Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 14:01 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum verðugt verkefni með jamaíska landsliðinu ef fram heldur sem horfir. Getty/@cedellamarley Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla. Þó að Heimir hafi enn ekki verið kynntur sem þjálfari Jamaíku bendir allt til þess að það verði gert á föstudaginn. Jamaíski miðillinn The Gleaner gekk svo langt að segja að Heimir hefði þegar haft sitt að segja um valið á nýjasta landsliðshópi Jamaíku, sem mæta mun Argentínu í vináttulandsleik undir lok mánaðarins. Það virðist hafa vakið mikla athygli og reiði að í þeim landsliðshópi er hvergi að finna Andre Blake, sem verið hefur fyrirliði og aðalmarkvörður Jamaíku. Blake er 31 árs og ver mark Philadelphia Union sem er á toppi MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Gagnrýndi sambandið á samfélagsmiðlum Blake segist sjálfur ekki vita af hverju hann hafi ekki verið valinn og á samfélagsmiðlum hefur mynd verið í dreifingu þar sem segir: „Við stöndum með Blake. 9.24.22 verður sögulegur,“ en jamaíski landsliðshópurinn á einmitt að koma saman 24. september og virðist myndin gefa til kynna að liðsfélagar Blake ætli að sýna honum stuðning með einhverjum hætti. Talið er að Blake hafi angrað nýju vinnuveitendurna hans Heimis í jamaíska knattspyrnusambandinu þegar hann skrifaði við færslu á samfélagsmiðlum, þess efnis að nýr landsliðsþjálfari yrði kynntur bráðlega; „Nýr aðalþjálfari með sama knattspyrnusambandi mun væntanlega skila sömu niðurstöðu.“ Marley vill að barist verði fyrir réttindum Cedella Marley, dóttir söngvarans Bobs Marley og sérlegur sendiherra jamaíska kvennalandsliðsins, hefur blandað sér í málið og gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna fjarveru Blakes. Hún hefur áður verið ósátt með störf sambandsins, sem leitt er af Michael Ricketts. View this post on Instagram A post shared by Cedella Marley (@cedellamarley) „Hvernig getur staðið á því að fyrirliði karlalandsliðsins okkar er ekki valinn í sögulegan leik gegn Argentínu? Af hverju líður mér eins og að það sé verið að refsa honum fyrir að rísa upp gegn jamaíska knattspyrnusambandinu? Það er allur heimurinn að fylgjast með @jff_football. Þið getið stundum blekkt suma en þið getið ekki stöðugt blekkt alla, og nú sjáum við ljósið og RÍSUM FYRIR RÉTTINDUM OKKAR,“ skrifaði Cedella Marley, og vísaði í lag föður síns. Blake hefur ásamt fleirum af reyndari leikmönnum landsliðsins gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna þess hvernig hugsað er um liðið. Þeir kröfðust til að mynda afsagnar aðalritara sambandsins, Dalton Wint, í júní. „Þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir“ Sjálfur veit Blake ekki hver stendur á bakvið myndina sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem segir að staðið verði við bakið á honum: „Ég veit ekki hver skrifaði þetta en ég er búinn að sjá þetta og skrif Marley. Ég hef ekki heyrt persónulega frá neinum af liðsfélögum mínum enn þá. Ég heyrði í einum fyrrverandi leikmanni en ekki meira en það,“ sagði Blake við The Gleaner. Hann telur knattspyrnusambandið hafa tekið þá ákvörðun að velja hann ekki, vegna skrifa hans á samfélagsmiðlum: „Ég er ekki hissa því þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir þeim. Ef að þetta er lausnin þeirra þegar einhver krefst meira af þeim, þá er komin ástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru. Svona svar er ömurlegt og barnalegt en ég læt þetta ekki slá mig út af laginu,“ sagði Blake. Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Sjá meira
