„Hefði betur átt að sleppa túnfiskssamloku fyrir æfingu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 13:01 Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir keyrði sig út á æfingu Selfoss. Stöð 2 Sport Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór í vettvangsferð á Selfoss ásamt þáttastjórnandanum Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þær kíktu á æfingu hjá nýliðunum og tóku stöðuna fyrir komandi tímabil. Selfoss vann Grill 66-deild kvenna úí fyrra og er því nýliði í deild þeirra bestu. Því var staðan tekin á liðinu þar sem Brynhildur var vel gíruð og mætti í Selfoss-treyju á æfinguna. „Ég á vinkonu sem á bróður, Magnús Öder Einarsson,“ þar á Brynhildur við um fyrrum leikmann Selfoss sem virðist hafa lánað henni treyjuna sína. Klippa: Seinni bylgjan: Brynhildur á Selfossi Misvel gekk hjá henni að finna netmöskvana og kveðst hún óviss um hvort hún hafi heillað Eyþór Lárusson, þjálfara liðsins. „Ég held ég sé alveg sammála því. Ég verð bara að játa mig sigraða. En ég á allavega sæti í Seinni bylgjunni,“ segir Brynhildur en Svava Kristín sagðist þá þurfa að sjá til með það. „Ég er farin að finna fyrir því, ég hefði betur átt að sleppa að fá mér túnfiskssamloku fyrir æfingu,“ Brynhildur býst þá við miklu af Selfoss-liðinu sem hafi lofað góðu á æfingunni. „Mér finnst þetta betri nýliðar en hafa verið að koma upp. Þær eru drulluflottar hérna á æfingu og ég er bara mjög spennt fyrir þeim. Ég er ekki að fara að skila þessari treyju. Vínrauður fer mér mjög vel og ég býst við nokkrum stigum frá þeim,“ Einnig er rætt við Kötlu Maríu Magnúsdóttur sem skipti frá Stjörnunni yfir í Selfoss í sumar. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Selfoss hefur leik í Olís-deildinni á laugardaginn þegar liðið heimsækir HK klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og fyrsti leikur mótsins annað kvöld er Stjarnan mætir Fram. Þá verður tvíhöfði í Garðabæ þar sem bæði kvennalið Stjörnunnar og Fram mætast. Alla fyrstu umferðina í Olís-deild kvenna má sjá að neðan. Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Selfoss vann Grill 66-deild kvenna úí fyrra og er því nýliði í deild þeirra bestu. Því var staðan tekin á liðinu þar sem Brynhildur var vel gíruð og mætti í Selfoss-treyju á æfinguna. „Ég á vinkonu sem á bróður, Magnús Öder Einarsson,“ þar á Brynhildur við um fyrrum leikmann Selfoss sem virðist hafa lánað henni treyjuna sína. Klippa: Seinni bylgjan: Brynhildur á Selfossi Misvel gekk hjá henni að finna netmöskvana og kveðst hún óviss um hvort hún hafi heillað Eyþór Lárusson, þjálfara liðsins. „Ég held ég sé alveg sammála því. Ég verð bara að játa mig sigraða. En ég á allavega sæti í Seinni bylgjunni,“ segir Brynhildur en Svava Kristín sagðist þá þurfa að sjá til með það. „Ég er farin að finna fyrir því, ég hefði betur átt að sleppa að fá mér túnfiskssamloku fyrir æfingu,“ Brynhildur býst þá við miklu af Selfoss-liðinu sem hafi lofað góðu á æfingunni. „Mér finnst þetta betri nýliðar en hafa verið að koma upp. Þær eru drulluflottar hérna á æfingu og ég er bara mjög spennt fyrir þeim. Ég er ekki að fara að skila þessari treyju. Vínrauður fer mér mjög vel og ég býst við nokkrum stigum frá þeim,“ Einnig er rætt við Kötlu Maríu Magnúsdóttur sem skipti frá Stjörnunni yfir í Selfoss í sumar. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Selfoss hefur leik í Olís-deildinni á laugardaginn þegar liðið heimsækir HK klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og fyrsti leikur mótsins annað kvöld er Stjarnan mætir Fram. Þá verður tvíhöfði í Garðabæ þar sem bæði kvennalið Stjörnunnar og Fram mætast. Alla fyrstu umferðina í Olís-deild kvenna má sjá að neðan. Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira