Strætó gert að greiða starfsmanni milljónir eftir deilur um starfslok Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2022 14:00 Konan hafði starfað hjá þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Strætó til að greiða fyrrverandi starfsmanni samtals 2,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur vegna deilna sem tengjast starfslokum konunnar hjá byggðasamlaginu í árslok 2020. Konan hafði starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Hún var svo boðuð á fund með yfirmanni í lok nóvember 2020 til að ræða samskiptamál án þess að hafa fengið frekari upplýsingar um málið. Óviðeigandi samskipti Á fundinum voru rædd samskipti konunnar við samstarfsmann í tölvupósti og á samskiptaforritinu Teams, en að mati Strætó hefðu þau verið „óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum“, en skilaboðin voru talin „jaðra við kynferðislega áreitni“. Fundinum lauk með að konan skrifaði undir starfslokasamning, en hinn kosturinn sem kynntur var fyrir henni var að taka málið til formlegrar skoðunar og hefja málsmeðferð sem gæti leitt til áminningar. Konan ákvað að skrifa undir samninginn og fékk greidd laun í þrjá mánuði þar sem vinnuframlags var ekki krafist. Var í raun sagt upp störfum Lögmaður konunnar fór svo fram á fund með stefnanda í þeim tilgangi að sætta ágreining þar sem hún taldi að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin verið ólögmæt og að henni hafi verið mismunað. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með uppsögninni og hefði framkvæmd uppsagnarinnar verið meiðandi. Strætó hafnaði beiðninni um fund og kærði konan þá starfslokin til kærunefndar jafnréttismála og til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Kærunefndin mat það sem svo að Strætó hefði við starfslok konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sömuleiðis lögum um jafna stöðu á vinnumarkaði. Konan leitaði svo til dómstóla þar sem hún fór fram á að Strætó yrði gert að greiða henni tæplega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Lagði hún meðal annars fram tvö vottorð heimilislæknis sem sýndu að starfslokin hafi mikið tekið á hana og að hún þjáist af streitu og þunglyndi. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekkert komi þó fram að konan sé óvinnufær af þessum sökum. Alls 2,5 milljónir Dómari í málinu taldi hins vegar að tekjutap konunnar vegna uppsagnarinnar hafi ekki numið þeirri upphæð sem krafist var, og að teknu tilliti til þess að konan fékk greidd mánaðarlaun í þrjá mánuði eftir starfslokin, þóttu skaðabætur hæfilegar 1,5 milljón króna. Þá var upphæð miskabóta talin hæfileg ein milljón króna, þar sem meðal annars var vísað í að starfslokin hafi verið fyrirvaralaus og til þess fallin að skapa umtal á vinnustaðnum. Kröfu Strætó um frávísun málsins var hafnað og þá var byggðasamlaginu gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi 1,2 milljónir í málskostnað. Strætó Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Konan hafði starfað sem þjónustufulltrúi hjá Strætó frá árinu 2016 og hafði starf hennar falist í móttöku og samskiptum við viðskiptavini. Hún var svo boðuð á fund með yfirmanni í lok nóvember 2020 til að ræða samskiptamál án þess að hafa fengið frekari upplýsingar um málið. Óviðeigandi samskipti Á fundinum voru rædd samskipti konunnar við samstarfsmann í tölvupósti og á samskiptaforritinu Teams, en að mati Strætó hefðu þau verið „óviðeigandi og væru litin alvarlegum augum“, en skilaboðin voru talin „jaðra við kynferðislega áreitni“. Fundinum lauk með að konan skrifaði undir starfslokasamning, en hinn kosturinn sem kynntur var fyrir henni var að taka málið til formlegrar skoðunar og hefja málsmeðferð sem gæti leitt til áminningar. Konan ákvað að skrifa undir samninginn og fékk greidd laun í þrjá mánuði þar sem vinnuframlags var ekki krafist. Var í raun sagt upp störfum Lögmaður konunnar fór svo fram á fund með stefnanda í þeim tilgangi að sætta ágreining þar sem hún taldi að henni hafi í raun verið sagt upp störfum, uppsögnin verið ólögmæt og að henni hafi verið mismunað. Þá taldi hún að vegið hefði verið að æru hennar með uppsögninni og hefði framkvæmd uppsagnarinnar verið meiðandi. Strætó hafnaði beiðninni um fund og kærði konan þá starfslokin til kærunefndar jafnréttismála og til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Kærunefndin mat það sem svo að Strætó hefði við starfslok konunnar brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og sömuleiðis lögum um jafna stöðu á vinnumarkaði. Konan leitaði svo til dómstóla þar sem hún fór fram á að Strætó yrði gert að greiða henni tæplega 16 milljónir króna í skaða- og miskabætur. Lagði hún meðal annars fram tvö vottorð heimilislæknis sem sýndu að starfslokin hafi mikið tekið á hana og að hún þjáist af streitu og þunglyndi. Í niðurstöðukafla dómsins segir að ekkert komi þó fram að konan sé óvinnufær af þessum sökum. Alls 2,5 milljónir Dómari í málinu taldi hins vegar að tekjutap konunnar vegna uppsagnarinnar hafi ekki numið þeirri upphæð sem krafist var, og að teknu tilliti til þess að konan fékk greidd mánaðarlaun í þrjá mánuði eftir starfslokin, þóttu skaðabætur hæfilegar 1,5 milljón króna. Þá var upphæð miskabóta talin hæfileg ein milljón króna, þar sem meðal annars var vísað í að starfslokin hafi verið fyrirvaralaus og til þess fallin að skapa umtal á vinnustaðnum. Kröfu Strætó um frávísun málsins var hafnað og þá var byggðasamlaginu gert að greiða starfsmanninum fyrrverandi 1,2 milljónir í málskostnað.
Strætó Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira