Sérsveitin kölluð út vegna „torkennilegs hlutar“ á Selfossi Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 15. september 2022 11:03 Lögreglumenn á vettvangi á Selfossi í morgun. Vísir/Kristófer Lögregla á Suðurlandi er með mikinn viðbúnað nærri Fjölbrautaskóla Suðurlands og Vallaskóla á Selfossi eftir að tilkynnt var um „torkennilegan hlut“ á götu við skólann. Að sögn lögreglu er um að ræða ósprungna sprengju sem svipaði til þeirra sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í gær. Uppfært: Sprengjunni var eytt rétt fyrir klukkan tólf. Garðar Már Garðarson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sprengjuleitarteymi sérsveitarinnar sé á staðnum og að búið sé að girða af svæði á mótum Engjavegar og Tryggvagötu. „Við erum að vinna í því að loka og tryggja svæðið. Við notumst þarna við róbota og dróna,“ segir Garðar Már og bætir við að tilkynningin hafi borist um klukkan 10:30. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Að neðan má sjá myndband frá vettvangi: Klippa: Sprengjusérfræðingar kallaðir út vegna sprengju á Selfossi Þetta er ekki í fyrsta sinn í vikunni þar sem sprengjusérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju. Lögregla sagði frá því að ungmenni í bænum hafi verið að útbúa sprengjurnar sem lögregla segir vera kraftmiklar og skapa verulega hættu og innihalda ætandi efni í plastflöskum. Lögregla notast við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi.Vísir/Kristófer Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að myndböndum af sprengingum hafi verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í gær. Lögregla á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook að tilkynning hafi borist um „torkennilegan hlut“ sem drengir hafi verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. „Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“ Uppfært klukkan 11:46: Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglan búin að eyða sprengjunni. Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Uppfært: Sprengjunni var eytt rétt fyrir klukkan tólf. Garðar Már Garðarson aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að sprengjuleitarteymi sérsveitarinnar sé á staðnum og að búið sé að girða af svæði á mótum Engjavegar og Tryggvagötu. „Við erum að vinna í því að loka og tryggja svæðið. Við notumst þarna við róbota og dróna,“ segir Garðar Már og bætir við að tilkynningin hafi borist um klukkan 10:30. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins. Að neðan má sjá myndband frá vettvangi: Klippa: Sprengjusérfræðingar kallaðir út vegna sprengju á Selfossi Þetta er ekki í fyrsta sinn í vikunni þar sem sprengjusérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra séu kallaðir út á Selfossi til að eyða heimagerðri sprengju. Lögregla sagði frá því að ungmenni í bænum hafi verið að útbúa sprengjurnar sem lögregla segir vera kraftmiklar og skapa verulega hættu og innihalda ætandi efni í plastflöskum. Lögregla notast við dróna og vélmenni í aðgerðum sínum á mótum Engjavegar og Tryggvagötu á Selfossi.Vísir/Kristófer Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að myndböndum af sprengingum hafi verið deilt á samfélagsmiðlum. „Börn og ungmenni eru að nota ætandi efni og setja þau á flöskur og sprengja. Við höfum séð búta úr svona heimagerðri sprengju í tuttugu metra fjarlægð frá spengjustaðnum. Þær eru það öflugar að þær skapa hættu og geta auðveldlega rifið hönd af manni og ég tala nú ekki um þessi ætandi efni, þegar þau skvettast, þá geta þau brennt bæði húð og augu,“ sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi, í gær. Lögregla á Suðurlandi segir í tilkynningu á Facebook að tilkynning hafi borist um „torkennilegan hlut“ sem drengir hafi verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. „Við athugun lögreglu þykir rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið. Á meðan unnið er að úrlausn er vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum. Ekki er talið að fólki stafi hætta af hlutnum nú eftir að vettvangi hefur verið lokað. Nánari upplýsingar verða veittar eftir að aðgerðum lýkur.“ Uppfært klukkan 11:46: Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglan búin að eyða sprengjunni.
Lögreglumál Árborg Tengdar fréttir Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Sjá meira
Ungmenni útbúa sprengjur á Selfossi Sprengjusérfræðingar á vegum ríkislögreglustjóra voru kallaðir út á Selfossi í gær til að eyða heimagerðri sprengju. Sprengjan er ein nokkurra sem útbúin var af ungmennum í bænum. Lögregla segir sprengjurnar vera kraftmiklar og skapa verulega hættu. 14. september 2022 19:29