Kistan var flutt með vél frá breska konunglega flughernum en CNN greinir frá því að 4,79 milljónir manna hafi fylgst með fluginu í gegnum vefsíðu og smáforrit FlightRadar24. Einnig Einnig hafi 296 þúsund manns fylgst með fluginu á YouTube.
Flugið frá Edinborg til London hafi tekið rétt rúman klukkutíma en búist var við að einhverjar raskanir yrðu á flugi frá Heathrow þar sem reynt var að tryggja þögn í lofthelgi London á meðan fluginu stóð.
Almenningur hefur notað FlightRadar24 til þess að fylgjast með flugum en áhorfsmetið féll í gær hélt flug Nancy Pelosi til Taívan metinu, 2,9 milljónir manna fylgdust þá með. Notkun almennings á FlightRadar24 er sögð hafa stóraukist 2010 þegar eldgos í Eyjafjallajökli hófst og flugsamgöngur röskuðust.