„Við vorum miklu betri“ Atli Arason skrifar 12. september 2022 22:52 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, var afar svekkt að hafa tapað á heimavelli gegn Keflavík. Hún telur að heppnin ein hafi ráðið því að Keflavík sótti stigin þrjú. „Við vorum miklu betri í þessum leik. Það var ömurlegt að fá þetta mark [þriðja mark Keflavíkur] á okkur strax eftir að við skorum. Ég held það hafi átt stóran þátt af því að við töpuðum í dag,“ sagði Ólöf í viðtal við Vísi eftir leik. „Þetta var bara heppni, ég held það,“ svaraði Ólöf, aðspurð út í fyrri tvö mörk Keflavíkur, áður en hún bætti við. „Við vorum miklu meira með boltann og sérstaklega í seinni hálfleik. Á öðrum degi hefðum við klárað þennan leik en svona er þetta.“ Annað sæti deildarinnar veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Þróttur er nú fjórum stigum á eftir Breiðablik í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða á Val annað kvöld. Þrátt fyrir ósigurinn er Ólöf ekki búinn að gefa drauminn um Meistaradeild Evrópu upp á bátinn. Hún viðurkennir þó að erfitt sé er að vera ekki með örlögin í eigin höndum. „Þetta er ekki alveg búið, þetta er bara ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að treysta á önnur lið ef við ætlum að ná inn í Meistaradeildina,“ svaraði Ólöf. Framundan er leikur gegn Stjörnunni sem reynist mikilvægur fyrir framhaldið hjá Þrótturum, ef þær ætla að ná inn í Evrópu. Ólöf er alveg viss hvað Þróttarar þurfa að bæta sig í frá tapinu gegn Keflavík í kvöld. „Við þurfum að klára færin okkar. Við þurfum að hætta að hugsa svona mikið með boltann og gera bara það sem við gerum alltaf á æfingum. Ef það gengur upp þá klárum við næstu þrjá leiki,“ sagði kokhraust Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30 Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
„Við vorum miklu betri í þessum leik. Það var ömurlegt að fá þetta mark [þriðja mark Keflavíkur] á okkur strax eftir að við skorum. Ég held það hafi átt stóran þátt af því að við töpuðum í dag,“ sagði Ólöf í viðtal við Vísi eftir leik. „Þetta var bara heppni, ég held það,“ svaraði Ólöf, aðspurð út í fyrri tvö mörk Keflavíkur, áður en hún bætti við. „Við vorum miklu meira með boltann og sérstaklega í seinni hálfleik. Á öðrum degi hefðum við klárað þennan leik en svona er þetta.“ Annað sæti deildarinnar veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Þróttur er nú fjórum stigum á eftir Breiðablik í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða á Val annað kvöld. Þrátt fyrir ósigurinn er Ólöf ekki búinn að gefa drauminn um Meistaradeild Evrópu upp á bátinn. Hún viðurkennir þó að erfitt sé er að vera ekki með örlögin í eigin höndum. „Þetta er ekki alveg búið, þetta er bara ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að treysta á önnur lið ef við ætlum að ná inn í Meistaradeildina,“ svaraði Ólöf. Framundan er leikur gegn Stjörnunni sem reynist mikilvægur fyrir framhaldið hjá Þrótturum, ef þær ætla að ná inn í Evrópu. Ólöf er alveg viss hvað Þróttarar þurfa að bæta sig í frá tapinu gegn Keflavík í kvöld. „Við þurfum að klára færin okkar. Við þurfum að hætta að hugsa svona mikið með boltann og gera bara það sem við gerum alltaf á æfingum. Ef það gengur upp þá klárum við næstu þrjá leiki,“ sagði kokhraust Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30 Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30
Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15