„Við vorum miklu betri“ Atli Arason skrifar 12. september 2022 22:52 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, var afar svekkt að hafa tapað á heimavelli gegn Keflavík. Hún telur að heppnin ein hafi ráðið því að Keflavík sótti stigin þrjú. „Við vorum miklu betri í þessum leik. Það var ömurlegt að fá þetta mark [þriðja mark Keflavíkur] á okkur strax eftir að við skorum. Ég held það hafi átt stóran þátt af því að við töpuðum í dag,“ sagði Ólöf í viðtal við Vísi eftir leik. „Þetta var bara heppni, ég held það,“ svaraði Ólöf, aðspurð út í fyrri tvö mörk Keflavíkur, áður en hún bætti við. „Við vorum miklu meira með boltann og sérstaklega í seinni hálfleik. Á öðrum degi hefðum við klárað þennan leik en svona er þetta.“ Annað sæti deildarinnar veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Þróttur er nú fjórum stigum á eftir Breiðablik í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða á Val annað kvöld. Þrátt fyrir ósigurinn er Ólöf ekki búinn að gefa drauminn um Meistaradeild Evrópu upp á bátinn. Hún viðurkennir þó að erfitt sé er að vera ekki með örlögin í eigin höndum. „Þetta er ekki alveg búið, þetta er bara ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að treysta á önnur lið ef við ætlum að ná inn í Meistaradeildina,“ svaraði Ólöf. Framundan er leikur gegn Stjörnunni sem reynist mikilvægur fyrir framhaldið hjá Þrótturum, ef þær ætla að ná inn í Evrópu. Ólöf er alveg viss hvað Þróttarar þurfa að bæta sig í frá tapinu gegn Keflavík í kvöld. „Við þurfum að klára færin okkar. Við þurfum að hætta að hugsa svona mikið með boltann og gera bara það sem við gerum alltaf á æfingum. Ef það gengur upp þá klárum við næstu þrjá leiki,“ sagði kokhraust Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30 Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
„Við vorum miklu betri í þessum leik. Það var ömurlegt að fá þetta mark [þriðja mark Keflavíkur] á okkur strax eftir að við skorum. Ég held það hafi átt stóran þátt af því að við töpuðum í dag,“ sagði Ólöf í viðtal við Vísi eftir leik. „Þetta var bara heppni, ég held það,“ svaraði Ólöf, aðspurð út í fyrri tvö mörk Keflavíkur, áður en hún bætti við. „Við vorum miklu meira með boltann og sérstaklega í seinni hálfleik. Á öðrum degi hefðum við klárað þennan leik en svona er þetta.“ Annað sæti deildarinnar veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu en Þróttur er nú fjórum stigum á eftir Breiðablik í öðru sæti en Blikar eiga leik til góða á Val annað kvöld. Þrátt fyrir ósigurinn er Ólöf ekki búinn að gefa drauminn um Meistaradeild Evrópu upp á bátinn. Hún viðurkennir þó að erfitt sé er að vera ekki með örlögin í eigin höndum. „Þetta er ekki alveg búið, þetta er bara ekki lengur í okkar höndum. Við þurfum að treysta á önnur lið ef við ætlum að ná inn í Meistaradeildina,“ svaraði Ólöf. Framundan er leikur gegn Stjörnunni sem reynist mikilvægur fyrir framhaldið hjá Þrótturum, ef þær ætla að ná inn í Evrópu. Ólöf er alveg viss hvað Þróttarar þurfa að bæta sig í frá tapinu gegn Keflavík í kvöld. „Við þurfum að klára færin okkar. Við þurfum að hætta að hugsa svona mikið með boltann og gera bara það sem við gerum alltaf á æfingum. Ef það gengur upp þá klárum við næstu þrjá leiki,“ sagði kokhraust Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30 Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
Ólöf: Við eigum séns í Evrópu Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, leikmaður Þróttar, fór á kostum í 5-1 sigri Þróttar á ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld. Ólöf skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. 16. ágúst 2022 21:30
Leik lokið: Þróttur 2-3 Keflavík | Keflvíkingar sóttu þrjú dýrmæt stig í Laugardalinn Keflavík vann góðan sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í kvöld. Lokatölur 2-3 gestunum í vil og fer það langt með að tryggja sæti Keflvíkinga í deildinni. Á sama tíma varð Þróttur af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið. 12. september 2022 21:15