Hér erum við að tala um Sportbæ og Skóbúð Selfoss, sem brotist var nýlega inn í. Þjófurinn eða þjófarnir virðast hafa haft nægan tíma til að athafna sig því sagað var gat á húsið bak við verslunina og skriðið þar inn. Um er að ræða skólagerinn en þar var ekkert þjófavarnarkerfi.
„Þetta er ömurlegt, hér var stolið um þrjú hundruð pörum af skóm, mestmegnis íþróttaskór og hlaupaskór, Nike, Brucks og Ecoo mikið og eitthvað af hælaskóm, bara svona sitt lítið af hverju,“ segir Birna Björnsdóttir, verslunarstjóri.

Birna segir að starfsfólki hafi verið mjög brugðið þegar það mætti í vinnuna eftir innbrotið.
„Þetta var bara sjokk, hér var allt á hvolfi og búið að henda öllu úr hillum. Þetta er eini staðurinn, sem ekki er kerfi í húsinu en komið í dag að sjálfsögðu,“ bætir Birna við.
Hvað heldur þú að mönnum gangi til, hvað er gert við 300 pör af skóm?
„Ég hefði selt þá klárlega hér en það eru örugglega erfitt að koma svona skóm út á íslenskan markað, þannig að ég veit það ekki, hvort þetta er selt einhvers staðar annars staðar, allir kassar voru til dæmis skildir eftir, skókassarnir.“

Getur þú ímyndað þér andvirði þessara skópara?
„Í útsöluverði, þetta eru örugglega einhverjar 3- 4 milljónir hugsa ég,“ segir Birna
Hún segir jafnframt að verslunin sé tryggð fyrir tjóninu. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.
