Vélin er af gerðinni Boeing 747-400 og er fraktvél.
Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að flugið hafi gengið vel fyrir sig og hlífarmissirinn hafi ekki uppgötvast fyrr en vélin hafði lent á Möltu. Vélin er sögð hafa verið lagfærð og hefur hafið reglubundið flug á ný.
Málið sé nú til rannsóknar í samstarfi við Samgöngustofu og viðeigandi yfirvöld í Belgíu en haft hafi verð samband við Boeing sem muni veita tæknilega aðstoð vegna rannsóknarinnar. Þar að auki fái aðilinn sem varð fyrir tjóni vegna málsins það bætt.