„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. september 2022 14:28 Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. Hið tímabundna fjárfestingarátak í kvimyndagerð var liður í áætlun stjórnvalda til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir fjárfestingarátakið hafa verið mikla lyftistöng fyrir greinina. Hún hafi aftur á móti átt von á að það myndi vara lengur. „Gerð kvikmynda er mjög flókin, hvert verkefni tekur langan tíma þannig að við þurfum alltaf að hafa ákveðinn fyrirsjáanleika, eða greinin, en þetta er frumvarp og við sjáum hvernig fer.“ Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir rúmum milljarði til Kvikmyndasjóðs á næsta ári og 101 milljón til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þannig er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar upp á rúmar 50 milljónir kr. Laufey segir þessi áform, eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi, aðeins þýða eitt. „Í rauninn þá erum við komin aftur til þess sem var árið2019. En til dæmis fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað þá er þetta í rauninni unnið mjög langt fram í tímann, hvert verkefni. Fjármögnun og slíkt tekur langan tíma en þá þarf í rauninni að skrúfa aðeins til baka og slá ýmsu á frest, bara eins og gengur og gerist þegar það er niðurskurður. Það verða bara færri verkefni og mögulega með minni stuðningi en við vitum það ekki. Það er bara útfærsluatriði,“ segir Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Kvikmyndagerð á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. 7. september 2022 09:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hið tímabundna fjárfestingarátak í kvimyndagerð var liður í áætlun stjórnvalda til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir fjárfestingarátakið hafa verið mikla lyftistöng fyrir greinina. Hún hafi aftur á móti átt von á að það myndi vara lengur. „Gerð kvikmynda er mjög flókin, hvert verkefni tekur langan tíma þannig að við þurfum alltaf að hafa ákveðinn fyrirsjáanleika, eða greinin, en þetta er frumvarp og við sjáum hvernig fer.“ Í nýkynntu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir rúmum milljarði til Kvikmyndasjóðs á næsta ári og 101 milljón til reksturs Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þannig er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar upp á rúmar 50 milljónir kr. Laufey segir þessi áform, eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi, aðeins þýða eitt. „Í rauninn þá erum við komin aftur til þess sem var árið2019. En til dæmis fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað þá er þetta í rauninni unnið mjög langt fram í tímann, hvert verkefni. Fjármögnun og slíkt tekur langan tíma en þá þarf í rauninni að skrúfa aðeins til baka og slá ýmsu á frest, bara eins og gengur og gerist þegar það er niðurskurður. Það verða bara færri verkefni og mögulega með minni stuðningi en við vitum það ekki. Það er bara útfærsluatriði,“ segir Laufey Guðjónsdóttir forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Kvikmyndagerð á Íslandi Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. 7. september 2022 09:04 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59
Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. 7. september 2022 09:04