Öryggis- og varnarmál

Fréttamynd

Segir skyn­sam­legt að anda með nefinu varðandi Græn­land

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist halda að það sé skynsamlegt að anda með nefinu varðandi málefni Grænlands enn um sinn. Varnarsamningurinn við Bandaríkin sé allt sem skipti máli varnarlega séð fyrir Ísland, og reynslan og sagan kenni okkur að það sé skynsamlegt að passa vel upp á vinskap við Bandaríkin. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að staða heimsmálanna í dag sé með þeim hætti að Íslendingar eigi að halda öllum möguleikum opnum varðandi öryggi og varnir, og mögulega skipa okkur formlega í hóp með líkt þenkjandi þjóðum.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­samningur við ESB settur á oddinn og þjóðar­at­kvæða­greiðsla brátt fyrir þingið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að áfram verði unnið að tvíhliða varnarsamningi við Evrópusambandið en segir samstarf Íslands og Bandaríkjanna í varnarmálum enn gott þrátt fyrir vendingar í alþjóðamálum og hótanir um innlimun Grænlands. Yfirlýsingar um annað eru að mati ráðherra glannalegar en hún vill ræða málið á vettvangi NATO. Frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB verði lagt fram á þessu þingi.

Innlent
Fréttamynd

Öryggis­mál Ís­lands eru í upp­námi

Engin vafi er á því að með árás Bandaríkjanna á Venesúela og brottnám forseta landsins til að standa andspænis dómstól í New York er söguleg og um leið ískyggileg breyting á alþjóðaskipan sem hefur verið við lýði allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“

Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“.

Erlent
Fréttamynd

„Það mun reyna á okkur hér“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Venesúela og sögu­legu for­dæmin

Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið.

Umræðan
Fréttamynd

Nýr veru­leiki ætli Banda­ríkin að taka Græn­land

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur.

Innlent
Fréttamynd

Utan­ríkis­málaárið 2025

Miklar blikur voru á lofti í utanríkismálum Íslands á nýliðnu ári. Gjörvöll Evrópa stendur á miklum tímamótum. Senn eru fjögur ár liðin frá því að allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu hófst og frá því að Donald Trump tók aftur við valdataumunum vestanhafs fyrir tæpu ári hefur hann gjörbreytt utanríkisstefnu Bandaríkjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Dýpra sam­tal og sam­vinna við Evrópu­sam­bandið „lykilbreyta“

„Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir sótt að þeim grunngildum sem Ísland byggir utanríkisstefnu sína á og að Íslendingar geti ekki „lokað augunum“ á sama tíma og umheimurinn tekur „sögulegum breytingum“.

Innlent
Fréttamynd

Öryggi Ís­lands á ólgutímum

Á tímum vaxandi óvissu er nauðsynlegt að slaka hvergi á varðstöðu um hagsmuni þjóðarinnar á sviði utanríkis- og öryggismála. Ljóst er að það alþjóðakerfi sem við höfum búið við frá lokum síðari heimsstyrjaldar leikur á reiðiskjálfi.

Skoðun
Fréttamynd

Þögnin í áramótaá­varpi for­sætis­ráðherra

Áramótaávarp Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands, var hlýtt, persónulegt og stílhreint. Forsætisráðherra talar af samúð um fólk sem á bágt. Það er gott. En samúð er ekki það sama og skilningur sem byggir á reynslu.

Skoðun
Fréttamynd

Saka AfD um að ganga erinda Kreml­verja

Flóð ítarlegra spurninga um vopnaflutninga til Úkraínu og varnir Þýskalands frá þingmönnum öfgahægriflokksins Valkosts fyrir Þýskaland er sagt geta ógnað þjóðaröryggi landsins. Andstæðingar flokksins saka hann um að ganga erinda rússneskra stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Lengsta sjálfs­vígs­bréf í sögu Banda­ríkjanna

Ef þær hugmyndir sem birtast í nýútkominni þjóðaröryggisstefnu verða lagðar til grundvallar raunverulegri stefnumótun mun áhrifavald Bandaríkjanna í heiminum dvína hratt og geta landsins til að verja sig sjálft og bandamenn sína minnka verulega. Afleiðingarnar verða bæði pólitískar og efnahagslegar – og þær munu snerta alla Bandaríkjamenn.

Umræðan
Fréttamynd

Síminn fær heimild til að reka á­fram 2G og 3G þjónustu

Fjarskiptastofa samþykkti í dag beiðni Símans um framlengingu á 3G og 2G þjónustu sinni á viðbótartíðni sem var úthlutað til tveggja ára. Í tilkynningu frá Fjarskiptastofu kemur fram að þó svo að heimildin geti leitt til skekktrar samkeppnisstöðu á markaði, því Sýn og Nova hafi nærri lokið sinni útfösun, vegi almanna- og öryggishagsmunir þyngra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á kross­götum í At­lants­hafi

Misklíðin sem magnast hefur upp á undanförnum mánuðum í röðum bandalagsríkja út af Úkraínu er líkleg til að setja mark sitt á Atlantshafssamstarfið í framtíðinni. Hún skerpir einnig þá kosti sem íslensk stjórnvöld standa andspænis í öryggis- og varnarmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land, öryggi og al­mennur við­búnaður

Stríðið í Úkraínu hefur breytt því hvernig Evrópuríki hugsa um öryggi. Hugmyndin um að stríð sé eitthvað fjarlægt, sem eigi aðeins við annars staðar í heiminum, hefur gufað upp. Setningin, “við erum ekki í stríði, en það er ekki friður heldur” hefur fengið vængi og oft er vitnað í hana til að lýsa ástandinu eins og það er.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“

Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni.

Innlent
Fréttamynd

Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stór­styrj­öld

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins varaði Evrópuríki við því í gær að þau þyrftu að vera búin undir stríð af þeirri stærðargráðu sem fyrri kynslóðir máttu þola. Rússar gætu háð stríð á hendur Evrópu innan fimm ára.

Erlent
Fréttamynd

Stað­setning Ís­lands „hernaðar­lega mjög mikil­væg“

Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Val­berg tekur við ritarastöðunni

Helgi Valberg Jensson, lögfræðingur í forsætisráðuneytinu, tekur við sem ritari þjóðaröryggisráðs um næstu mánaðarmót. Forsætisráðherra féllst á tillögu Þórunnar J. Hafstein, fráfarandi ritara, að hún láti af störfum.

Innlent
Fréttamynd

Margt sem gildir enn í sam­starfi Ís­lands og Banda­ríkjanna

Samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna eiga Evrópa og Bandaríkin ekki lengur samleið í öryggismálum, segir sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Formaður utanríkismálanefndar segir Ísland í annarri stöðu en önnur Evrópulönd. Í þingsályktunartillögu um stefnu Íslands í varnarmálum er sérstaklega minnst á eflingu samstarfs Íslands og Bandaríkjanna sem byggi á sameiginlegu gildismati.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er stór­kost­legt vanda­mál fyrir Ís­lendinga“

Sérfræðingur í varnar- og öryggismálum segir stöðu NATO áhyggjuefni í kjölfar útgáfu nýrrar þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna og jafnframt stórkostlegt vandamál fyrir Ísland. Evrópa og Bandaríkin eigi ekki lengur samleið í öryggismálum Evrópu. 

Innlent
Fréttamynd

Ný þjóðaröryggisstefna Banda­ríkjanna

Ný þjóðaröryggisstefna ríkisstjórnar Trump forseta Bandaríkjanna hefur verið birt. Hún endurómar margt af því sem Vance, varaforseti sagði á öryggisráðstefnu í Munich árið 2025 og vakti sú ræða mikla athygli Evrópubúa enda fengu þeir það óþvegið fyrir skort á lýðræði, málfrelsi og tilraunum veikra minnihluastjórna að grafa undan rísandi hægriöflum í mörgum Evrópulöndum.

Skoðun
Fréttamynd

Pólitísk stríðs­yfir­lýsing

Viðeigandi viðbragð við nýrri þjóðaröryggisstefnu Bandaríkjanna er ekki aðeins að gera lítið úr henni fyrir þvæluna sem hún sannarlega er. Fyrir bandamenn Bandaríkjanna í áratugi, einkum í Evrópu, er hún mun alvarlegri. Skjalið er í raun yfirlýsing um árás á evrópskt lýðræði og evrópska lífshætti.

Umræðan
Fréttamynd

Telja Evrópu traðka niður and­óf gegn Úkraínustríðinu

Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar.

Erlent
Fréttamynd

Norð­menn kaupa lang­dræg vopn og kaf­báta fyrir milljarða

Norsk stjórnvöld ætla að verja milljörðum norskra króna í að festa kaup á kafbátum og langdrægum vopnum. Ríkisstjórn landsins er sögð munu samþykkja meiriháttar útgjöld vegna kaupa á vopnum fyrir norska herinn í dag. Þegar hafa Norðmenn pantað fjóra þýska kafbátá til stendur til að festa kaup á tveimur til viðbótar, sem ætlað er að leysa af þá sex sem Norðmenn eiga fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Af hverju reyndi Kína ekki að „leika Kissin­ger“ til að kljúfa Evrópu frá Banda­ríkjunum?

Kína hefur varpað þunga sínum á vogarskál Rússlands í stríðinu í Úkraínu, en það virðist hafa fengið minni athygli meðal evrópskra leiðtoga en efni standa til. Frá því að hafa veitt Moskvu fjárhagslega líflínu til afhendingar á lykiltækni til rússneska vopna­iðnaðarins hefur svonefnt „takmarkalaust“ samstarf ríkjanna tvær augljósar og víðtækar afleiðingar fyrir gang stríðsins – og um leið framtíðaröryggi Evrópu.

Umræðan