Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. september 2022 10:30 Mönnum var heitt í hamsi á Allianz leikvanginum í gær. getty/Giuseppe Maffia Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. Salernitana leiddi 0-2 í hálfleik þökk sé mörkum Antonios Candreva og Krzysztof Piatek. Gleison Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu. Leonardo Bonucci, fyrirliði Juventus, tók spyrnuna en Luigi Sepe, markvörður Salernitana, varði. Bonucci fylgdi hins vegar á eftir og jafnaði í 2-2 Tveimur mínútum síðar skoraði Arkadiusz Milik fyrir Juventus með skalla eftir hornspyrnu. Hann reif sig úr treyjunni, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mark Miliks var aftur á móti dæmt af eftir skoðun á myndbandi því Bonucci, sem reyndi að skalla boltann í netið, virtist vera rangstæður. Það var kolrangur dómur því Candrevam spilaði alla leikmenn Juventus réttstæða eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. This image is wild. Juventus denied a last minute winner after this was clearly missed by VAR. #JuveSalernitanaAbsolute shambles. pic.twitter.com/aFI3yLdG4I— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) September 11, 2022 Eftir þetta varð fjandinn laus. Matteo Marcenaro, dómari leiksins, rak Juan Cuadrado, leikmann Juventus, og Federico Fazio, leikmann Salernitana, af velli og knattspyrnustjóri Juventus, Max Allegri, fékk einnig rauða spjaldið. Klippa: Serie A: Allt vitlaust í Tórínó Juventus er taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni en er samt bara í 8. sæti með tíu stig eftir sex umferðir. Salernitana er í 10. sætinu með sjö stig. Liðið hefur aldrei unnið Juventus í efstu deild en var ekki langt frá því í gær. Næsti leikur Juventus er gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira
Salernitana leiddi 0-2 í hálfleik þökk sé mörkum Antonios Candreva og Krzysztof Piatek. Gleison Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus í upphafi seinni hálfleiks og í uppbótartíma fengu heimamenn vítaspyrnu. Leonardo Bonucci, fyrirliði Juventus, tók spyrnuna en Luigi Sepe, markvörður Salernitana, varði. Bonucci fylgdi hins vegar á eftir og jafnaði í 2-2 Tveimur mínútum síðar skoraði Arkadiusz Milik fyrir Juventus með skalla eftir hornspyrnu. Hann reif sig úr treyjunni, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Mark Miliks var aftur á móti dæmt af eftir skoðun á myndbandi því Bonucci, sem reyndi að skalla boltann í netið, virtist vera rangstæður. Það var kolrangur dómur því Candrevam spilaði alla leikmenn Juventus réttstæða eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. This image is wild. Juventus denied a last minute winner after this was clearly missed by VAR. #JuveSalernitanaAbsolute shambles. pic.twitter.com/aFI3yLdG4I— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) September 11, 2022 Eftir þetta varð fjandinn laus. Matteo Marcenaro, dómari leiksins, rak Juan Cuadrado, leikmann Juventus, og Federico Fazio, leikmann Salernitana, af velli og knattspyrnustjóri Juventus, Max Allegri, fékk einnig rauða spjaldið. Klippa: Serie A: Allt vitlaust í Tórínó Juventus er taplaust í ítölsku úrvalsdeildinni en er samt bara í 8. sæti með tíu stig eftir sex umferðir. Salernitana er í 10. sætinu með sjö stig. Liðið hefur aldrei unnið Juventus í efstu deild en var ekki langt frá því í gær. Næsti leikur Juventus er gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Miklu meira af bakertíum á tækjunum í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Sjá meira