Solskjær þjálfaði Molde þegar Håland braut sér leið inn í aðallið félagsins. The Athletic greinir frá að þjálfarinn hafi reynt að fá sitt fyrrum félag til að festa kaup á leikmanninum strax árið 2017. Solskjær hringdi í sinn fyrrum liðsfélaga Nicky Butt, þáverandi yfirmann yngri liða Man Utd, og lét hann vita af norska undrabarninu.
Told Solskjaer to ring #MUFC immediately
— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 14, 2022
#LFC & #Arsenal showed interest
Scoring from halfway line at 15
Training with u19s aged 14
Molde's former chief scout explains how he knew Haaland would be special & why Europe's elite didn't sign him earlier.
@DTathletic
Man United ákvað að gera ekkert í málinu og fór Håland til Red Bull Salzburg árið 2019 en sama ár tók Solskjær við Man United. Árið 2020 var Håland aftur falur og þó Solskjær hafi viljað fá leikmanninn þá fór hann á endanum til Borussia Dortmund.
Það var svo síðasta sumar sem Håland kom loks til Manchester en þó ekki United heldur City. Þar hefur hann smollið líkt og flís við rass skoraði hann til að mynda sigurmark Man City gegn hans fyrrum félögum í Dortmund á miðvikudagskvöld.
Samkvæmt heimildum The Athletic þá var Håland líka á lista hjá Liverpool, Arsenal sem og öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert þeirra ákvað þó að stíga skrefið til fullnustu og fá liðin nú heldur betur að borga fyrir það er þau sjá Norðmanninn raða inn mörkum hvern leikinn á fætur öðrum.