Þeir úkraínsku „bálreiðir“ yfir sölu UEFA til Rússlands Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 09:01 Fáir standa eftir úr leikmannahópi Shakhtar síðan í fyrra vegna ástandsins í Úkraínu. Milos Bicanski/Getty Images Forráðamenn úkraínska fótboltaliðsins Shakhtar Donetsk eru æfir út í stjórnarfólk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að selja sjónvarpsrétt á leik liðsins til rússneskrar sjónvarpsstöðvar. Shakhtar er staðsett í Donetsk í austurhluta Úkraínu og hefur ekki spilað leiki á heimavelli sínum frá því árið 2014, þegar innrás Rússa á Krímskaga hófst. Töluverðar skemmdir urðu á heimavelli þeirra, Donbass-vellinum, í sprengjuárásum Rússa þá. Shakhtar hefur síðan leikið alla heimaleiki sína í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Eftir að Rússar réðust aftur inn í landið af fullu afli í febrúar síðastliðnum hafa Evrópuleikir félagsins ekki getað farið fram í Úkraínu. Shakhtar mun því leika fyrsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld, sem og aðra heimaleiki sína í keppninni, í Varsjá í Póllandi. Shakhtar vann frækinn 4-1 útisigur á RB Leipzig í fyrsta leik, en leikmannahópur félagsins er nánast óþekkjanlegur vegna ástandsins. Fjölmargir leikmenn yfirgáfu félagið vegna innrásar Rússa. Fimm Brasilíumenn voru seldir í sumar og fimm landar þeirra í viðbót yfirgáfu félagið á láni, auk Ísraelans Manor Solomon sem fór á láni til Fulham á Englandi. Fáir sem engir byrjunarliðsmenn félagsins standa eftir frá því í fyrra og er liðið nánast einvörðungu skipað heimamönnum - enda fengu erlendir leikmenn sérstaka undanþágu frá knattspyrnuyfirvöldum til að yfirgefa úkraínsk félagslið vegna innrásarinnar. Það gerir sigur Shakhtar á Leipzig þeim mun merkilegri en næsta verkefni þeirra er að mæta Celtic frá Skotlandi í Varsjá annað kvöld. Forráðamenn félagsins komust hins vegar að því í vikunni að UEFA hefði selt sýningarrétt á leiknum til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, Match TV, sem er í eigu orkurisans Gazprom. Gazprom var einn af aðalstyrktaraðilum Meistaradeildarinnar áður en innrás Rússa hófst en UEFA rifti þeim samningi einhliða eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa er Shakhtar-mönnum fyrirmunað að skilja hvers vegna UEFA ákveður að semja við aðila á þess vegum nú. „Við erum bálreiðir yfir þessari ákvörðun. Árásarþjóðina þarf að einangra eins mikið og mögulegt er,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Shakhtar. „Við erum andsnúnir ekki aðeins þátttöku rússneskra félagsliða í evrópskum keppnum, en við köllum einnig eftir því að Rússar verði útilokaðir frá öllum alþjóðlegum keppnum, þar á meðal þeim á snærum UEFA og FIFA.“ Leikur Shakhtar og Celtic er klukkan 16:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Alla Meistaradeildarleiki á dagskrá hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu UEFA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjá meira
Shakhtar er staðsett í Donetsk í austurhluta Úkraínu og hefur ekki spilað leiki á heimavelli sínum frá því árið 2014, þegar innrás Rússa á Krímskaga hófst. Töluverðar skemmdir urðu á heimavelli þeirra, Donbass-vellinum, í sprengjuárásum Rússa þá. Shakhtar hefur síðan leikið alla heimaleiki sína í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Eftir að Rússar réðust aftur inn í landið af fullu afli í febrúar síðastliðnum hafa Evrópuleikir félagsins ekki getað farið fram í Úkraínu. Shakhtar mun því leika fyrsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld, sem og aðra heimaleiki sína í keppninni, í Varsjá í Póllandi. Shakhtar vann frækinn 4-1 útisigur á RB Leipzig í fyrsta leik, en leikmannahópur félagsins er nánast óþekkjanlegur vegna ástandsins. Fjölmargir leikmenn yfirgáfu félagið vegna innrásar Rússa. Fimm Brasilíumenn voru seldir í sumar og fimm landar þeirra í viðbót yfirgáfu félagið á láni, auk Ísraelans Manor Solomon sem fór á láni til Fulham á Englandi. Fáir sem engir byrjunarliðsmenn félagsins standa eftir frá því í fyrra og er liðið nánast einvörðungu skipað heimamönnum - enda fengu erlendir leikmenn sérstaka undanþágu frá knattspyrnuyfirvöldum til að yfirgefa úkraínsk félagslið vegna innrásarinnar. Það gerir sigur Shakhtar á Leipzig þeim mun merkilegri en næsta verkefni þeirra er að mæta Celtic frá Skotlandi í Varsjá annað kvöld. Forráðamenn félagsins komust hins vegar að því í vikunni að UEFA hefði selt sýningarrétt á leiknum til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, Match TV, sem er í eigu orkurisans Gazprom. Gazprom var einn af aðalstyrktaraðilum Meistaradeildarinnar áður en innrás Rússa hófst en UEFA rifti þeim samningi einhliða eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa er Shakhtar-mönnum fyrirmunað að skilja hvers vegna UEFA ákveður að semja við aðila á þess vegum nú. „Við erum bálreiðir yfir þessari ákvörðun. Árásarþjóðina þarf að einangra eins mikið og mögulegt er,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Shakhtar. „Við erum andsnúnir ekki aðeins þátttöku rússneskra félagsliða í evrópskum keppnum, en við köllum einnig eftir því að Rússar verði útilokaðir frá öllum alþjóðlegum keppnum, þar á meðal þeim á snærum UEFA og FIFA.“ Leikur Shakhtar og Celtic er klukkan 16:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Alla Meistaradeildarleiki á dagskrá hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu UEFA Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Fulham - Arsenal | Lundúnaslagur á Craven Cottage Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjá meira