Sérsveitin varar við sprengjufikti: „Það hafa orðið banaslys“ Sunna Sæmundsdóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 15. september 2022 15:14 Sérsveitarmaður sem var á vettvangi á Selfossi í morgun segir stranglega bannað og stórhættilegt að fikta með sprengiefni. vísir/Magnús Hlynur Sérsveitarmaður sem var á vettvangi á Selfossi í morgun ítrekar varnaðarorð lögreglu um alvarleika þess að meðhöndla sprengiefni. „Það hafa orðið banaslys á Íslandi við sprengjufikt, útlimamissir einnig og fólk hefur misst sjón. Þannig þetta er alveg stranglega bannað,“ segir sérsveitarmaður sem var kallaður á vettvang þegar tilkynnt var um torkennilegan hlut nærri Fjölbrautarskóla Suðurlands og Vallaskóla. Hluturinn reyndist heimatilbúin sprengja sem svipar til annarra sem hafa sem hafa fundist á Selfossi undanfarið og sprengjusérfræðingar sinntu sams konar útkalli í bæjarfélaginu fyrr í vikunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn að börn og ungmenni í sveitarfélaginu hafi verið að útbúa öflugar sprengjur og biðlaði til foreldra að ræða við börn um hætturnar af athæfi sem þessu. Sérsveitin tekur undir þessi varnaðarorð. Viðbúnaðurinn var mikill í morgun þar sem sprengjan var við fjölmenn gatnamót við Engjaveg og Tryggvagötu. Svæðið var girt af, dróni notaður til að kanna hlutinn og vélmenni til að eyða sprengjunni. „Hér var tilkynnt um grunsamlega flösku í framhaldi af þessun málum sem hafa verið að koma upp undanfarna daga þannig að lögreglan lokaði svæðinu af í kringum flöskuna. Hún bar grunsamleg einkenni þannig við eyddum henni samkvæmt hefðbundnum starfsaðferðum,“ segir sérsveitarmaður um aðgerðina. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Lögreglumál Árborg Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Hluturinn reyndist heimatilbúin sprengja sem svipar til annarra sem hafa sem hafa fundist á Selfossi undanfarið og sprengjusérfræðingar sinntu sams konar útkalli í bæjarfélaginu fyrr í vikunni. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn að börn og ungmenni í sveitarfélaginu hafi verið að útbúa öflugar sprengjur og biðlaði til foreldra að ræða við börn um hætturnar af athæfi sem þessu. Sérsveitin tekur undir þessi varnaðarorð. Viðbúnaðurinn var mikill í morgun þar sem sprengjan var við fjölmenn gatnamót við Engjaveg og Tryggvagötu. Svæðið var girt af, dróni notaður til að kanna hlutinn og vélmenni til að eyða sprengjunni. „Hér var tilkynnt um grunsamlega flösku í framhaldi af þessun málum sem hafa verið að koma upp undanfarna daga þannig að lögreglan lokaði svæðinu af í kringum flöskuna. Hún bar grunsamleg einkenni þannig við eyddum henni samkvæmt hefðbundnum starfsaðferðum,“ segir sérsveitarmaður um aðgerðina. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins samkvæmt upplýsingum fréttastofu.
Lögreglumál Árborg Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira