Mikilvægi fjárfestingar lífeyrissjóða í leiguhúsnæði Ólafur Margeirsson skrifar 12. september 2022 20:30 Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl.Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk. Lærum af öðrum löndum Eitt af sérkennum samfélagsins í Sviss er hlutfall íbúa (ca. 25%) sem er með erlent ríkisfang. Margir flytja til Sviss í nokkur ár og flytja svo „heim“ eða til næsta lands. Margir flytja til Sviss og setjast þar að. Það er auðvelt fyrir erlent vinnuafl að flytja til Sviss því það er auðvelt að finna leiguhúsnæði: meira en helmingur íbúa Sviss býr í leiguhúsnæði og hlutfallið fer upp í 80% í stærstu borgunum. Kostnaðurinn, áhættan og vesenið sem fellst í því að kaupa íbúð, sem þyrfti að selja aftur ef þú tækir ákvörðun um að flytja frá landinu, er ekki til staðar - nema þú viljir kaupa íbúð. Að byggja upp stóran leigumarkað með húsnæði er þess vegna lykilatriði í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands. Og svissneskir lífeyrissjóðir, sem leigja út íbúðir á markaðsforsendum, hafa spilað stóra rullu: um 24% af eignum svissneskra lífeyrissjóða eru fasteignir (sjá mynd). Munið að svissneskt lífeyriskerfi er svipað hinu íslenska, þ.e. það er byggt á þremur stoðum þar sem sjóðssöfnun er langstærsti hlutinn. SvissCanto.com Samtök atvinnulífsins ættu hiklaust að hafa þetta í huga í komandi kjaraviðræðum: vilji þau að fólk geti flutt til Íslands ættu þau að stuðla að því að lífeyrissjóðir á Íslandi fjárfesti í íbúðum sem þeir leigja út á markaðsforsendum. Við bætist jákvæð áhrif á leigu- og fasteignaverð (því lífeyrissjóðir myndu byggja íbúðir til að leigja þær út), sem dregur úr (nafn)launa- og verðbólguþrýstingi. En er ávöxtun á leigumarkaði nægilega mikil fyrir lífeyrissjóðina? Tvímælalaust. Á mynd 2 má sjá metna raunávöxtun á ársgrundvelli á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu sé fjárfestirinn íslenskur lífeyrissjóður. Tekið er tillit til leigutekna, verðbreytinga á fasteignum og metins kostnaðar við að viðhalda fasteigninni. Munið að ólíkt einstaklingum borga lífeyrissjóðir ekki fjármagnstekjuskatt, svo óþarfi er að taka tillit til skattheimtu hér. Takið sérstaklega eftir því að ávöxtunin er að jafnaði fyrir ofan 3,5% ávöxtunarviðmiðið. Meðal annars þess vegna eiga lífeyrissjóðir að byggja fasteignir til þess að leigja þær út: áhættuleiðrétt ávöxtun sjóðfélaga batnar. Landssamtök lífeyrissjóða og sjóðfélagar lífeyrissjóða hafa fátt að óttast og ættu hiklaust að hvetja lífeyrissjóði til að skoða málið alvarlega. Þá ættu stjórnmálamenn að hjálpa áhugasömum lífeyrissjóðum að byggja upp slíkt eignasafn, m.a. með rétta reglugerðarumhverfinu, og verja þar með hagsmuni sjóðfélaga ásamt því að styðja við stóraukna uppbyggingu á íbúðarhúsnæði um allt land. Það er til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Margeirsson Lífeyrissjóðir Innflytjendamál Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segir of flókið og tafsamt að fá fólk utan EES til að starfa á Íslandi, það ætti frekar að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl.Það er óskandi að til sé pólitískur vilji til að gera slíkt, m.a. til að ná fram þeim jákvæðu efnahagslegu áhrifum sem af hlytist. En það er mikilvægt að muna að þetta fólk þarf að búa einhvers staðar: það er ekki nóg að einfalda t.d. reglugerðir, það verður að vera til húsnæði fyrir þetta fólk. Lærum af öðrum löndum Eitt af sérkennum samfélagsins í Sviss er hlutfall íbúa (ca. 25%) sem er með erlent ríkisfang. Margir flytja til Sviss í nokkur ár og flytja svo „heim“ eða til næsta lands. Margir flytja til Sviss og setjast þar að. Það er auðvelt fyrir erlent vinnuafl að flytja til Sviss því það er auðvelt að finna leiguhúsnæði: meira en helmingur íbúa Sviss býr í leiguhúsnæði og hlutfallið fer upp í 80% í stærstu borgunum. Kostnaðurinn, áhættan og vesenið sem fellst í því að kaupa íbúð, sem þyrfti að selja aftur ef þú tækir ákvörðun um að flytja frá landinu, er ekki til staðar - nema þú viljir kaupa íbúð. Að byggja upp stóran leigumarkað með húsnæði er þess vegna lykilatriði í því að auðvelda fólki að flytja til Íslands. Og svissneskir lífeyrissjóðir, sem leigja út íbúðir á markaðsforsendum, hafa spilað stóra rullu: um 24% af eignum svissneskra lífeyrissjóða eru fasteignir (sjá mynd). Munið að svissneskt lífeyriskerfi er svipað hinu íslenska, þ.e. það er byggt á þremur stoðum þar sem sjóðssöfnun er langstærsti hlutinn. SvissCanto.com Samtök atvinnulífsins ættu hiklaust að hafa þetta í huga í komandi kjaraviðræðum: vilji þau að fólk geti flutt til Íslands ættu þau að stuðla að því að lífeyrissjóðir á Íslandi fjárfesti í íbúðum sem þeir leigja út á markaðsforsendum. Við bætist jákvæð áhrif á leigu- og fasteignaverð (því lífeyrissjóðir myndu byggja íbúðir til að leigja þær út), sem dregur úr (nafn)launa- og verðbólguþrýstingi. En er ávöxtun á leigumarkaði nægilega mikil fyrir lífeyrissjóðina? Tvímælalaust. Á mynd 2 má sjá metna raunávöxtun á ársgrundvelli á leigumarkaði á höfuðborgarsvæðinu sé fjárfestirinn íslenskur lífeyrissjóður. Tekið er tillit til leigutekna, verðbreytinga á fasteignum og metins kostnaðar við að viðhalda fasteigninni. Munið að ólíkt einstaklingum borga lífeyrissjóðir ekki fjármagnstekjuskatt, svo óþarfi er að taka tillit til skattheimtu hér. Takið sérstaklega eftir því að ávöxtunin er að jafnaði fyrir ofan 3,5% ávöxtunarviðmiðið. Meðal annars þess vegna eiga lífeyrissjóðir að byggja fasteignir til þess að leigja þær út: áhættuleiðrétt ávöxtun sjóðfélaga batnar. Landssamtök lífeyrissjóða og sjóðfélagar lífeyrissjóða hafa fátt að óttast og ættu hiklaust að hvetja lífeyrissjóði til að skoða málið alvarlega. Þá ættu stjórnmálamenn að hjálpa áhugasömum lífeyrissjóðum að byggja upp slíkt eignasafn, m.a. með rétta reglugerðarumhverfinu, og verja þar með hagsmuni sjóðfélaga ásamt því að styðja við stóraukna uppbyggingu á íbúðarhúsnæði um allt land. Það er til margs að vinna. Höfundur er hagfræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar