Ungar stúlkur bregðast við Litlu hafmeyjunni: „Hún er dökk eins og ég!“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. september 2022 15:29 Leikkonan Halle Bailey fer með hlutverk hafmeyjunnar Aríel við mikla lukku dökkra stúlkna. Getty/Corey Nickols Myndbönd hafa gengið um netheima þar sem sjá má viðbrögð ungra stúlkna við fyrstu stiklu úr væntanlegri kvikmynd um Litlu hafmeyjuna. Hjartnæm viðbrögð stúlknanna við húðlit hafmeyjunnar hafa vakið athygli en í kvikmyndinni er Aríel dökk á hörund. Leikin útgáfa af kvikmyndinni um Litlu hafmeyjuna kemur út á næsta ári. Disney birti örstiklu úr myndinni fyrir nokkrum dögum. Í stiklunni fengu áhorfendur að berja hina nýju Aríel augum í fyrsta sinn. Vakti það athygli að í þessari kvikmynd er Aríel dökk á hörund. Nokkrir foreldrar dökkra stúlkna tóku viðbrögð dætra sinna við stiklunni upp á myndband og deildu á samfélagsmiðlinum TikTok. Óhætt er að segja að hjartnæm viðbrögð þeirra hafi hreyft við netverjum. @zaneholmestiktok Black kids react to little mermaid trailer! original sound - Zane Vill sýna stúlkunum að þær geti líka verið prinsessur Hin tuttugu og tveggja ára gamla leikkona Halle Bailey fer með hlutverk hafmeyjunnar Aríel. Var það gert opinbert fyrir nokkrum árum síðan að Bailey skyldi fara með hlutverkið. Vakti það talsvert umtal þar sem Aríel hefur hingað til verið hvít líkt og flestar aðrar Disney prinsessur. „Ég vil að litla stúlkan innra með mér og allar aðrar stúlkur eins og ég viti að þær séu einstakar og að þær séu fullfærar um að vera prinsessur. Það er ekkert sem segir að þær geti ekki verið prinsessur. Þessi viðurkenning var eitthvað sem ég þurfti,“ sagði Bailey í viðtali við tímaritið Variety. Myndböndin af ungu stúlkunum hafa ekki farið framhjá leikkonunni sem brást við á Instagram síðu sinni í gær. „Fólk hefur verið að senda mér þessi viðbrögð núna um helgina og ég er svo sannarlega orðlaus. Að sjá viðbrögð þessara ungu barna gerir mig svo meyra. Þetta er mér hjartans mál. Takk fyrir allan stuðninginn.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Bailey (@hallebailey) Melissa McCarthy verður illmennið Úrsúla Kvikmyndin um litlu hafmeyjuna er væntanleg árið 2023. Leikstjóri myndarinnar er Rob Marshall. Hann hefur komið að gerð mynda á borð við Pirates of the Caribbean, Chicago og Annie. Leikkonan Melissa McCarthney mun fara með hlutverk illmennisins Úrsúlu. Þá fer leikarinn Jonah Hauer-King með hlutverk draumaprinsins Eriks. Hér að neðan má sjá örstiklu úr myndinni en ætla má að stikla í fullri lengd sé væntanleg á næstu misserum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. 11. september 2022 14:00 Halle Bailey ráðin í hlutverk hafmeyjunnar Aríel í nýrri mynd frá Disney Leikin útgáfa Litlu Hafmeyjunnar er í bígerð hjá Disney en teiknimyndin um Aríel, Úrsúlu, Flumbra, Sæfinn og Skutul kom út árið 1989 og byggir á sögunni eftir Hans Christian Andersen. 4. júlí 2019 11:00 Fer að ráðum Beyoncé fyrir Litlu hafmeyjuna Halle Bailey, söng- og leikkona, segist fara eftir ráðum Beyoncé þegar kemur að undirbúningi fyrir endurgerð Litlu Hafmeyjunnar, en Halle mun fara með hlutverk Aríel í leiknu myndinni. 7. ágúst 2019 15:40 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Leikin útgáfa af kvikmyndinni um Litlu hafmeyjuna kemur út á næsta ári. Disney birti örstiklu úr myndinni fyrir nokkrum dögum. Í stiklunni fengu áhorfendur að berja hina nýju Aríel augum í fyrsta sinn. Vakti það athygli að í þessari kvikmynd er Aríel dökk á hörund. Nokkrir foreldrar dökkra stúlkna tóku viðbrögð dætra sinna við stiklunni upp á myndband og deildu á samfélagsmiðlinum TikTok. Óhætt er að segja að hjartnæm viðbrögð þeirra hafi hreyft við netverjum. @zaneholmestiktok Black kids react to little mermaid trailer! original sound - Zane Vill sýna stúlkunum að þær geti líka verið prinsessur Hin tuttugu og tveggja ára gamla leikkona Halle Bailey fer með hlutverk hafmeyjunnar Aríel. Var það gert opinbert fyrir nokkrum árum síðan að Bailey skyldi fara með hlutverkið. Vakti það talsvert umtal þar sem Aríel hefur hingað til verið hvít líkt og flestar aðrar Disney prinsessur. „Ég vil að litla stúlkan innra með mér og allar aðrar stúlkur eins og ég viti að þær séu einstakar og að þær séu fullfærar um að vera prinsessur. Það er ekkert sem segir að þær geti ekki verið prinsessur. Þessi viðurkenning var eitthvað sem ég þurfti,“ sagði Bailey í viðtali við tímaritið Variety. Myndböndin af ungu stúlkunum hafa ekki farið framhjá leikkonunni sem brást við á Instagram síðu sinni í gær. „Fólk hefur verið að senda mér þessi viðbrögð núna um helgina og ég er svo sannarlega orðlaus. Að sjá viðbrögð þessara ungu barna gerir mig svo meyra. Þetta er mér hjartans mál. Takk fyrir allan stuðninginn.“ View this post on Instagram A post shared by Halle Bailey (@hallebailey) Melissa McCarthy verður illmennið Úrsúla Kvikmyndin um litlu hafmeyjuna er væntanleg árið 2023. Leikstjóri myndarinnar er Rob Marshall. Hann hefur komið að gerð mynda á borð við Pirates of the Caribbean, Chicago og Annie. Leikkonan Melissa McCarthney mun fara með hlutverk illmennisins Úrsúlu. Þá fer leikarinn Jonah Hauer-King með hlutverk draumaprinsins Eriks. Hér að neðan má sjá örstiklu úr myndinni en ætla má að stikla í fullri lengd sé væntanleg á næstu misserum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. 11. september 2022 14:00 Halle Bailey ráðin í hlutverk hafmeyjunnar Aríel í nýrri mynd frá Disney Leikin útgáfa Litlu Hafmeyjunnar er í bígerð hjá Disney en teiknimyndin um Aríel, Úrsúlu, Flumbra, Sæfinn og Skutul kom út árið 1989 og byggir á sögunni eftir Hans Christian Andersen. 4. júlí 2019 11:00 Fer að ráðum Beyoncé fyrir Litlu hafmeyjuna Halle Bailey, söng- og leikkona, segist fara eftir ráðum Beyoncé þegar kemur að undirbúningi fyrir endurgerð Litlu Hafmeyjunnar, en Halle mun fara með hlutverk Aríel í leiknu myndinni. 7. ágúst 2019 15:40 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. 11. september 2022 14:00
Halle Bailey ráðin í hlutverk hafmeyjunnar Aríel í nýrri mynd frá Disney Leikin útgáfa Litlu Hafmeyjunnar er í bígerð hjá Disney en teiknimyndin um Aríel, Úrsúlu, Flumbra, Sæfinn og Skutul kom út árið 1989 og byggir á sögunni eftir Hans Christian Andersen. 4. júlí 2019 11:00
Fer að ráðum Beyoncé fyrir Litlu hafmeyjuna Halle Bailey, söng- og leikkona, segist fara eftir ráðum Beyoncé þegar kemur að undirbúningi fyrir endurgerð Litlu Hafmeyjunnar, en Halle mun fara með hlutverk Aríel í leiknu myndinni. 7. ágúst 2019 15:40