Mennirnir sem skutu PnB Rock tóku skartgripi hans eftir að hafa skotið hann, hlupu út af veitingastaðnum og keyrðu í burtu. Rapparinn Nicki Minaj telur að mennirnir hafi fundið PnB Rock eftir að hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlum og líkti atvikinu við morðið á Pop Smoke sem var skotinn til bana árið 2020. Kærasta PnB Rock birti mynd af þeim á veitingastaðnum tuttugu mínútum áður en atvikið átti sér stað.
After Pop Smoke there s no way we as rappers or our loved ones are still posting locations to our whereabouts. To show waffles & some fried chicken????! He was such a pleasure to work with. Condolences to his mom & family. This makes me feel so sick. Jesus. #SIP #PnbRock
— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 13, 2022
Fjöldi frægra tónlistarmanna hefur minnst PnB Rock á samfélagsmiðlum eftir morðið, þar á meðal Offset, Drake og Cardi B.
PnB Rock skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 þegar hann gaf út lagið Selfish. Lagið er með yfir 300 milljónir spilana á Spotify og er hans næstvinsælasta lag, á eftir laginu Cross Me sem hann gerði með Ed Sheeran og Chance the Rapper árið 2019.