Sarri aftur í veseni | Sendi andstæðingnum puttann Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 19:02 Maurizio Sarri er heitt í hamsi þessa dagana. Stöð 2 Sport Maurizio Sarri, þjálfari Lazio, gæti verið í veseni hjá ítölskum fótboltayfirvöldum aðra vikuna í röð eftir leik liðsins við Hellas Verona um helgina. Síðustu helgi kvaðst hann búast við að lögfræðingur sinn yrði í yfirvinnu í vetur. „Ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri í síðustu viku þegar hann var spurður út í rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins á umdeildum ummælum hans um helgina. Sarri var ekki lengi að auka á vinnuálag lögfræðings síns en hann var afar ósáttur eftir að leikmaður Verona slapp við spjald þegar hann sló til Spánverjans Luis Alberto, leikmanns Lazio. Hinn 63 ára Sarri brást ókvæða við og sendi puttann á bekk andstæðinganna, líkt og sást í beinni útsendingu leiksins á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dreginn á brott af samstarfsmönnum sínum á meðan hann bölvaði starfsmönnum Verona í sand og ösku. Myndskeið af atvikinu má sjá að neðan. Ítalska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en þetta er önnur slík rannsóknin á hendur Sarri á jafnmörgum vikum. Hann lét hafa eftir sér umdeild ummæli um dómgæsluna í leik Lazio síðustu helgi og gæti því átt yfir höfði sér tvöfalt bann eða sektir frá sambandinu. Lazio vann leikinn 2-0 og er með ellefu stig í sjötta sæti deildarinnar, aðeins þremur frá toppliði Napoli, í jafnri toppbaráttu á Ítalíu. Klippa: Serie A: Sarri sýnir puttann Ítalski boltinn Tengdar fréttir Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
„Ég þarf að verja leikmenn mína, liðið og stuðningsmenn Lazio. Ég myndi endurtaka leikinn. Ég held að lögfræðingurinn minn muni hafa nóg að gera í vetur,“ sagði Sarri í síðustu viku þegar hann var spurður út í rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins á umdeildum ummælum hans um helgina. Sarri var ekki lengi að auka á vinnuálag lögfræðings síns en hann var afar ósáttur eftir að leikmaður Verona slapp við spjald þegar hann sló til Spánverjans Luis Alberto, leikmanns Lazio. Hinn 63 ára Sarri brást ókvæða við og sendi puttann á bekk andstæðinganna, líkt og sást í beinni útsendingu leiksins á Stöð 2 Sport í gær. Hann var dreginn á brott af samstarfsmönnum sínum á meðan hann bölvaði starfsmönnum Verona í sand og ösku. Myndskeið af atvikinu má sjá að neðan. Ítalska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á málinu en þetta er önnur slík rannsóknin á hendur Sarri á jafnmörgum vikum. Hann lét hafa eftir sér umdeild ummæli um dómgæsluna í leik Lazio síðustu helgi og gæti því átt yfir höfði sér tvöfalt bann eða sektir frá sambandinu. Lazio vann leikinn 2-0 og er með ellefu stig í sjötta sæti deildarinnar, aðeins þremur frá toppliði Napoli, í jafnri toppbaráttu á Ítalíu. Klippa: Serie A: Sarri sýnir puttann
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Allt í hers höndum á Allianz: Jöfnunarmark á elleftu stundu, sigurmark dæmt af og fjögur rauð á loft Dramatíkin var alls ráðandi í uppbótartíma í leik Juventus og Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Juventus klúðraði vítaspyrnu, skoraði jöfnunarmark, hélt það hefði skorað sigurmark og þrjú rauð spjöld fóru á loft. Myndbandsdómgæslan var í sviðsljósinu. 12. september 2022 10:30