Staðfesta stjórnunar-og verndaráætlun fyrir „þjóðargersemi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. september 2022 13:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra staðfestu sérstaka stjórnunar-og verndaáætlun fyrir svæðið við hátíðlega athöfn í morgun. Í nýstaðfestri stjórnunar- og verndaráætlun Geysissvæðisins eru leiðir kynntar til að tryggja að markmið friðlýsingarinnar frá 2020 nái fram að ganga. Áhersla erlögð á verndun, ferðamennsku og vísindarannsóknir. Umhverfisráðherra segir áætlunina mikilvægan áfanga. Geysissvæðið hafi sérstaka þýðingu fyrir alla landsmenn og reyndar gjörvalla heimsbyggðina. Geysissvæðið í Haukadal var friðlýst á þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 2020. Það er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar og þykir einstakt á heimsvísu. Friðlýsingin á að tryggja vernd jarðminja, örvera og gróðurs. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra staðfestu sérstaka stjórnunar-og verndaáætlun fyrir svæðið við hátíðlega athöfn í morgun. „Þetta er verndar-og stjórnaráætlun sem er tæki okkar, þegar við erum búin að friðlýsa svæði, að ákveða hvernig á að nýta það og hvað á að vernda og svo framvegis. Auðvitað þekkjum við Geyssisvæðið, þetta er þjóðargersemi, en það skiptir auðvitað miklu máli að við gerum þetta eins vel og mögulegt er í sátt við þá aðila sem þar eru,“ segir Guðlaugur Þór. „Framtíðarsýnin er einfaldlega bara þessi; þetta er þjóðargersemi og við ætlum að fara einstaklega vel með hana en á sama tíma og það fer vel saman þá ætlum við að leyfa bæði Íslendingum og gestum sem hingað koma að njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða og við ætlum líka að nýta það fyrir rannsóknir og vísindin umfram allt þá viljum við vernda þessa mikilvægu náttúruperlu sem er einstök á heimsmælikvarða.“ Guðlaugur segir góða samstöðu hafa náðst um málið - sem eigi sér heillanga forsögu. „Það er afskaplega mikilvægt að það sé góðs átt um það hvert við ætlum og hvernig við ætlum að vinna hlutina og þess vegna vorum við að leggja svolítið mikið upp úr því að staðfesta þetta því þetta er mikilvægt,ekki bara fyrir þá sem hér eru, heldur fyrir alla landsmenn og reyndar alla heimsbyggðina því þetta er einstakt á heimsmælikvarða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra. Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bláskógabyggð Tengdar fréttir Geysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. 17. júní 2020 14:13 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. 8. september 2012 14:15 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Geysissvæðið í Haukadal var friðlýst á þjóðhátíðardegi Íslendinga árið 2020. Það er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar og þykir einstakt á heimsvísu. Friðlýsingin á að tryggja vernd jarðminja, örvera og gróðurs. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra staðfestu sérstaka stjórnunar-og verndaáætlun fyrir svæðið við hátíðlega athöfn í morgun. „Þetta er verndar-og stjórnaráætlun sem er tæki okkar, þegar við erum búin að friðlýsa svæði, að ákveða hvernig á að nýta það og hvað á að vernda og svo framvegis. Auðvitað þekkjum við Geyssisvæðið, þetta er þjóðargersemi, en það skiptir auðvitað miklu máli að við gerum þetta eins vel og mögulegt er í sátt við þá aðila sem þar eru,“ segir Guðlaugur Þór. „Framtíðarsýnin er einfaldlega bara þessi; þetta er þjóðargersemi og við ætlum að fara einstaklega vel með hana en á sama tíma og það fer vel saman þá ætlum við að leyfa bæði Íslendingum og gestum sem hingað koma að njóta þess sem svæðið hefur upp á að bjóða og við ætlum líka að nýta það fyrir rannsóknir og vísindin umfram allt þá viljum við vernda þessa mikilvægu náttúruperlu sem er einstök á heimsmælikvarða.“ Guðlaugur segir góða samstöðu hafa náðst um málið - sem eigi sér heillanga forsögu. „Það er afskaplega mikilvægt að það sé góðs átt um það hvert við ætlum og hvernig við ætlum að vinna hlutina og þess vegna vorum við að leggja svolítið mikið upp úr því að staðfesta þetta því þetta er mikilvægt,ekki bara fyrir þá sem hér eru, heldur fyrir alla landsmenn og reyndar alla heimsbyggðina því þetta er einstakt á heimsmælikvarða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfisráðherra.
Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bláskógabyggð Tengdar fréttir Geysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. 17. júní 2020 14:13 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. 8. september 2012 14:15 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Geysir friðlýstur á þjóðhátíðardegi Íslendinga Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði friðlýsingu Geysis í Haukadal í dag, 17. júní. Geysissvæðið er eitt þekktasta goshverasvæði jarðar. 17. júní 2020 14:13
Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25
Umhverfisráðherra vill að ríkið eignist Geysi Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra vill að ríkið eignist allt landið á Geysi í Haukadal en ríkið á 35% af landinu í dag en landeigendur á Haukadalstofunni 65%. Þá vill ráðherra að gjaldtaka hefjist á fjölmennustu ferðamannastöðum landsins þar sem ríkið hefur yfirráð yfir stöðunum en hún varar við því að einkaaðilar fái að rukka fyrir sína staði þar sem ferðamenn koma. 8. september 2012 14:15