Kom þetta fram í lýsingu Henry Birgis Gunnarsson en Stjarnan er nú að spila við Fram í Olís deild karla í handbolta. Patrekur tók við liðinu árið 2020 og hefur nú framlengt samning sinn.
Himm fimmtugi Patrekur er öllum þeim sem unna handbolta kunnur enda var hann lengi vel máttarstólpi í íslenska landsliðinu. Alls spilaði hann 214 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.
Eftir að skórnir fóru á hilluna sneri hann sér að þjálfun og hefur til að mynda þjálfað austurríska landsliðið, lið Skjern í Danmörku sem og Val, Hauka og Selfoss hér á landi.
Vísir spáir því að Stjarnan endi í 4. sæti Olís deildarinnar í vetur en Patrekur ætlar sér eflaust enn stærri hluti.