Vill sameina ASÍ að baki sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2022 15:24 Ragnar segist ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins næsta fimmtudag. vísir/samsett/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess. Framtíð Alþýðusambandsins er óljós um þessar mundir eftir gríðarlega stormasamt tímabil sem endaði með afsögn forsetans Drífu Snædal. Stærsta aðildarfélag sambandsins er VR - sem íhugar nú hvort ASÍ sé barn síns tíma, eins og formaðurinn hefur oft velt upp. „Það sem að við höfum verið að ræða í sjálfu sér innan stjórnar VR er bara fyrst og fremst hver aðkoma okkar að Alþýðusambandinu á að vera,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Skorað hefur verið á Ragnar að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Því stendur VR frammi fyrir tveimur meginvalkostum - draga sig út úr sambandinu eða sækjast forystu innan þess. Stjórnin kemur saman til fundar á morgun en Ragnar segist einnig eiga í virku samtali við forystumenn og félaga annarra aðildarfélaga um framtíðina. „Um það hvort að við eigum að rífa þetta eitthvað upp og gera þetta að því afli sem að því var upprunalega ætlað að vera. Hverju það skilar kemur í ljós mjög fljótlega,“ segir Ragnar Þór. Hann segir þetta lykilspurningu. Ef félögin séu tilbúin að fara í alvöru umbótastarf innan ASÍ og gera það að sterku sameinuðu afli geti hann hugsað sér að gefa kost á sér í embættið. „Ef að það er ekki til staðar, hugarfarið í að gera þetta, þá hef ég ekki mikinn áhuga á að eyða miklum tíma í Alþýðusambandið,“ segir Ragnar Þór. „En ef það er vilji til þess, raunverulegur vilji til að rífa þetta upp og gera eitthvað úr þessu, þá get ég alveg hugsað mér að leiða það verkefni en það kemur í ljós mjög fljótlega.“ Hann hefur raunar sett sér tímamörk. Á fimmtudaginn verður hann búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort hann ætli fram til forseta eða hvort VR fari aðrar leiðir að sínum markmiðum. Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Framtíð Alþýðusambandsins er óljós um þessar mundir eftir gríðarlega stormasamt tímabil sem endaði með afsögn forsetans Drífu Snædal. Stærsta aðildarfélag sambandsins er VR - sem íhugar nú hvort ASÍ sé barn síns tíma, eins og formaðurinn hefur oft velt upp. „Það sem að við höfum verið að ræða í sjálfu sér innan stjórnar VR er bara fyrst og fremst hver aðkoma okkar að Alþýðusambandinu á að vera,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Skorað hefur verið á Ragnar að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Því stendur VR frammi fyrir tveimur meginvalkostum - draga sig út úr sambandinu eða sækjast forystu innan þess. Stjórnin kemur saman til fundar á morgun en Ragnar segist einnig eiga í virku samtali við forystumenn og félaga annarra aðildarfélaga um framtíðina. „Um það hvort að við eigum að rífa þetta eitthvað upp og gera þetta að því afli sem að því var upprunalega ætlað að vera. Hverju það skilar kemur í ljós mjög fljótlega,“ segir Ragnar Þór. Hann segir þetta lykilspurningu. Ef félögin séu tilbúin að fara í alvöru umbótastarf innan ASÍ og gera það að sterku sameinuðu afli geti hann hugsað sér að gefa kost á sér í embættið. „Ef að það er ekki til staðar, hugarfarið í að gera þetta, þá hef ég ekki mikinn áhuga á að eyða miklum tíma í Alþýðusambandið,“ segir Ragnar Þór. „En ef það er vilji til þess, raunverulegur vilji til að rífa þetta upp og gera eitthvað úr þessu, þá get ég alveg hugsað mér að leiða það verkefni en það kemur í ljós mjög fljótlega.“ Hann hefur raunar sett sér tímamörk. Á fimmtudaginn verður hann búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort hann ætli fram til forseta eða hvort VR fari aðrar leiðir að sínum markmiðum.
Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira