Sérsveitin varar við sprengjufikti: „Það hafa orðið banaslys“ Sunna Sæmundsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 15. september 2022 15:14 Sérsveitarmaður sem var á vettvangi á Selfossi í morgun segir stranglega bannað og stórhættilegt að fikta með sprengiefni. vísir/Magnús Hlynur Sérsveitarmaður sem var á vettvangi á Selfossi í morgun ítrekar varnaðarorð lögreglu um alvarleika þess að meðhöndla sprengiefni. „Það hafa orðið banaslys á Íslandi við sprengjufikt, útlimamissir einnig og fólk hefur misst sjón. Þannig þetta er alveg stranglega bannað,“ segir sérsveitarmaður sem var kallaður á vettvang þegar tilkynnt var um torkennilegan hlut nærri Fjölbrautarskóla Suðurlands og Vallaskóla. Hluturinn reyndist heimatilbúin sprengja sem svipar til annarra sem hafa sem hafa fundist á Selfossi undanfarið og sprengjusérfræðingar sinntu sams konar útkalli í bæjarfélaginu fyrr í vikunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn að börn og ungmenni í sveitarfélaginu hafi verið að útbúa öflugar sprengjur og biðlaði til foreldra að ræða við börn um hætturnar af athæfi sem þessu. Sérsveitin tekur undir þessi varnaðarorð. Viðbúnaðurinn var mikill í morgun þar sem sprengjan var við fjölmenn gatnamót við Engjaveg og Tryggvagötu. Svæðið var girt af, dróni notaður til að kanna hlutinn og vélmenni til að eyða sprengjunni. „Hér var tilkynnt um grunsamlega flösku í framhaldi af þessun málum sem hafa verið að koma upp undanfarna daga þannig að lögreglan lokaði svæðinu af í kringum flöskuna. Hún bar grunsamleg einkenni þannig við eyddum henni samkvæmt hefðbundnum starfsaðferðum,“ segir sérsveitarmaður um aðgerðina. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Lögreglumál Árborg Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Hluturinn reyndist heimatilbúin sprengja sem svipar til annarra sem hafa sem hafa fundist á Selfossi undanfarið og sprengjusérfræðingar sinntu sams konar útkalli í bæjarfélaginu fyrr í vikunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn að börn og ungmenni í sveitarfélaginu hafi verið að útbúa öflugar sprengjur og biðlaði til foreldra að ræða við börn um hætturnar af athæfi sem þessu. Sérsveitin tekur undir þessi varnaðarorð. Viðbúnaðurinn var mikill í morgun þar sem sprengjan var við fjölmenn gatnamót við Engjaveg og Tryggvagötu. Svæðið var girt af, dróni notaður til að kanna hlutinn og vélmenni til að eyða sprengjunni. „Hér var tilkynnt um grunsamlega flösku í framhaldi af þessun málum sem hafa verið að koma upp undanfarna daga þannig að lögreglan lokaði svæðinu af í kringum flöskuna. Hún bar grunsamleg einkenni þannig við eyddum henni samkvæmt hefðbundnum starfsaðferðum,“ segir sérsveitarmaður um aðgerðina. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Lögreglumál Árborg Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira