Telur söluna á Mílu skapa aukna njósnahættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2022 06:58 Björn Leví segir söluna á Mílu til erlendra aðila skapa aukna njósnahættu. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir sölu Símans á Mílu til fransks félags skapa njósnahættu. Full ástæða sé til að óttast að erlend njósnastarfsemi muni fylgja sölunni og huga þurfi því betur að öryggismálum. Björn Leví ræðir þetta í Fréttablaðinu í morgun en greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi samþykkt söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Eftirlitið hefur undanfarna mánuði verið í viðræðum við Ardian um breytt skilyrði á kaupunum en frummat eftirlitsins var það að vistaskiptin og tengdir samningar myndu að óbreyttu hindra virka samkeppni. Í kjölfarið endursamdi Síminn við Ardian sem fól meðal annars í sér að gildistími heildsölusamnings milli Mílu og Símans var styttur úr 20 árum í 17 og kaupverðið lækkaði samtals um 8,5 milljarða og verða því 69,5 milljarðar. Innherji, viðskiptavefur Vísis, fjallaði ítarlega um söluna í gær. Björn Leví bendir á í samtali við Fréttablaðið nýleg tilvik erlendra njósna, þegar Bandaríkin fengu leyfi frá öðru ríki til að stinga inn netþjóni til að njósna um Rússa. Full ástæða sé til, að mati þingmannsins, að vera vakandi um slíka hættu. „Ef það er í lagi með reglur og eftirlit er ekkert að óttast. En það er of lítið vitað um stafrænar njósnir sem jafnvel eru dregnar áfram af þjóðríkjum. Við vitum allt of lítið um stærð þessa hernaðar,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. „Þegar um erlenda aðila er að ræða erum við líka að ræða ítök erlendra stjórnvalda sem koma mögulega að rekstri og hagsmunum.“ Íslenskar eftirlitsstofnanir standi sig ekki sem skyldi. „Almennt séð er eftirlitsiðnaðurinn þannig á Íslandi að það eru settar reglur, en ekkert farið eftir þeim. Ef eitthvað kemst upp er ekkert gert nema kannski setja þá meiri reglur. Ég sé þetta meira og minna í öllum eftirlitsstofnunum hér á landi, það er mikill skortur á ábyrgð.“ Salan á Mílu Öryggis- og varnarmál Netöryggi Píratar Tengdar fréttir SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53 Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21 Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
Björn Leví ræðir þetta í Fréttablaðinu í morgun en greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi samþykkt söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Eftirlitið hefur undanfarna mánuði verið í viðræðum við Ardian um breytt skilyrði á kaupunum en frummat eftirlitsins var það að vistaskiptin og tengdir samningar myndu að óbreyttu hindra virka samkeppni. Í kjölfarið endursamdi Síminn við Ardian sem fól meðal annars í sér að gildistími heildsölusamnings milli Mílu og Símans var styttur úr 20 árum í 17 og kaupverðið lækkaði samtals um 8,5 milljarða og verða því 69,5 milljarðar. Innherji, viðskiptavefur Vísis, fjallaði ítarlega um söluna í gær. Björn Leví bendir á í samtali við Fréttablaðið nýleg tilvik erlendra njósna, þegar Bandaríkin fengu leyfi frá öðru ríki til að stinga inn netþjóni til að njósna um Rússa. Full ástæða sé til, að mati þingmannsins, að vera vakandi um slíka hættu. „Ef það er í lagi með reglur og eftirlit er ekkert að óttast. En það er of lítið vitað um stafrænar njósnir sem jafnvel eru dregnar áfram af þjóðríkjum. Við vitum allt of lítið um stærð þessa hernaðar,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. „Þegar um erlenda aðila er að ræða erum við líka að ræða ítök erlendra stjórnvalda sem koma mögulega að rekstri og hagsmunum.“ Íslenskar eftirlitsstofnanir standi sig ekki sem skyldi. „Almennt séð er eftirlitsiðnaðurinn þannig á Íslandi að það eru settar reglur, en ekkert farið eftir þeim. Ef eitthvað kemst upp er ekkert gert nema kannski setja þá meiri reglur. Ég sé þetta meira og minna í öllum eftirlitsstofnunum hér á landi, það er mikill skortur á ábyrgð.“
Salan á Mílu Öryggis- og varnarmál Netöryggi Píratar Tengdar fréttir SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53 Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21 Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Sjá meira
SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53
Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21
Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37