Kristrún segir ekkert sótt í feita sjóði fyrir heimilin Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. september 2022 11:57 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar í fjárlaganefnd. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir neyðaróp fær heilbrigðiskerfið enga sérsaka athygli í fjárlögum að mati þingmanns Samfylkingar. Hún kallar eftir breytingum á fjármagnstekjuskatti sem gætu fjármagnað aðgerðir fyrir heimilin í mikilli verðbólgu. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður flokksins í fjárlaganefnd saknar þess að ekki sé litið sérstaklega til atvinnugreina sem hafi makað krókinn, meðal annars í kórónuveirufaraldrinum og hefði viljað sjá breytingar á fjármagnstekjuskatti í nýjum fjárlögum. „Við erum enn að sjá aðhaldsaðgerðir sem felast fyrst og fremst í því að kroppa af almenningi þegar kemur að flötum gjöldum og þetta er að bæta tekjuhliðina um nokkra milljarða en það er alveg látið vera að ráðast í einhverjar tekjubreytingar á til dæmis fjármagnstekjuskatti,“ segir Kristrún. „Við sáum í fyrra methækkanir í fjármagnstekjum, aukningu milli ára sem við höfum ekki séð frá árinu 2007. Það er ekkert leitað í þesa tekjuhlið. Við sjáum líka methagnað núna í sjávarútvegi vegna þess að útflutningsverðmæti hefur aukist vegna stríðsins í Úkraínu á sama tíma og heimilin í landinu finna fyrir verulegri verðbólgu og vaxtahækkun, meðal annars vegna erlendra aðstæðna. Og það er ekkert verið að setja auka álag á til að mynda stórútgerðina sem hefur svigrúm í dag.“ Útgjöld og aðgerðir í ákveðnum málaflokkum valdi þá sérstökum vonbrigðum. „Við erum enn að sjá eiginlega engan raunvöxt í fjárframlögum til sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir neyðaróp sem berast úr kerfinu. Það liggur fyrir að það er ekki fjármagn í þessum fjárlögum til að semja við sérfræðilækna þrátt fyrir að samningar séu lausir og þessir lausu samningar eru að bitna á almenningi í landinu,“ segir Kristrún. Þing kemur saman á morgun.Vísir/Magnús Alþingi kemur saman á morgun og Kristrún segir að Samfylkingin muni í umræðum um fjárlögin leggja áherslu á fyrrnefndar tekjuaðgerðir sem gætu - að hennar mati fjármagnað nauðsynlegar aðgerðir fyrir heimilin. „Þá erum við að tala um vaxtabætur til að mæta miklum hækkunum á lánum fólks, við erum líka að tala um aðgerðir á leigumarkaði sem er hvergi að sjá í þessu frumvarpi, eins og almennar aðgerðir til að styðja við ungt fólk og barnafjölskyldur og það er vel hægt að leita í ákveðna sjóði þar sem verulegt svigrúm er í dag.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður flokksins í fjárlaganefnd saknar þess að ekki sé litið sérstaklega til atvinnugreina sem hafi makað krókinn, meðal annars í kórónuveirufaraldrinum og hefði viljað sjá breytingar á fjármagnstekjuskatti í nýjum fjárlögum. „Við erum enn að sjá aðhaldsaðgerðir sem felast fyrst og fremst í því að kroppa af almenningi þegar kemur að flötum gjöldum og þetta er að bæta tekjuhliðina um nokkra milljarða en það er alveg látið vera að ráðast í einhverjar tekjubreytingar á til dæmis fjármagnstekjuskatti,“ segir Kristrún. „Við sáum í fyrra methækkanir í fjármagnstekjum, aukningu milli ára sem við höfum ekki séð frá árinu 2007. Það er ekkert leitað í þesa tekjuhlið. Við sjáum líka methagnað núna í sjávarútvegi vegna þess að útflutningsverðmæti hefur aukist vegna stríðsins í Úkraínu á sama tíma og heimilin í landinu finna fyrir verulegri verðbólgu og vaxtahækkun, meðal annars vegna erlendra aðstæðna. Og það er ekkert verið að setja auka álag á til að mynda stórútgerðina sem hefur svigrúm í dag.“ Útgjöld og aðgerðir í ákveðnum málaflokkum valdi þá sérstökum vonbrigðum. „Við erum enn að sjá eiginlega engan raunvöxt í fjárframlögum til sjúkrahúsanna og heilbrigðisþjónustunnar þrátt fyrir neyðaróp sem berast úr kerfinu. Það liggur fyrir að það er ekki fjármagn í þessum fjárlögum til að semja við sérfræðilækna þrátt fyrir að samningar séu lausir og þessir lausu samningar eru að bitna á almenningi í landinu,“ segir Kristrún. Þing kemur saman á morgun.Vísir/Magnús Alþingi kemur saman á morgun og Kristrún segir að Samfylkingin muni í umræðum um fjárlögin leggja áherslu á fyrrnefndar tekjuaðgerðir sem gætu - að hennar mati fjármagnað nauðsynlegar aðgerðir fyrir heimilin. „Þá erum við að tala um vaxtabætur til að mæta miklum hækkunum á lánum fólks, við erum líka að tala um aðgerðir á leigumarkaði sem er hvergi að sjá í þessu frumvarpi, eins og almennar aðgerðir til að styðja við ungt fólk og barnafjölskyldur og það er vel hægt að leita í ákveðna sjóði þar sem verulegt svigrúm er í dag.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira