Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2022 09:00 Ísak Bergmann Jóhannesson í baráttunni við Alex Telles, vinstri bakvörð Sevlla. EPA-EFE/Liselotte Sabroe Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik. „Mér líður vel, við byrjuðum vel og hefðum mátt setja mark í fyrri hálfleik fannst mér. Svo er þetta frekar lokaður seinni hálfleikur en mér fannst við taktísktlega séð gera mjög vel og það var mjög gaman að spila leikinn,“ sagði Ísak Bergmann um leik gærkvöldsins. „Miðað við fyrri hálfleikinn, ef við hefðum sett eitt mark í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn orðið aðeins opnari og við hefðum skapað fleiri færi. Victor og Viktor (Kristansen og Claesson) fengu báðir færi í fyrri hálfleik þar sem leikurinn hefði kannski opnast aðeins. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þeir áttu sín augnablik líka enda geggjaðir í fótbolta, Isco og allir þessir gæjar. Ef til vill er eitt stig kannski sanngjarnt myndi ég segja,“ sagði Íslendingurinn aðspurður hvort FCK liði eins og þeir hefðu átt að vinna leikinn. Verkefni FCK í Meistaradeildinni verður ekkert auðveldara en næstu tveir leikir eru gegn Englandsmeisturum Manchester City. „Ef við spilum svona, af þessum ákafa og með þessum vilja að við ætlum ekki að fá á okkur mark, þá getum við gert hvað sem er. Ég veit að Man City er annað skrímsli og það verður erfitt en það er líka bara upplifun og gaman.“ Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Ísak Bergmann hefur verið nær allt þetta ár á hægri vængnum þó svo að hann kunni best við sig á miðjunni. Hann stefnir á að vinna sæti þar fyrr heldur en síðar. „Ég hef verið nær allt 2022 á hægri kantinum og það er náttúrulega ekki mín staða en ég geri allt fyrir liðið. Fannst ég eiga fínan leik í dag og hef oftast verið fínn á hægri kantinum. Er ekki jafn mikið inn í spilinu og ég vill vera, er meira í því þegar ég spila á miðjunni. En þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég. Hægri kanturinn er staðan núna en ég ætla að eigna mér stöðu á miðjunni í framtíðinni.“ Íslenska landsliðið kemur saman síðar í þessum mánuði til að spila vináttuleik gegn Venesúela og Albaníu í Þjóðadeildinni. Ísak Bergmann viðurkenndi að hann hefði verið með fulla einbeitingu á FCK undanfarið og því aðeins nýlega áttað sig á því að það væru landsleikir á döfinni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, var að hugsa bara um daginn að það væru landsleikir framundan. Þetta eru náttúrulega mjög mikilvægir leikir með landsliðinu, ef við eigum góðan leik og náum í úrslit í Albaníu þá er þetta allt opið. Það fer öll einbeiting á landsliðið og þetta verkefni eftir leikinn gegn Midtjylland,“ sagði Ísak Bergmann að endingu við Vísi á Parken í gærkvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
„Mér líður vel, við byrjuðum vel og hefðum mátt setja mark í fyrri hálfleik fannst mér. Svo er þetta frekar lokaður seinni hálfleikur en mér fannst við taktísktlega séð gera mjög vel og það var mjög gaman að spila leikinn,“ sagði Ísak Bergmann um leik gærkvöldsins. „Miðað við fyrri hálfleikinn, ef við hefðum sett eitt mark í fyrri hálfleik þá hefði leikurinn orðið aðeins opnari og við hefðum skapað fleiri færi. Victor og Viktor (Kristansen og Claesson) fengu báðir færi í fyrri hálfleik þar sem leikurinn hefði kannski opnast aðeins. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik en þeir áttu sín augnablik líka enda geggjaðir í fótbolta, Isco og allir þessir gæjar. Ef til vill er eitt stig kannski sanngjarnt myndi ég segja,“ sagði Íslendingurinn aðspurður hvort FCK liði eins og þeir hefðu átt að vinna leikinn. Verkefni FCK í Meistaradeildinni verður ekkert auðveldara en næstu tveir leikir eru gegn Englandsmeisturum Manchester City. „Ef við spilum svona, af þessum ákafa og með þessum vilja að við ætlum ekki að fá á okkur mark, þá getum við gert hvað sem er. Ég veit að Man City er annað skrímsli og það verður erfitt en það er líka bara upplifun og gaman.“ Vores drenge i aften #fcklive #ucl #Copenhagen #fcksfc pic.twitter.com/7IkVQ9Rvgh— F.C. København (@FCKobenhavn) September 14, 2022 Ísak Bergmann hefur verið nær allt þetta ár á hægri vængnum þó svo að hann kunni best við sig á miðjunni. Hann stefnir á að vinna sæti þar fyrr heldur en síðar. „Ég hef verið nær allt 2022 á hægri kantinum og það er náttúrulega ekki mín staða en ég geri allt fyrir liðið. Fannst ég eiga fínan leik í dag og hef oftast verið fínn á hægri kantinum. Er ekki jafn mikið inn í spilinu og ég vill vera, er meira í því þegar ég spila á miðjunni. En þar sem þjálfarinn vill að ég spili, þar spila ég. Hægri kanturinn er staðan núna en ég ætla að eigna mér stöðu á miðjunni í framtíðinni.“ Íslenska landsliðið kemur saman síðar í þessum mánuði til að spila vináttuleik gegn Venesúela og Albaníu í Þjóðadeildinni. Ísak Bergmann viðurkenndi að hann hefði verið með fulla einbeitingu á FCK undanfarið og því aðeins nýlega áttað sig á því að það væru landsleikir á döfinni. „Ég hef aldrei lent í þessu áður, var að hugsa bara um daginn að það væru landsleikir framundan. Þetta eru náttúrulega mjög mikilvægir leikir með landsliðinu, ef við eigum góðan leik og náum í úrslit í Albaníu þá er þetta allt opið. Það fer öll einbeiting á landsliðið og þetta verkefni eftir leikinn gegn Midtjylland,“ sagði Ísak Bergmann að endingu við Vísi á Parken í gærkvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira