfélög verka- og láglaunafólks sem augljóslega hafa um stærri og veigameiri hluti að hugsa um akkúrat núna heldur en það að vernda íslensku þjóðtunguna.“ Sú krafa væri ekki ofarlega á lista verkalýðshreyfingarinnar. Það voru viðbrögð við grein Eiríks Rögnvaldssonar, sem hann birti hér á Vísi á dögunum, þar sem hann sagði að upplagt væri að verkalýðshreyfingin gerði þá kröfu í væntanlegum kjarasamningum að erlendu starfsfólki yrði gefinn kostur á íslenskukennslu á vinnutíma. „Við mótmælum því harðlega að eftirspurn eftir íslenskunámskeiðum fyrir starfsfólk af erlendum uppruna komi frá menntaelítu. Raunveruleikinn er sá að hann kemur í flestum tilfellum beint frá okkur. Við vonum svo sannarlega að þau stéttarfélög sem berjast fyrir jöfnum launum og jafnrétti á vinnumarkaði, skilji gildi þess að veita okkur jafnan aðgang að íslenskri tungu auk sveigjanleika og stuðningi vinnuveitenda við að læra hana,“ segir í yfirlýsingu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Bætt aðgengi að íslenskunámskeiðum mikilvægasta aðgerðin Samtökin benda á niðurstöður könnunar sem þau gerðu árið 2021. „Mikilvægasta aðgerð sem hægt væri að ráðist í myndi tengjast stuðningi við aðgang að vönduðum íslenskunámskeiðum. Yfirgnæfandi fjöldi svarenda óskaði eftir stuðningi við íslenskukennslu þar sem þeir töldu að það myndi hafa beinar afleiðingar fyrir efnahags- og samfélagsvöxt ef ekkert væri gert í því. Ef ekki er brugðist við myndi það áfram hafa áhrif á konur af erlendum uppruna sem upplifa ójöfnuð í samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá hafi samtökin hvatt yfirvöld, vinnuveitendur, og sveitarfélög til að taka mark á og bregðast við þessum niðurstöðum. Stéttarfélögum eigi að vera skylt að styðja við jafnrétti Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi mæla eindregið með því að forysta stéttarfélaga með félagsmenn af erlendum uppruna geri rannsóknir meðal félagsmanna, af erlendum uppruna, til að ákvarða hversu mikilvægur stuðningur atvinnurekenda á íslensku sé. „Stéttarfélögum sem þiggja háar fjárhæðir félagsgjalda frá félagsmönnum af erlendum uppruna, á að vera skylt að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í að styðja við jafnrétti á vinnumarkaði og raunveruleg tækifæri til árangurs á íslenskum vinnumarkaði fyrir starfsmenn af fjölbreyttum uppruna,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að lokum að það sé samtökunum mikil ánægja að sjá fræðimenn úr íslenska menntakerfinu loksins standa með þeim í að viðurkenna þá skyldu vinnumarkaðarins að styðja við víðtækari aðgang að tækifærum til að læra íslenska tungu. „Auk þess vonum við innilega að yfirlýsing okkar verði tekin til greina af forystu beggja megin samningaborðsins í kjarasamningaviðræðum,“ segir í yfirlýsingunni.
Stéttarfélög Innflytjendamál Kjaramál Skóla - og menntamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Segir orð Sólveigar Önnu sýna hroka Formaður Bandalags háskólamanna segir fráleitt að afskrifa þá kröfu í kjarasamningum að erlendu starfsfólki verði gefinn kostur á að læra íslensku á vinnutíma. Hann segir að orð Sólveigar Önnu sýna hroka, enda sé íslenskukennsla öllum í hag. Honum detti ekki til hugar að afskrifa slíkar hugmyndir þá þegar. 11. september 2022 17:24