Þó að Heimir hafi enn ekki verið kynntur sem þjálfari Jamaíku bendir allt til þess að það verði gert á föstudaginn. Jamaíski miðillinn The Gleaner gekk svo langt að segja að Heimir hefði þegar haft sitt að segja um valið á nýjasta landsliðshópi Jamaíku, sem mæta mun Argentínu í vináttulandsleik undir lok mánaðarins. Það virðist hafa vakið mikla athygli og reiði að í þeim landsliðshópi er hvergi að finna Andre Blake, sem verið hefur fyrirliði og aðalmarkvörður Jamaíku. Blake er 31 árs og ver mark Philadelphia Union sem er á toppi MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Gagnrýndi sambandið á samfélagsmiðlum Blake segist sjálfur ekki vita af hverju hann hafi ekki verið valinn og á samfélagsmiðlum hefur mynd verið í dreifingu þar sem segir: „Við stöndum með Blake. 9.24.22 verður sögulegur,“ en jamaíski landsliðshópurinn á einmitt að koma saman 24. september og virðist myndin gefa til kynna að liðsfélagar Blake ætli að sýna honum stuðning með einhverjum hætti. Talið er að Blake hafi angrað nýju vinnuveitendurna hans Heimis í jamaíska knattspyrnusambandinu þegar hann skrifaði við færslu á samfélagsmiðlum, þess efnis að nýr landsliðsþjálfari yrði kynntur bráðlega; „Nýr aðalþjálfari með sama knattspyrnusambandi mun væntanlega skila sömu niðurstöðu.“ Marley vill að barist verði fyrir réttindum Cedella Marley, dóttir söngvarans Bobs Marley og sérlegur sendiherra jamaíska kvennalandsliðsins, hefur blandað sér í málið og gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna fjarveru Blakes. Hún hefur áður verið ósátt með störf sambandsins, sem leitt er af Michael Ricketts. View this post on Instagram A post shared by Cedella Marley (@cedellamarley) „Hvernig getur staðið á því að fyrirliði karlalandsliðsins okkar er ekki valinn í sögulegan leik gegn Argentínu? Af hverju líður mér eins og að það sé verið að refsa honum fyrir að rísa upp gegn jamaíska knattspyrnusambandinu? Það er allur heimurinn að fylgjast með @jff_football. Þið getið stundum blekkt suma en þið getið ekki stöðugt blekkt alla, og nú sjáum við ljósið og RÍSUM FYRIR RÉTTINDUM OKKAR,“ skrifaði Cedella Marley, og vísaði í lag föður síns. Blake hefur ásamt fleirum af reyndari leikmönnum landsliðsins gagnrýnt knattspyrnusambandið vegna þess hvernig hugsað er um liðið. Þeir kröfðust til að mynda afsagnar aðalritara sambandsins, Dalton Wint, í júní. „Þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir“ Sjálfur veit Blake ekki hver stendur á bakvið myndina sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum, þar sem segir að staðið verði við bakið á honum: „Ég veit ekki hver skrifaði þetta en ég er búinn að sjá þetta og skrif Marley. Ég hef ekki heyrt persónulega frá neinum af liðsfélögum mínum enn þá. Ég heyrði í einum fyrrverandi leikmanni en ekki meira en það,“ sagði Blake við The Gleaner. Hann telur knattspyrnusambandið hafa tekið þá ákvörðun að velja hann ekki, vegna skrifa hans á samfélagsmiðlum: „Ég er ekki hissa því þetta er það sem þeir gera ef þú mótmælir þeim. Ef að þetta er lausnin þeirra þegar einhver krefst meira af þeim, þá er komin ástæðan fyrir því að hlutirnir eru eins og þeir eru. Svona svar er ömurlegt og barnalegt en ég læt þetta ekki slá mig út af laginu,“ sagði Blake.
Fótbolti Jamaíka Íslendingar erlendis Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Tengdar fréttir Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Sjá meira
Heimir að taka við Jamaíku Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn. 13. september 2022 07:53